Raunveruleikaþátturinn Röðin: Milljóna króna auglýsing ÁTVR sætir gagnrýni Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 12. júlí 2017 22:30 Hér má sjá sérhæfðu dómnefndina sem á að geta til um aldur keppenda. Skjáskot Ný auglýsing ÁTVR hefur vakið mikla athygli. Auglýsingin er í formi einskonar raunveruleikaþáttar þar sem þátttakendur koma fyrir sérhæfða dómnefnd, skipuðum tannlækni, lögreglumanni, dyraverði, sálfræðingi og förðunarfræðingi, sem eiga að aldursgreina viðkomandi. Þátturinn ber heitið Röðin. Í auglýsingunni er verið að vísa kröfur fyrirtækisins að til þess að geta verslað í ÁTVR þá þurfi viðkomandi alltaf að hafa á sér skilríki þar sem ekki sé hægt að aldursgreina fólk út frá útlitinu einu saman. Einn þeirra sem gagnrýnt hefur þessa auglýsingu er Rafn Steingrímsson, fyrrverandi starfsmaður ÁTVR og einn stofnanda vefsíðunnar vínbúðin.net. Í færslu sinni á Facebook má sjá hvar hann segir eina tilgang auglýsingarinnar vera að styrkja þá ímynd að fyrirtækið sé ábyrgt og að undirtextinn sé sá að einkarekin fyrirtæki hugsi ekki um að spyrja ungmenni um skilríki.Rafn er ekki sáttur við nýjustu herferð ÁTVR og lætur það sterklega í ljós í viðtali við blaðamann sem og í færslu á Facebook síðu sinni.Áhugamaður um starfsemina Í viðtali við Vísi segir Rafn að starfsemi ÁTVR hafi vakið áhuga hans um langt skeið. Sjálfur vann hann þar í sumarstarfi og í helgarstarfi í um það bil tvö ár frá árinu 2008. „Ég hef haft áhuga á þessari starfsemi lengi og maður sér þetta á hverju einasta ári; þessar herferðir hjá ÁTVR. Þetta er alltaf það sama,“ segir Rafn og nefnir að hægt sé að sjá hvernig ÁTVR fari í skilríkjaherferðir á hverju ári. „Þetta er ekkert eitthvað grín hvað þetta kostar. ÁTVR er einokunarfyrirtæki sem er í eigu ríkisins og er samt sem áður með markaðsdeild,“ segir Rafn og telur að fyrirtækið eyði líklega ekki minna en nokkrum milljónum í herferðir sem þessar.Þurfa ekki að auglýsa Í færslunni segir Rafn að fyrirtæki líkt og ÁTVR þurfi ekki að auglýsa sig líkt og einkaaðilar. Jafnframt segist hann afar ósáttur með að skattpeningar fari í að gera auglýsingu sem þessa, og í nýjar auglýsingar árlega sem séu dýrar og séu eingöngu ætlaðar til að „heilaþvo okkur um nauðsyn og mikilvægi ÁTVR.“ Rafn gagnrýnir jafnframt tilgang auglýsingarinnar.Þar sem ég hef unnið í ÁTVR þá veit ég að það alveg vel að það er enginn tilgangur með þessum herferðum. Þessar herferðir eru ekki gerðar vegna þess að það er eitthvað gríðarlegt vandamál hjá ÁTVR að viðskiptavinir komi aldrei með skilríki. Það er ekki staðan. Staðan er þannig, og það vita það allir Íslendingar, að flestir eru yfirleitt með skilríki á sér. Þú ert yfirleitt með ökuskírteini eða debetkort á þér og í þeim örfáu tilvikum sem fólk gleymir skilríkjum þá er það ekkert vandamál ÁTVR því þá er viðkomandi bara látinn sækja þau,“ segir Rafn í samtali við Vísi. Rafn gagnrýnir auk þess það eftirlit sem haft sé með ÁTVR. „Það er enginn opinber aðili sem sér um eftirlit; hvort að ÁTVR sé að fara eftir þessum lögum. Þeir sjá um það sjálfir og ráða til sín fyrirtæki sem gerir það fyrir þá og þegar ég var að vinna þarna þá voru „tips“ um það hvernig maður ætti að vita hvort að einhver væri eftirlitsaðili,“ segir Rafn.Fleiri gagnrýnisraddir Rafn er ekki sá eini sem hefur gagnrýnt þessa nýju auglýsingu ÁTVR en Magnús Sigurbjörnsson, fyrrverandi framkvæmdarstjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, segir á Twitter síðu sinni að hann vildi óska að skattpeningar almennings færu í eitthvað annað en auglýsingu sem þessa. Á meðal þeirra sem líka við færslu Magnúsar er Una Hildardóttir, gjaldkeri Vinstri grænna og Jón Gnarr fyrrverandi borgarstjóri. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og systir Magnúsar og Hildur Sverrisdótir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins endurtísta svo færslu Magnúsar.Nýjasta útspil ÁTVR er https://t.co/8brsKJyueI. Mikið vildi ég óska að skattpeningarnir okkar færu í eitthvað annað. Grr.— Magnús Sigurbjörns (@sigurbjornsson) July 12, 2017 Vilja auðvelda samtal við ungmenni Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir í skriflegu svari við fyrirspurn blaðamanns að auglýsingar fyrirtækisins séu hvatning og áminning til starfsfólks um mikilvægi þess að biðja um skilríki ásamt því að hvetja ungt fólk að sýna skilríki að fyrra bragði. Þarna sé einnig verið að reyna að auðvelda samtal við unga viðskiptavini um samfélagsábyrgð Vínbúðanna sem fellst í því að afgreiða eingöngu þá sem eru 20 ára og eldri. Sigrún segir í skriflegu svari að ÁTVR leggi áherslu á að ungmenni geti ekki keypt áfengi. Það sé meðal annars gert með eftirliti. Auglýsingar sem þessi séu einnig þáttur í að vekja ungmenni til umhugsunar um samfélagslega ábyrgð ÁTVR.Vísir/ErnirHulduheimsóknir á vegum utanaðkomandi aðila Sigrún staðfestir jafnframt að hulduheimsóknir séu gerðar reglulega til að kanna hvort að spurt er um skilríki. Í skriflegu svari Sigrúnar segir: „Ein af meginskyldum ÁTVR á sviði samfélagsábyrgðar er að tryggja að viðskiptavinir hafi náð 20 ára aldri og er því mikil áhersla lögð á að starfsfólk kanni aldur með því að biðja um skilríki. Til að efla þjálfun eru framkvæmdar hulduheimsóknir af utanaðkomandi aðila. Hulduheimsóknir fara þannig fram að viðskiptavinir á aldrinum 20 – 24 ára versla í Vínbúð og gera skýrslu um það hvort þeir hafi verið spurðir um skilríki. Hulduheimsóknir eru á ábyrgð ÁTVR en framkvæmdar af utanaðkomandi aðila eins og áður sagði. Mér vitanlega er enginn annar opinber aðili sem gerir sambærilega könnun. Þeir viðskiptavinir sem versla vegna hulduheimsókna eru ekki sérstakir eftirlitsmenn heldur ungt fólk og versla þau í flestum tilfellum í stuttan tíma á vegum framkvæmdaaðila,“ Aðspurð hver stæði að baki gerð auglýsingarinnar og hver kostnaðurinn hafi verið, svarar Sigrún að áætlað sé að auglýsingin hafi kostað um 13 milljónir og ENNEMM hafi unnið að gerð hennar.Færslu Rafns má sjá hér að neðan. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Ný auglýsing ÁTVR hefur vakið mikla athygli. Auglýsingin er í formi einskonar raunveruleikaþáttar þar sem þátttakendur koma fyrir sérhæfða dómnefnd, skipuðum tannlækni, lögreglumanni, dyraverði, sálfræðingi og förðunarfræðingi, sem eiga að aldursgreina viðkomandi. Þátturinn ber heitið Röðin. Í auglýsingunni er verið að vísa kröfur fyrirtækisins að til þess að geta verslað í ÁTVR þá þurfi viðkomandi alltaf að hafa á sér skilríki þar sem ekki sé hægt að aldursgreina fólk út frá útlitinu einu saman. Einn þeirra sem gagnrýnt hefur þessa auglýsingu er Rafn Steingrímsson, fyrrverandi starfsmaður ÁTVR og einn stofnanda vefsíðunnar vínbúðin.net. Í færslu sinni á Facebook má sjá hvar hann segir eina tilgang auglýsingarinnar vera að styrkja þá ímynd að fyrirtækið sé ábyrgt og að undirtextinn sé sá að einkarekin fyrirtæki hugsi ekki um að spyrja ungmenni um skilríki.Rafn er ekki sáttur við nýjustu herferð ÁTVR og lætur það sterklega í ljós í viðtali við blaðamann sem og í færslu á Facebook síðu sinni.Áhugamaður um starfsemina Í viðtali við Vísi segir Rafn að starfsemi ÁTVR hafi vakið áhuga hans um langt skeið. Sjálfur vann hann þar í sumarstarfi og í helgarstarfi í um það bil tvö ár frá árinu 2008. „Ég hef haft áhuga á þessari starfsemi lengi og maður sér þetta á hverju einasta ári; þessar herferðir hjá ÁTVR. Þetta er alltaf það sama,“ segir Rafn og nefnir að hægt sé að sjá hvernig ÁTVR fari í skilríkjaherferðir á hverju ári. „Þetta er ekkert eitthvað grín hvað þetta kostar. ÁTVR er einokunarfyrirtæki sem er í eigu ríkisins og er samt sem áður með markaðsdeild,“ segir Rafn og telur að fyrirtækið eyði líklega ekki minna en nokkrum milljónum í herferðir sem þessar.Þurfa ekki að auglýsa Í færslunni segir Rafn að fyrirtæki líkt og ÁTVR þurfi ekki að auglýsa sig líkt og einkaaðilar. Jafnframt segist hann afar ósáttur með að skattpeningar fari í að gera auglýsingu sem þessa, og í nýjar auglýsingar árlega sem séu dýrar og séu eingöngu ætlaðar til að „heilaþvo okkur um nauðsyn og mikilvægi ÁTVR.“ Rafn gagnrýnir jafnframt tilgang auglýsingarinnar.Þar sem ég hef unnið í ÁTVR þá veit ég að það alveg vel að það er enginn tilgangur með þessum herferðum. Þessar herferðir eru ekki gerðar vegna þess að það er eitthvað gríðarlegt vandamál hjá ÁTVR að viðskiptavinir komi aldrei með skilríki. Það er ekki staðan. Staðan er þannig, og það vita það allir Íslendingar, að flestir eru yfirleitt með skilríki á sér. Þú ert yfirleitt með ökuskírteini eða debetkort á þér og í þeim örfáu tilvikum sem fólk gleymir skilríkjum þá er það ekkert vandamál ÁTVR því þá er viðkomandi bara látinn sækja þau,“ segir Rafn í samtali við Vísi. Rafn gagnrýnir auk þess það eftirlit sem haft sé með ÁTVR. „Það er enginn opinber aðili sem sér um eftirlit; hvort að ÁTVR sé að fara eftir þessum lögum. Þeir sjá um það sjálfir og ráða til sín fyrirtæki sem gerir það fyrir þá og þegar ég var að vinna þarna þá voru „tips“ um það hvernig maður ætti að vita hvort að einhver væri eftirlitsaðili,“ segir Rafn.Fleiri gagnrýnisraddir Rafn er ekki sá eini sem hefur gagnrýnt þessa nýju auglýsingu ÁTVR en Magnús Sigurbjörnsson, fyrrverandi framkvæmdarstjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, segir á Twitter síðu sinni að hann vildi óska að skattpeningar almennings færu í eitthvað annað en auglýsingu sem þessa. Á meðal þeirra sem líka við færslu Magnúsar er Una Hildardóttir, gjaldkeri Vinstri grænna og Jón Gnarr fyrrverandi borgarstjóri. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og systir Magnúsar og Hildur Sverrisdótir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins endurtísta svo færslu Magnúsar.Nýjasta útspil ÁTVR er https://t.co/8brsKJyueI. Mikið vildi ég óska að skattpeningarnir okkar færu í eitthvað annað. Grr.— Magnús Sigurbjörns (@sigurbjornsson) July 12, 2017 Vilja auðvelda samtal við ungmenni Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir í skriflegu svari við fyrirspurn blaðamanns að auglýsingar fyrirtækisins séu hvatning og áminning til starfsfólks um mikilvægi þess að biðja um skilríki ásamt því að hvetja ungt fólk að sýna skilríki að fyrra bragði. Þarna sé einnig verið að reyna að auðvelda samtal við unga viðskiptavini um samfélagsábyrgð Vínbúðanna sem fellst í því að afgreiða eingöngu þá sem eru 20 ára og eldri. Sigrún segir í skriflegu svari að ÁTVR leggi áherslu á að ungmenni geti ekki keypt áfengi. Það sé meðal annars gert með eftirliti. Auglýsingar sem þessi séu einnig þáttur í að vekja ungmenni til umhugsunar um samfélagslega ábyrgð ÁTVR.Vísir/ErnirHulduheimsóknir á vegum utanaðkomandi aðila Sigrún staðfestir jafnframt að hulduheimsóknir séu gerðar reglulega til að kanna hvort að spurt er um skilríki. Í skriflegu svari Sigrúnar segir: „Ein af meginskyldum ÁTVR á sviði samfélagsábyrgðar er að tryggja að viðskiptavinir hafi náð 20 ára aldri og er því mikil áhersla lögð á að starfsfólk kanni aldur með því að biðja um skilríki. Til að efla þjálfun eru framkvæmdar hulduheimsóknir af utanaðkomandi aðila. Hulduheimsóknir fara þannig fram að viðskiptavinir á aldrinum 20 – 24 ára versla í Vínbúð og gera skýrslu um það hvort þeir hafi verið spurðir um skilríki. Hulduheimsóknir eru á ábyrgð ÁTVR en framkvæmdar af utanaðkomandi aðila eins og áður sagði. Mér vitanlega er enginn annar opinber aðili sem gerir sambærilega könnun. Þeir viðskiptavinir sem versla vegna hulduheimsókna eru ekki sérstakir eftirlitsmenn heldur ungt fólk og versla þau í flestum tilfellum í stuttan tíma á vegum framkvæmdaaðila,“ Aðspurð hver stæði að baki gerð auglýsingarinnar og hver kostnaðurinn hafi verið, svarar Sigrún að áætlað sé að auglýsingin hafi kostað um 13 milljónir og ENNEMM hafi unnið að gerð hennar.Færslu Rafns má sjá hér að neðan.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira