Axlar- og rifbeinsbrotnaði í Vesturbæjarlaug Jakob Bjarnar skrifar 11. júlí 2017 10:50 Friðbjörg segir ekki boðlegt að bjóða uppá stórhættulegar sleipar tröppur í sundlaug og tefla þannig heilsu og lífi fólki í tvísýnu. Friðbjörg Ingimarsdóttir menningarfræðingur datt illa fyrir tæpri viku, eða 5. þessa mánaðar, í Vesturbæjarlauginni í bröttum og hálum tröppum sem liggja úr búningsklefa kvenna og út í laugina. Afleiðingar fallsins voru þær að hún axlar- og rifbeinsbrotnaði. „Ég þakka fyrir að mjaðmagrindin brotnaði ekki líka,“ segir Friðbjörg í samtali við Vísi.Stórhættulegar aðstæður Friðbjörg var á leið í göngu um Hellismannaleið að Fjallabaki með bakpoka og var sundlaugarferðin liður í undirbúningi fyrir þá ferð. Sem aldrei verður farin. Friðbjörg, sem tekur það fram að henni þyki afar vænt um sundlaugarnar og starfsfólkið þar sem er miður sín vegna atviksins, segir að í hinum bröttu tröppum hafi verið búið að fjarlæga allar hálkuvarnir. Og þannig hafi þetta verið í um mánuð.Hinar háskalegu tröppur í Vesturbæjarlauginni.Friðbjörg er sem von er afar ósátt við þetta. „Það er ekki boðlegt að bjóða uppá stórhættulegar sleipar tröppur í sundlaug og tefla þannig heilsu og lífi fólki í tvísýnu.“Engar hálkuvarnir Friðbjörg segir að það hefði átt að loka þessari leið þar til búið væri að koma þessu í viðunandi horf. Tröppurnar, sem eru flísalagðar, eru gamlar og slitnar. Þarna er mikill umgangur og þær því ávallt blautar og flughálar. Ekki sé hægt að koma því við að skafa. Til er efni sem bera má á flísar til að gera þær stamar en ekki hafi verið gripið til þess. Ekkert viðnám er fyrir blauta fætur og þannig hefur þetta verið í um mánuð. Reyndar sé, eftir slysið, búið að setja upp eitthvað til bráðabirgða. Friðbjörg hefur skrifað heilbrigðiseftirlitinu sem og byggingarfulltrúa og bent á að þetta sé ekki viðunandi.Ætlar að kæra Þá hefur hún haft samband við lögreglu og pantað tíma því hún hyggst kæra þetta. „Því mér finnst þetta vítavert. Hvaða ábyrgð ber forstöðumaðurinn? Ég hef heyrt að talsvert fleiri hafi dottið þarna þó kannski hafi enginn lent eins illa í því og ég,“ segir Friðbjörg. Hún er reyndar ekki bjartsýn á að það komi neitt út úr kærunni. Hún veit til svipaðs atviks og kæru í kjölfarið sem var í Garðabæ, en það kom ekkert út úr því; engar skaðabætur - hvorki eitt né neitt. En, Friðbjörg vill láta á þetta reyna og spyr hver sé réttur borgaranna þegar svona kemur upp á. „Hvernig samfélag er þetta? Þarf maður að lenda á örorku? Ég er hér heima í fatla út júlí og ágúst.“ Hafliði Halldórsson er forstöðumaður Vesturbæjarlaugar. Blaðamaður Vísis reyndi að ná tali af honum en hann er í sumarfríi um þessar mundir. Samkvæmt upplýsingum í afgreiðslu er enginn sem er í forsvari fyrir laugina meðan Hafliði er frá. Reykjavík Sundlaugar Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Loksins ekkert Vatnsendamál fyrir dómstólum Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Friðbjörg Ingimarsdóttir menningarfræðingur datt illa fyrir tæpri viku, eða 5. þessa mánaðar, í Vesturbæjarlauginni í bröttum og hálum tröppum sem liggja úr búningsklefa kvenna og út í laugina. Afleiðingar fallsins voru þær að hún axlar- og rifbeinsbrotnaði. „Ég þakka fyrir að mjaðmagrindin brotnaði ekki líka,“ segir Friðbjörg í samtali við Vísi.Stórhættulegar aðstæður Friðbjörg var á leið í göngu um Hellismannaleið að Fjallabaki með bakpoka og var sundlaugarferðin liður í undirbúningi fyrir þá ferð. Sem aldrei verður farin. Friðbjörg, sem tekur það fram að henni þyki afar vænt um sundlaugarnar og starfsfólkið þar sem er miður sín vegna atviksins, segir að í hinum bröttu tröppum hafi verið búið að fjarlæga allar hálkuvarnir. Og þannig hafi þetta verið í um mánuð.Hinar háskalegu tröppur í Vesturbæjarlauginni.Friðbjörg er sem von er afar ósátt við þetta. „Það er ekki boðlegt að bjóða uppá stórhættulegar sleipar tröppur í sundlaug og tefla þannig heilsu og lífi fólki í tvísýnu.“Engar hálkuvarnir Friðbjörg segir að það hefði átt að loka þessari leið þar til búið væri að koma þessu í viðunandi horf. Tröppurnar, sem eru flísalagðar, eru gamlar og slitnar. Þarna er mikill umgangur og þær því ávallt blautar og flughálar. Ekki sé hægt að koma því við að skafa. Til er efni sem bera má á flísar til að gera þær stamar en ekki hafi verið gripið til þess. Ekkert viðnám er fyrir blauta fætur og þannig hefur þetta verið í um mánuð. Reyndar sé, eftir slysið, búið að setja upp eitthvað til bráðabirgða. Friðbjörg hefur skrifað heilbrigðiseftirlitinu sem og byggingarfulltrúa og bent á að þetta sé ekki viðunandi.Ætlar að kæra Þá hefur hún haft samband við lögreglu og pantað tíma því hún hyggst kæra þetta. „Því mér finnst þetta vítavert. Hvaða ábyrgð ber forstöðumaðurinn? Ég hef heyrt að talsvert fleiri hafi dottið þarna þó kannski hafi enginn lent eins illa í því og ég,“ segir Friðbjörg. Hún er reyndar ekki bjartsýn á að það komi neitt út úr kærunni. Hún veit til svipaðs atviks og kæru í kjölfarið sem var í Garðabæ, en það kom ekkert út úr því; engar skaðabætur - hvorki eitt né neitt. En, Friðbjörg vill láta á þetta reyna og spyr hver sé réttur borgaranna þegar svona kemur upp á. „Hvernig samfélag er þetta? Þarf maður að lenda á örorku? Ég er hér heima í fatla út júlí og ágúst.“ Hafliði Halldórsson er forstöðumaður Vesturbæjarlaugar. Blaðamaður Vísis reyndi að ná tali af honum en hann er í sumarfríi um þessar mundir. Samkvæmt upplýsingum í afgreiðslu er enginn sem er í forsvari fyrir laugina meðan Hafliði er frá.
Reykjavík Sundlaugar Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Loksins ekkert Vatnsendamál fyrir dómstólum Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira