Skotsilfur Markaðarins: Guðmundur Árnason á leið í forsætisráðuneytið Ritstjórn Markaðarins skrifar 13. júlí 2017 13:00 Í stjórnkerfinu er nú unnið að því að gera breytingar á ráðuneytisstjórum í valdamestu ráðuneytunum. Þannig er Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagður hafa hug á því að fá Guðmund Árnason, sem hefur gegnt starfi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu um árabil, yfir til sín í forsætisráðuneytið. Talið er að eftirmaður Guðmundar í fjármálaráðuneytinu verði Tómas Brynjólfsson, sem var um tíma skrifstofustjóri efnahagsmála og fjármálamarkaða í ráðuneytinu, en hefur síðustu tvö ár starfað á vettvangi EFTA. Ekki liggur hins vegar fyrir hvað verður um Ragnhildi Arnljótsdóttur sem hefur verið ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu frá 2009.Kom ekki á óvart Tilkynnt var á dögunum að Sigþóri Jónssyni, sem hafði verið framkvæmdastjóri Íslenskra verðbréfa (ÍV) frá því í ársbyrjun 2015, hefði verið sagt upp störfum. Þau tíðindi komu ekki mjög á óvart en sá orðrómur hafði verið á kreik um nokkurt skeið að staða Sigþórs væri veik og að stjórn félagsins hefði í hyggju að fá nýjan framkvæmdastjóra. Á meðal þeirra sem eru helst nefndir til að taka við framkvæmdastjórastólnum er núverandi stjórnarformaður Íslenskra verðbréfa, Eiríkur S. Jóhannsson, en hann hefur verið forstjóri Slippsins á Akureyri frá 2015 og var meðal annars áður framkvæmdastjóri hjá Baugi Group.Guðmundur Árnason hefur ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu um árabil.Talaði gegn evru Athygli vakti í síðustu viku þegar greint var frá því að Anthanasios Orphanides, fyrrverandi bankastjóri Seðlabanka Kýpur, myndi veita sérstakri verkefnisstjórn á vegum íslenskra stjórnvalda ráðgjöf um peningastefnu til framtíðar. Orphanides þessi stóð í ströngu þegar evrukreppan reið yfir álfuna og hefur margt miður fallegt að segja um framgöngu valdamanna í Brussel. Hann kom hingað til lands sumarið 2014 og ráðlagði þá Íslendingum að taka ekki upp evru. Og raunar gekk hann lengra en það og fullyrti að það yrðu mistök fyrir hvaða ríki sem er að ganga í myntbandalagið. Evrusvæðið væri einfaldlega ekki sjálfbært. Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Fleiri fréttir Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Sjá meira
Í stjórnkerfinu er nú unnið að því að gera breytingar á ráðuneytisstjórum í valdamestu ráðuneytunum. Þannig er Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagður hafa hug á því að fá Guðmund Árnason, sem hefur gegnt starfi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu um árabil, yfir til sín í forsætisráðuneytið. Talið er að eftirmaður Guðmundar í fjármálaráðuneytinu verði Tómas Brynjólfsson, sem var um tíma skrifstofustjóri efnahagsmála og fjármálamarkaða í ráðuneytinu, en hefur síðustu tvö ár starfað á vettvangi EFTA. Ekki liggur hins vegar fyrir hvað verður um Ragnhildi Arnljótsdóttur sem hefur verið ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu frá 2009.Kom ekki á óvart Tilkynnt var á dögunum að Sigþóri Jónssyni, sem hafði verið framkvæmdastjóri Íslenskra verðbréfa (ÍV) frá því í ársbyrjun 2015, hefði verið sagt upp störfum. Þau tíðindi komu ekki mjög á óvart en sá orðrómur hafði verið á kreik um nokkurt skeið að staða Sigþórs væri veik og að stjórn félagsins hefði í hyggju að fá nýjan framkvæmdastjóra. Á meðal þeirra sem eru helst nefndir til að taka við framkvæmdastjórastólnum er núverandi stjórnarformaður Íslenskra verðbréfa, Eiríkur S. Jóhannsson, en hann hefur verið forstjóri Slippsins á Akureyri frá 2015 og var meðal annars áður framkvæmdastjóri hjá Baugi Group.Guðmundur Árnason hefur ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu um árabil.Talaði gegn evru Athygli vakti í síðustu viku þegar greint var frá því að Anthanasios Orphanides, fyrrverandi bankastjóri Seðlabanka Kýpur, myndi veita sérstakri verkefnisstjórn á vegum íslenskra stjórnvalda ráðgjöf um peningastefnu til framtíðar. Orphanides þessi stóð í ströngu þegar evrukreppan reið yfir álfuna og hefur margt miður fallegt að segja um framgöngu valdamanna í Brussel. Hann kom hingað til lands sumarið 2014 og ráðlagði þá Íslendingum að taka ekki upp evru. Og raunar gekk hann lengra en það og fullyrti að það yrðu mistök fyrir hvaða ríki sem er að ganga í myntbandalagið. Evrusvæðið væri einfaldlega ekki sjálfbært. Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum.
Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Fleiri fréttir Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Sjá meira