Trump dregur í land með netöryggissveit með Rússum Samúel Karl Ólason skrifar 10. júlí 2017 10:45 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist hafa dregið í land varðandi sameiginlega netöryggisstofnun Bandaríkjanna og Rússlands. Hugmyndin kom upp á fundi Trump og Vladimir Putin, forseta Rússlands, á föstudaginn og hefur orðið fyrir gífurlegri gagnrýni í Bandaríkjunum. Meðal manna sem hafa gagrýnt frumvarpið er hægri þingmaðurinn Lindsey Graham sem sagði hana ekki vera þá heimskulegustu sem hann hefði heyrt en hún væri „mjög nálægt“ því. Adam Schiff, demókrati, sagði þá hugmynd að Rússar yrðu marktækur samstarfsaðili þegar kemur að netöryggi vera „hættulega barnalega“. Þingmaðurinn Marco Rubio sagði það að stofna netöryggissveit með Rússum ekki ósvipað því að stofan Efnavopnavarnarsveit með Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, sem hefur margsinnis verið sakaður um beitingu efnavopna.Ash Carter, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sló á svipaða strengi sagði hugmyndina „eins og maðurinn sem rændi húsið þitt stingi upp á starfshópi varðandi innbrot“. Sjálfur tísti Trump um hugmyndina í nótt, þar sem hann virtist draga í land og segir óvíst að af henni verði, þó að hann og Putin hafi rætt hana. Þar blandar hann netöryggissveitinni við vopnahlé sem samið var um í suðurhluta Sýrlands. „Það að ég og Putin hafi rætt um að stofna netöryggissveit þýðir ekki að ég haldi að hún verði stofnuð. Hún verður það ekki, en vopnahlé getur gerst og gerðist.“ Fyrr í gær hafði forsetinn tíst um hugmyndina og sagði að slík netöryggissveit gæti tæklað afskipti af kosningum.Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, varði hugmyndina samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar og sagði mögulega stofnun sameiginlegrar netöryggissveitar ekki vera til marks um að Bandaríkin treysti Rússlandi. Eftir fund forsetanna sagði Trump að nú væri tímabært að halda fram á við og starfa með Rússlandi. Hann hefur þó forðast að svara með afgerandi hætti hvort að hann hafi samþykkt neitun Putin varðandi afskipti af forsetakosningunum. Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði eftir fundinn að Trump hefði samþykkt það að Rússar hefðu ekki reynt að hafa áhrif á kosningarnar. Putin sagði hið sama. „Hann spurði spurninga, ég svaraði. Mér sýndist hann vera ánægður með svör mín,“ sagði Putin. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, svaraði ekki beint út heldur sagði að varðandi hin meintu afskipti hefði samtal forsetanna verið eins og búast mátti við. Reince Priebus, starfsmannastjóri Hvíta hússins, sagði hins vegar að Trump hefði ekki trúað Putin og að hann hefði verið stórum hluta fundar þeirra í að krefjast svara.Lindsay Graham um netöryggissveitina. John McCain ræðir málið. Donald Trump Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist hafa dregið í land varðandi sameiginlega netöryggisstofnun Bandaríkjanna og Rússlands. Hugmyndin kom upp á fundi Trump og Vladimir Putin, forseta Rússlands, á föstudaginn og hefur orðið fyrir gífurlegri gagnrýni í Bandaríkjunum. Meðal manna sem hafa gagrýnt frumvarpið er hægri þingmaðurinn Lindsey Graham sem sagði hana ekki vera þá heimskulegustu sem hann hefði heyrt en hún væri „mjög nálægt“ því. Adam Schiff, demókrati, sagði þá hugmynd að Rússar yrðu marktækur samstarfsaðili þegar kemur að netöryggi vera „hættulega barnalega“. Þingmaðurinn Marco Rubio sagði það að stofna netöryggissveit með Rússum ekki ósvipað því að stofan Efnavopnavarnarsveit með Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, sem hefur margsinnis verið sakaður um beitingu efnavopna.Ash Carter, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sló á svipaða strengi sagði hugmyndina „eins og maðurinn sem rændi húsið þitt stingi upp á starfshópi varðandi innbrot“. Sjálfur tísti Trump um hugmyndina í nótt, þar sem hann virtist draga í land og segir óvíst að af henni verði, þó að hann og Putin hafi rætt hana. Þar blandar hann netöryggissveitinni við vopnahlé sem samið var um í suðurhluta Sýrlands. „Það að ég og Putin hafi rætt um að stofna netöryggissveit þýðir ekki að ég haldi að hún verði stofnuð. Hún verður það ekki, en vopnahlé getur gerst og gerðist.“ Fyrr í gær hafði forsetinn tíst um hugmyndina og sagði að slík netöryggissveit gæti tæklað afskipti af kosningum.Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, varði hugmyndina samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar og sagði mögulega stofnun sameiginlegrar netöryggissveitar ekki vera til marks um að Bandaríkin treysti Rússlandi. Eftir fund forsetanna sagði Trump að nú væri tímabært að halda fram á við og starfa með Rússlandi. Hann hefur þó forðast að svara með afgerandi hætti hvort að hann hafi samþykkt neitun Putin varðandi afskipti af forsetakosningunum. Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði eftir fundinn að Trump hefði samþykkt það að Rússar hefðu ekki reynt að hafa áhrif á kosningarnar. Putin sagði hið sama. „Hann spurði spurninga, ég svaraði. Mér sýndist hann vera ánægður með svör mín,“ sagði Putin. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, svaraði ekki beint út heldur sagði að varðandi hin meintu afskipti hefði samtal forsetanna verið eins og búast mátti við. Reince Priebus, starfsmannastjóri Hvíta hússins, sagði hins vegar að Trump hefði ekki trúað Putin og að hann hefði verið stórum hluta fundar þeirra í að krefjast svara.Lindsay Graham um netöryggissveitina. John McCain ræðir málið.
Donald Trump Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Sjá meira