Innlent

Lést í flúðasiglingu í Hvítá

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Maðurinn sem féll útbyrðis í flúðasiglingu, eða river rafting, í Hvítá við Brúarhlöð í dag er látinn. Þetta staðfestir lögregla í samtali við fréttastofu.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út auk lögreglu og sjúkraliðs eftir að tilkynning barst um slysið um klukkan 13 í dag. Endurlífgunartilraunir hófust á staðnum og flutti þyrla manninn á Landspítalann, þar sem hann var úrskurðaður látinn.

Maðurinn sem lést var erlendur ferðamaður á áttræðisaldri. Í tilkynningu frá lögreglu segir að samferðamenn hans hafi náð honum um borð, en að þá hafi hann verið orðinn meðvitundarlaus.

Rannsókn slyssins er í höndum lögreglunnar á Suðurlandi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×