Forsendur fyrir gjaldtöku í Hvalfjarðargöng verði ekki lengur fyrir hendi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. júlí 2017 11:03 Gísli Gíslason og Jón Gunnarsson virðast nokkuð sammála um að hefja eigi gjaldtöku til þess að fjármagna þær miklu framkvæmdir sem eru fram undan. vísir/pjetur Jón Gunnarsson samgönguráðherra segir að forsendur fyrir áframhaldandi gjaldtöku í Hvalfjarðargöng ekki verða lengur fyrir hendi þegar Spölur afhendir ríkinu göngin á næsta ári, líkt og áætlanir gera ráð fyrir. Stjórnarformaður Spalar telur hins vegar líklegt að gjaldtöku verði framhaldið, hvort sem í Hvalfjarðargöngum eða annars staðar. „Það stefnir í það að þetta verði um mitt næsta ár sem þessi merkilegi áfangi verður þegar þjóðin fær afhent þessi Hvalfjarðargöng til eignar. [...] Í sjálfu sér finnst mér mikilvægt að slíkt gangi eftir og í sjálfu sér er ekkert annað í hyggju en að leggja það til að gjaldtökunni ljúki. Enda má segja að grundvöllur fyrir gjaldtöku í Hvalfjarðargöng sé þar með ekki lengur yfir hendi,“ segir Jón Gunnarsson, sem ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni á morgun.Nítján ár frá opnun Nítján ár voru í gær frá opnun Hvalfjarðarganga. Samkvæmt áætlunum var gert ráð fyrir að allar skuldir Spalar vegna ganganna yrðu greiddar árið 2018 og að í framhaldinu yrðu þau afhent ríkinu.Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar og hafnarstjóri Faxaflóahafna.Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar, segir ljóst að ráðast þurfi í framkvæmdir í göngunum í ljósi stöðugrar umferðaraukningar. Þá muni umferð sömuleiðis aukast um að minnsta kosti 10 til 20 prósent verði gjaldið niðurfellt. „Umferðaraukningin kallar á nýtt mannvirki og þar er boltinn hjá ríkinu, hvað menn vilja gera. En nú er verið að ræða þetta í nefnd á vegum samgönguráðherra,“ segir Gísli, en hann situr í nefndinni sem um ræðir.Stór verkefni fram undan Jón Gunnarsson virðist sammála Gísla, en hann bendir á að umfangsmiklar framkvæmdir séu fram undan. Verkefnin séu það stór að leita þurfi leiða til þess að fjármagna þau með einum eða öðrum hætti, hvort sem um verði að ræða gjaldtöku eða annað. „Þetta er mjög einfalt í mínum huga. Forsendurnar fyrir gjaldtöku í Hvalfjarðargöng eru ekki fyrir hendi eftir að Spölur hefur greitt upp sínar skuldir vegna gerðar þeirra. Og síðan er það bara önnur ákvörðun hvort menn fara í gjaldtöku í önnur verkefni og tvöföldun ganganna gæti orðið hluti af því síðar,“ segir Jón. Hlusta má á viðtalið hér fyrir neðan. Hvalfjarðargöng Samgöngur Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Jón Gunnarsson samgönguráðherra segir að forsendur fyrir áframhaldandi gjaldtöku í Hvalfjarðargöng ekki verða lengur fyrir hendi þegar Spölur afhendir ríkinu göngin á næsta ári, líkt og áætlanir gera ráð fyrir. Stjórnarformaður Spalar telur hins vegar líklegt að gjaldtöku verði framhaldið, hvort sem í Hvalfjarðargöngum eða annars staðar. „Það stefnir í það að þetta verði um mitt næsta ár sem þessi merkilegi áfangi verður þegar þjóðin fær afhent þessi Hvalfjarðargöng til eignar. [...] Í sjálfu sér finnst mér mikilvægt að slíkt gangi eftir og í sjálfu sér er ekkert annað í hyggju en að leggja það til að gjaldtökunni ljúki. Enda má segja að grundvöllur fyrir gjaldtöku í Hvalfjarðargöng sé þar með ekki lengur yfir hendi,“ segir Jón Gunnarsson, sem ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni á morgun.Nítján ár frá opnun Nítján ár voru í gær frá opnun Hvalfjarðarganga. Samkvæmt áætlunum var gert ráð fyrir að allar skuldir Spalar vegna ganganna yrðu greiddar árið 2018 og að í framhaldinu yrðu þau afhent ríkinu.Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar og hafnarstjóri Faxaflóahafna.Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar, segir ljóst að ráðast þurfi í framkvæmdir í göngunum í ljósi stöðugrar umferðaraukningar. Þá muni umferð sömuleiðis aukast um að minnsta kosti 10 til 20 prósent verði gjaldið niðurfellt. „Umferðaraukningin kallar á nýtt mannvirki og þar er boltinn hjá ríkinu, hvað menn vilja gera. En nú er verið að ræða þetta í nefnd á vegum samgönguráðherra,“ segir Gísli, en hann situr í nefndinni sem um ræðir.Stór verkefni fram undan Jón Gunnarsson virðist sammála Gísla, en hann bendir á að umfangsmiklar framkvæmdir séu fram undan. Verkefnin séu það stór að leita þurfi leiða til þess að fjármagna þau með einum eða öðrum hætti, hvort sem um verði að ræða gjaldtöku eða annað. „Þetta er mjög einfalt í mínum huga. Forsendurnar fyrir gjaldtöku í Hvalfjarðargöng eru ekki fyrir hendi eftir að Spölur hefur greitt upp sínar skuldir vegna gerðar þeirra. Og síðan er það bara önnur ákvörðun hvort menn fara í gjaldtöku í önnur verkefni og tvöföldun ganganna gæti orðið hluti af því síðar,“ segir Jón. Hlusta má á viðtalið hér fyrir neðan.
Hvalfjarðargöng Samgöngur Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira