Veiðigjaldið endanleg ákvörðun Sunna Sæmundsdóttir skrifar 14. júlí 2017 20:00 Hækkun veiðigjalda um sex milljarða á næsta fiskveiðiári ætti ekki að koma neinum á óvart að mati sjávarútvegsráðherra. Hækkunin endurspegli betri afkomu útgerðanna þótt skoða megi hvort rétt sé að miða álagningu við afkomuna fyrir tveimur árum. Veiðigjöld á yfirstandandi ári fiskveiðiári tvöfaldast milli ára og verða um sex milljörðum króna hærri en þau voru í fyrra. Miðað við áætlað aflamark verða þau um 10,5 til 11 milljarðar króna. „Það á ekki að koma neinum á óvart hver fjárhæðin er þetta árið. Það má hins vegar gagnrýna að verið sé að miða við afkomuna fyrir tveimur árum en það er eitthvað sem menn fara þá bara yfir upp á framtíðina að gera," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra. Hátt í eitt þúsund lögaðilar standa undir gjaldinu og samkvæmt reiknireglu þess nema greiðslurnar um þriðjungi heildarhagnaðar ársins 2015 en það var fordæmalaust gott ár í sjávarútvegi. „Þessi niðurstaða sem ég staðfesti núna og kynnti mun ekki breytast. Það verða þessar verulegu hækkanir. Menn hafa verið að benda á litlar og meðalstórar útgerðir. Ég hef ákveðnar áhyggjur af þeim og þess vegna er úttekt í gangi og hún mun vonandi liggja fyrir í september og þá einfaldlega metum við stöðuna," segir Þorgerður.Athugasemd ráðherra kemur á óvart Aðspurð hvort þetta sé ekki eitthvað sem legið hafi fyrir segir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi að fyrirtæki hafi einungis nýlega getað tekið afstöðu til veiðigjaldsins, „Ég hef heyrt þessa athugasemd og þá meðal annars frá ráðherra og ég verð að segja að hún kemur nokkuð á óvart. Jú, það er miðað við hagnað ársins 2015 en tölur sem koma frá Hagstofu um þetta komu hins vegar ekki fyrr en í upphafi ársins 2017. Þá kannski gátu menn með upplýstum hætti tekið afstöðu til þess hvernig veiðigjöldin verða," segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS. Heiðrún bendir á að við þetta hafi bætist atriði líkt og sjómannaverkfall, styrking krónunnar og launahækkanir sem hafi haft slæm áhrif á afkomuna. Hún telur að endurskoða þurfi reikniregluna. „Það að við séum alltaf taka mið af tveimur árum aftur fyrir okkur er óheppilegur mælikvarði. Þetta verður að færast nær í tímann. Svo eru einstaka þættir í þessu, vankantar ef svo má segja, sem þyrfti að sníða að miðað við hvernig veiðigjöldin eru að koma niður á einstaka útgerðum," segir hún. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Hækkun veiðigjalda um sex milljarða á næsta fiskveiðiári ætti ekki að koma neinum á óvart að mati sjávarútvegsráðherra. Hækkunin endurspegli betri afkomu útgerðanna þótt skoða megi hvort rétt sé að miða álagningu við afkomuna fyrir tveimur árum. Veiðigjöld á yfirstandandi ári fiskveiðiári tvöfaldast milli ára og verða um sex milljörðum króna hærri en þau voru í fyrra. Miðað við áætlað aflamark verða þau um 10,5 til 11 milljarðar króna. „Það á ekki að koma neinum á óvart hver fjárhæðin er þetta árið. Það má hins vegar gagnrýna að verið sé að miða við afkomuna fyrir tveimur árum en það er eitthvað sem menn fara þá bara yfir upp á framtíðina að gera," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra. Hátt í eitt þúsund lögaðilar standa undir gjaldinu og samkvæmt reiknireglu þess nema greiðslurnar um þriðjungi heildarhagnaðar ársins 2015 en það var fordæmalaust gott ár í sjávarútvegi. „Þessi niðurstaða sem ég staðfesti núna og kynnti mun ekki breytast. Það verða þessar verulegu hækkanir. Menn hafa verið að benda á litlar og meðalstórar útgerðir. Ég hef ákveðnar áhyggjur af þeim og þess vegna er úttekt í gangi og hún mun vonandi liggja fyrir í september og þá einfaldlega metum við stöðuna," segir Þorgerður.Athugasemd ráðherra kemur á óvart Aðspurð hvort þetta sé ekki eitthvað sem legið hafi fyrir segir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi að fyrirtæki hafi einungis nýlega getað tekið afstöðu til veiðigjaldsins, „Ég hef heyrt þessa athugasemd og þá meðal annars frá ráðherra og ég verð að segja að hún kemur nokkuð á óvart. Jú, það er miðað við hagnað ársins 2015 en tölur sem koma frá Hagstofu um þetta komu hins vegar ekki fyrr en í upphafi ársins 2017. Þá kannski gátu menn með upplýstum hætti tekið afstöðu til þess hvernig veiðigjöldin verða," segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS. Heiðrún bendir á að við þetta hafi bætist atriði líkt og sjómannaverkfall, styrking krónunnar og launahækkanir sem hafi haft slæm áhrif á afkomuna. Hún telur að endurskoða þurfi reikniregluna. „Það að við séum alltaf taka mið af tveimur árum aftur fyrir okkur er óheppilegur mælikvarði. Þetta verður að færast nær í tímann. Svo eru einstaka þættir í þessu, vankantar ef svo má segja, sem þyrfti að sníða að miðað við hvernig veiðigjöldin eru að koma niður á einstaka útgerðum," segir hún.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira