Trump segir soninn opinn og saklausan 13. júlí 2017 06:00 Donald Trump yngri hefur orðið fyrir barðinu á miklum nornaveiðum að sögn föður hans. vísir/afp Rannsókn á og umfjöllun um tengsl rússneska ríkisins við forsetaframboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta eru mestu nornaveiðar í stjórnmálasögu Bandaríkjanna. Þessu tísti forsetinn í gær. Donald Trump yngri er mikið til umfjöllunar í Bandaríkjunum, sem og víðar, vegna fundar sem hann sótti í júní á síðasta ári með lögfræðingi er hefur tengsl við rússnesku ríkisstjórnina. Var boðað til fundarins á þeim forsendum að lögfræðingurinn byggi yfir skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trumps eldri. The New York Times upplýsti Trump yngri um að blaðið ætlaði að birta tölvupóstsamskipti hans við Rob Goldstone, upplýsingafulltrúann sem kom fundinum á. Birti Trump yngri tölvupóstana sjálfur á Twitter. Í þeim sagði forsetasonurinn að hann yrði hæstánægður með að fá téðar upplýsingar. Jafnframt upplýsti Goldstone Trump yngri um að upplýsingarnar væru „liður í stuðningi Rússlands og ríkisstjórnar þess við framboð Donalds Trump“. Fyrrnefnt tíst Bandaríkjaforseta var sent út í kjölfar viðtals sonarins á sjónvarpsstöðinni Fox News. „Sonur minn, Donald, stóð sig vel í gærkvöldi. Hann var opinskár, gagnsær og saklaus. Þetta eru mestu nornaveiðar í stjórnmálasögunni. Sorglegt!“ tísti forseti Bandaríkjanna. „Af hverju eru Demókratar ekki meðhöndlaðir á sama hátt? Sjáið hvað Hillary Clinton virðist hafa komist upp með. Skammarlegt!“ tísti Trump síðar um daginn.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.vísir/afpSagði sonurinn í viðtalinu, sem Sean Hannity tók, að hann hefði aldrei sagt föður sínum frá fundinum. „Þetta var svo mikið ekkert. Það var ekkert að segja. Ég meina, ég hefði ekki munað eftir þessu áður en fjölmiðlar fóru að garfa í málinu. Þetta var bara tuttugu mínútna tímasóun, sem er synd.“ Trump yngri sagði jafnframt að hann myndi standa á annan hátt að hlutunum, fengi hann einhverju um það ráðið. „Einhver sendi mér tölvupóst. Ég ræð ekki hvað einhver sendir mér. Ég les það og sendi viðeigandi svar,“ sagði Trump yngri. Dmítrí Peskov, talsmaður Rússlandsstjórnar, hefur sjálfur neitað tengslum ríkisstjórnarinnar við lögfræðinginn sem sótti fundinn og það hefur lögfræðingurinn sjálfur einnig gert. Demókratar taka þessum nýju upplýsingum ekki af léttúð. Þannig hafa allnokkrir þeirra bendlað forsetasoninn við landráð. Meðal annars öldungadeildarþingmaðurinn Tim Kaine, sem var varaforsetaefni Clinton. „Það er ekkert sannað enn. En þetta er orðið meira en bara spurningin um að hindra framgang réttvísinnar. Þetta fer að nálgast meinsæri og jafnvel landráð,“ sagði Kaine. Fulltrúadeildarþingmaðurinn Seth Moulton tók í sama streng. „Ef þetta eru ekki landráð veit ég ekki hvað.“ Enn sem komið er hafa Repúblikanar lítið viljað tjá sig um málið og vísa samkvæmt The Wall Street Journal frekar á þá er fara með rannsókn á áhrifum Rússa á forsetakosningarnar. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segist ekki hafa sagt pabba sínum Donald Trump yngri, sonur Bandaríkjaforseta, segist ekki hafa sagt föður sínum frá fundi sem hann átti með rússneskum lögfræðingi sem taldi sig geta aðstoðað við að sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 12. júlí 2017 06:50 Staða Trump yngri grafalvarleg eftir uppljóstranir um tengsl við Rússland Þingmenn í rannsóknarnefndum Bandaríkjaþings á tengslum framboðs Donald Trump við rússnesk stjórnvöld, segja málið orðið mun alvarlegra en áður, eftir að upplýst var um tölvusamskipti sonar forsetans sem staðfesta tengsl hans við Rússa. 12. júlí 2017 20:00 Reiði og máttleysi í Hvíta húsinu Donald Trump forseti Bandaríkjanna er reiður yfir neikvæðri umfjöllun og starfsmenn hans vita ekki hvernig hægt sé að 12. júlí 2017 10:45 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Fleiri fréttir Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Sjá meira
Rannsókn á og umfjöllun um tengsl rússneska ríkisins við forsetaframboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta eru mestu nornaveiðar í stjórnmálasögu Bandaríkjanna. Þessu tísti forsetinn í gær. Donald Trump yngri er mikið til umfjöllunar í Bandaríkjunum, sem og víðar, vegna fundar sem hann sótti í júní á síðasta ári með lögfræðingi er hefur tengsl við rússnesku ríkisstjórnina. Var boðað til fundarins á þeim forsendum að lögfræðingurinn byggi yfir skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trumps eldri. The New York Times upplýsti Trump yngri um að blaðið ætlaði að birta tölvupóstsamskipti hans við Rob Goldstone, upplýsingafulltrúann sem kom fundinum á. Birti Trump yngri tölvupóstana sjálfur á Twitter. Í þeim sagði forsetasonurinn að hann yrði hæstánægður með að fá téðar upplýsingar. Jafnframt upplýsti Goldstone Trump yngri um að upplýsingarnar væru „liður í stuðningi Rússlands og ríkisstjórnar þess við framboð Donalds Trump“. Fyrrnefnt tíst Bandaríkjaforseta var sent út í kjölfar viðtals sonarins á sjónvarpsstöðinni Fox News. „Sonur minn, Donald, stóð sig vel í gærkvöldi. Hann var opinskár, gagnsær og saklaus. Þetta eru mestu nornaveiðar í stjórnmálasögunni. Sorglegt!“ tísti forseti Bandaríkjanna. „Af hverju eru Demókratar ekki meðhöndlaðir á sama hátt? Sjáið hvað Hillary Clinton virðist hafa komist upp með. Skammarlegt!“ tísti Trump síðar um daginn.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.vísir/afpSagði sonurinn í viðtalinu, sem Sean Hannity tók, að hann hefði aldrei sagt föður sínum frá fundinum. „Þetta var svo mikið ekkert. Það var ekkert að segja. Ég meina, ég hefði ekki munað eftir þessu áður en fjölmiðlar fóru að garfa í málinu. Þetta var bara tuttugu mínútna tímasóun, sem er synd.“ Trump yngri sagði jafnframt að hann myndi standa á annan hátt að hlutunum, fengi hann einhverju um það ráðið. „Einhver sendi mér tölvupóst. Ég ræð ekki hvað einhver sendir mér. Ég les það og sendi viðeigandi svar,“ sagði Trump yngri. Dmítrí Peskov, talsmaður Rússlandsstjórnar, hefur sjálfur neitað tengslum ríkisstjórnarinnar við lögfræðinginn sem sótti fundinn og það hefur lögfræðingurinn sjálfur einnig gert. Demókratar taka þessum nýju upplýsingum ekki af léttúð. Þannig hafa allnokkrir þeirra bendlað forsetasoninn við landráð. Meðal annars öldungadeildarþingmaðurinn Tim Kaine, sem var varaforsetaefni Clinton. „Það er ekkert sannað enn. En þetta er orðið meira en bara spurningin um að hindra framgang réttvísinnar. Þetta fer að nálgast meinsæri og jafnvel landráð,“ sagði Kaine. Fulltrúadeildarþingmaðurinn Seth Moulton tók í sama streng. „Ef þetta eru ekki landráð veit ég ekki hvað.“ Enn sem komið er hafa Repúblikanar lítið viljað tjá sig um málið og vísa samkvæmt The Wall Street Journal frekar á þá er fara með rannsókn á áhrifum Rússa á forsetakosningarnar.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segist ekki hafa sagt pabba sínum Donald Trump yngri, sonur Bandaríkjaforseta, segist ekki hafa sagt föður sínum frá fundi sem hann átti með rússneskum lögfræðingi sem taldi sig geta aðstoðað við að sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 12. júlí 2017 06:50 Staða Trump yngri grafalvarleg eftir uppljóstranir um tengsl við Rússland Þingmenn í rannsóknarnefndum Bandaríkjaþings á tengslum framboðs Donald Trump við rússnesk stjórnvöld, segja málið orðið mun alvarlegra en áður, eftir að upplýst var um tölvusamskipti sonar forsetans sem staðfesta tengsl hans við Rússa. 12. júlí 2017 20:00 Reiði og máttleysi í Hvíta húsinu Donald Trump forseti Bandaríkjanna er reiður yfir neikvæðri umfjöllun og starfsmenn hans vita ekki hvernig hægt sé að 12. júlí 2017 10:45 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Fleiri fréttir Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Sjá meira
Segist ekki hafa sagt pabba sínum Donald Trump yngri, sonur Bandaríkjaforseta, segist ekki hafa sagt föður sínum frá fundi sem hann átti með rússneskum lögfræðingi sem taldi sig geta aðstoðað við að sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 12. júlí 2017 06:50
Staða Trump yngri grafalvarleg eftir uppljóstranir um tengsl við Rússland Þingmenn í rannsóknarnefndum Bandaríkjaþings á tengslum framboðs Donald Trump við rússnesk stjórnvöld, segja málið orðið mun alvarlegra en áður, eftir að upplýst var um tölvusamskipti sonar forsetans sem staðfesta tengsl hans við Rússa. 12. júlí 2017 20:00
Reiði og máttleysi í Hvíta húsinu Donald Trump forseti Bandaríkjanna er reiður yfir neikvæðri umfjöllun og starfsmenn hans vita ekki hvernig hægt sé að 12. júlí 2017 10:45