Sjötta fjöldaútrýming dýrategunda á jörðinni þegar hafin Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. júlí 2017 10:52 Ljónið er ein þeirra dýrategunda sem hefur fækkað mikið undanfarna áratugi. vísir/getty Sjötta fjöldaútrýming tegunda á jarðsögutímabilinu er þegar hafin, og það fyrir nokkru síðan, að því er fullyrt er í nýrri rannsókn en greint er frá niðurstöðum hennar í vísindaritinu Proceedings of the National Academy of Sciences. Þar segir að staðan sé mun verri en áður var talið en vísindamennirnir skoðuðu bæði algengar dýrategundir og þær sem sjaldgæfari eru og komust að því að fækkunin hafi verið gríðarleg um alla jörð. Að mati vísindamannanna er um að kenna offjölgun mannkyns og ofneyslu manna og vara þeir við að þetta ógni nú mannkyninu sjálfu og getu þess til að lifa af. Þó telja vísindamennirnir einnig að þrátt fyrir að skammur tími sé til stefnu sé enn möguleiki á að snúa þessari þróun við.„Líffræðileg tortíming“ Fjallað er um rannsóknina á vef breska blaðsins Guardian og segir þar að í vísindagreininni þar sem fjallað er um niðurstöður rannsóknarinnar sé tekið mun harðar til orða heldur en yfirleitt tíðkast í vísindaritum þar sem meðal annars er talað um „líffræðilega tortímingu.“ Gerardo Ceballos, prófessor við Universidad Autónoma de México, sem fór fyrir rannsókninni segir að ástandið sé einfaldlega orðið svo slæmt að það væri siðferðislega rangt að af skýrsluhöfundum að taka ekki svo sterkt til orða. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að þriðjungur af þeim þúsund dýrategundum sem fer fækkandi eru ekki talin í útrýmingarhættu en nákvæm tölfræði er til fyrir spendýr á landi og kemur í ljós að helmingi þeirra hefur fækkað um allt að 80 prósent á síðustu 100 árum.Ljónið hugsanlega að deyja út Spendýrum, fuglum og skriðdýrum hefur fækkað um milljarða um allan heim og vilja vísindamennirnir því meina að sjötta fjöldaútrýming tegundanna sé þegar hafin. Á meðal þess sem vísindamennirnir benda á er dæmið um ljónið og híbýli þess. „Ljónið hefur sögulega verið með híbýli sín um nánast alla Afríku, suðurhluta Evrópu, Miðausturlönd og alla leið til norðvesturhluta Indland. Núna er hins vegar ljónið horfið af stórum hluta þessara landsvæða.“ Dýr Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Sjötta fjöldaútrýming tegunda á jarðsögutímabilinu er þegar hafin, og það fyrir nokkru síðan, að því er fullyrt er í nýrri rannsókn en greint er frá niðurstöðum hennar í vísindaritinu Proceedings of the National Academy of Sciences. Þar segir að staðan sé mun verri en áður var talið en vísindamennirnir skoðuðu bæði algengar dýrategundir og þær sem sjaldgæfari eru og komust að því að fækkunin hafi verið gríðarleg um alla jörð. Að mati vísindamannanna er um að kenna offjölgun mannkyns og ofneyslu manna og vara þeir við að þetta ógni nú mannkyninu sjálfu og getu þess til að lifa af. Þó telja vísindamennirnir einnig að þrátt fyrir að skammur tími sé til stefnu sé enn möguleiki á að snúa þessari þróun við.„Líffræðileg tortíming“ Fjallað er um rannsóknina á vef breska blaðsins Guardian og segir þar að í vísindagreininni þar sem fjallað er um niðurstöður rannsóknarinnar sé tekið mun harðar til orða heldur en yfirleitt tíðkast í vísindaritum þar sem meðal annars er talað um „líffræðilega tortímingu.“ Gerardo Ceballos, prófessor við Universidad Autónoma de México, sem fór fyrir rannsókninni segir að ástandið sé einfaldlega orðið svo slæmt að það væri siðferðislega rangt að af skýrsluhöfundum að taka ekki svo sterkt til orða. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að þriðjungur af þeim þúsund dýrategundum sem fer fækkandi eru ekki talin í útrýmingarhættu en nákvæm tölfræði er til fyrir spendýr á landi og kemur í ljós að helmingi þeirra hefur fækkað um allt að 80 prósent á síðustu 100 árum.Ljónið hugsanlega að deyja út Spendýrum, fuglum og skriðdýrum hefur fækkað um milljarða um allan heim og vilja vísindamennirnir því meina að sjötta fjöldaútrýming tegundanna sé þegar hafin. Á meðal þess sem vísindamennirnir benda á er dæmið um ljónið og híbýli þess. „Ljónið hefur sögulega verið með híbýli sín um nánast alla Afríku, suðurhluta Evrópu, Miðausturlönd og alla leið til norðvesturhluta Indland. Núna er hins vegar ljónið horfið af stórum hluta þessara landsvæða.“
Dýr Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira