Langá að detta í 500 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 11. júlí 2017 14:53 Veitt í Strengjunum í Langá Mynd: SVFR Veiðin í Langá á Mýrum er búin að vera góð frá opnun og síðustu tvo holl sem voru þar við veiðar gerðu það gott enda nóg af laxi í ánni. Fyrsta hollið til að fara yfir 100 laxa fékk einum betur og endaði í 101 laxi. Hollið þar á eftir var með 92 laxa og hollið sem er að klára veiðar á hádegi á morgun gæti teygt sig í 100 laxa ef morgunvaktin á morgun verður jafn góð og undanfarna morgna. Það var þó heldur róleg taka í morgun í blíðviðrinu sem er þessa stundina á Mýrunum en engu að síður komu 17 laxar á land. Önnur stöngin sem átti Strengina og Breiðuna í morgun setti í og spilaði 10 laxa en landaði ekki nema einum sem segir okkur það sem við höfum heyrt víða að takan sé grönn í þessum skilyrðum. Laxinn er hægt og rólega að koma sér fyrir ofar í ánni en Fjallið eins og svæðið er nefnt fyrir ofan Sveðjufoss er þó ekki komið inní skiptingar ennþá nema Bjargstrengur en annað er frísvæði. Það hafa þó veiðst laxar á Fjallinu og í gegnum teljarann við Sveðjufoss eru gengnir hátt í 200 laxar sem er nokkuð gott fyrir árstíma. Langmest veiðist á smáflugur í stæðrum 16-18# og hitch. Það á að þykkna upp á morgun m eð vætu í nokkra daga en það er mikið beðið eftir því að dragi fyrir sólu og þá má reikna með að takan fari heldur betur í gang. Mest lesið Veiðivötn komin í 18.415 fiska Veiði Víðidalsá - Uppgjör 2011 Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn Veiði Tungufljót að taka við sér Veiði Aðalfundur SVFR og kosning til stjórnar Veiði Eystri Rangá komin yfir 3.000 laxa Veiði Með 47 rjúpur um opnunarhelgina Veiði Hraunsfjörður fer að vakna Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði
Veiðin í Langá á Mýrum er búin að vera góð frá opnun og síðustu tvo holl sem voru þar við veiðar gerðu það gott enda nóg af laxi í ánni. Fyrsta hollið til að fara yfir 100 laxa fékk einum betur og endaði í 101 laxi. Hollið þar á eftir var með 92 laxa og hollið sem er að klára veiðar á hádegi á morgun gæti teygt sig í 100 laxa ef morgunvaktin á morgun verður jafn góð og undanfarna morgna. Það var þó heldur róleg taka í morgun í blíðviðrinu sem er þessa stundina á Mýrunum en engu að síður komu 17 laxar á land. Önnur stöngin sem átti Strengina og Breiðuna í morgun setti í og spilaði 10 laxa en landaði ekki nema einum sem segir okkur það sem við höfum heyrt víða að takan sé grönn í þessum skilyrðum. Laxinn er hægt og rólega að koma sér fyrir ofar í ánni en Fjallið eins og svæðið er nefnt fyrir ofan Sveðjufoss er þó ekki komið inní skiptingar ennþá nema Bjargstrengur en annað er frísvæði. Það hafa þó veiðst laxar á Fjallinu og í gegnum teljarann við Sveðjufoss eru gengnir hátt í 200 laxar sem er nokkuð gott fyrir árstíma. Langmest veiðist á smáflugur í stæðrum 16-18# og hitch. Það á að þykkna upp á morgun m eð vætu í nokkra daga en það er mikið beðið eftir því að dragi fyrir sólu og þá má reikna með að takan fari heldur betur í gang.
Mest lesið Veiðivötn komin í 18.415 fiska Veiði Víðidalsá - Uppgjör 2011 Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn Veiði Tungufljót að taka við sér Veiði Aðalfundur SVFR og kosning til stjórnar Veiði Eystri Rangá komin yfir 3.000 laxa Veiði Með 47 rjúpur um opnunarhelgina Veiði Hraunsfjörður fer að vakna Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði