Íslenskt hey og vatn flutt til Hollands Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. júlí 2017 20:39 Hestarnir nítján sem munu keppa á heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Hollandi með knöpum sínum fara út með flugi í fyrramálið. Þrjú tonn af íslensku heyi og eitt tonn af íslensku vatni fer með hrossunum, auk fóðurbætis. Landslið Íslands í hestaíþróttum kom nýlega saman á bænum Grænhóli í Ölfusi þar sem dýralæknaskoðun fór fram en Helgi Sigurðsson er dýralæknir liðsins. Hver hestur fær hestapassa með sér til Hollands sem er vottaður af Mast og Bændasamtökum Íslands. Heimsmeistaramótið verður haldið dagana 7. til 14. ágúst. „Þessi passi fylgir þessum hesti alla ævi. Ef hann týnir honum á hann að fá nýjan. Hérna eru allar bólusetningar færðar inn og ef þessir hestar fara á mót einhvers staðar annars staðar í Evrópu, þá skulu þeir hafa þennan passa með,“ segir Helgi. Erlendur Árnason er járningameistari landliðsins. Hann mun fá skammirnar ef skeifa dettur undan á keppnisvellinum. „Já, það er gott að hafa einhvern til að kenna um fyrir knapana. Þá losna þeir við smá stress,“ segir Erlendur. Mikið af allskonar búnaði fylgir landsliðinu en sérstaka athygli vekur að þrjú tonn af íslensku heyi fer með liðinu en það gefur Vilhjálmur Þórarinsson í Litlu-Tungu. Þá fer liðið með 1 tonn af íslensku vatni fyrir keppnishestana. En hestarnir fá ekki að koma aftur heim til Íslands, er það ekki sorglegt ? „Þessir hestar fara yfirleitt á það góða staði, og oft á staði þar sem menn þekkjast og annað, en auðvitað tekur það aðeins í að þurfa að skilja eftir hesta sem að menn eru búnir að vera með lengi og svo framvegis, segir Páll Bragi Hólmarsson, landsliðseinvaldur íslenska landsliðsins. Sigurður Vignir Matthíasson, knapi lofar góðum árangri í Hollandi. „Það eru allir ferskir og kátir og mikil stemning í hópnum. Við erum bara að fara að gera stóra hluti,“ segir Sigurður. Hestar Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira
Hestarnir nítján sem munu keppa á heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Hollandi með knöpum sínum fara út með flugi í fyrramálið. Þrjú tonn af íslensku heyi og eitt tonn af íslensku vatni fer með hrossunum, auk fóðurbætis. Landslið Íslands í hestaíþróttum kom nýlega saman á bænum Grænhóli í Ölfusi þar sem dýralæknaskoðun fór fram en Helgi Sigurðsson er dýralæknir liðsins. Hver hestur fær hestapassa með sér til Hollands sem er vottaður af Mast og Bændasamtökum Íslands. Heimsmeistaramótið verður haldið dagana 7. til 14. ágúst. „Þessi passi fylgir þessum hesti alla ævi. Ef hann týnir honum á hann að fá nýjan. Hérna eru allar bólusetningar færðar inn og ef þessir hestar fara á mót einhvers staðar annars staðar í Evrópu, þá skulu þeir hafa þennan passa með,“ segir Helgi. Erlendur Árnason er járningameistari landliðsins. Hann mun fá skammirnar ef skeifa dettur undan á keppnisvellinum. „Já, það er gott að hafa einhvern til að kenna um fyrir knapana. Þá losna þeir við smá stress,“ segir Erlendur. Mikið af allskonar búnaði fylgir landsliðinu en sérstaka athygli vekur að þrjú tonn af íslensku heyi fer með liðinu en það gefur Vilhjálmur Þórarinsson í Litlu-Tungu. Þá fer liðið með 1 tonn af íslensku vatni fyrir keppnishestana. En hestarnir fá ekki að koma aftur heim til Íslands, er það ekki sorglegt ? „Þessir hestar fara yfirleitt á það góða staði, og oft á staði þar sem menn þekkjast og annað, en auðvitað tekur það aðeins í að þurfa að skilja eftir hesta sem að menn eru búnir að vera með lengi og svo framvegis, segir Páll Bragi Hólmarsson, landsliðseinvaldur íslenska landsliðsins. Sigurður Vignir Matthíasson, knapi lofar góðum árangri í Hollandi. „Það eru allir ferskir og kátir og mikil stemning í hópnum. Við erum bara að fara að gera stóra hluti,“ segir Sigurður.
Hestar Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira