Bikardagur í Kaplakrika í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2017 06:00 Litlir og stórir FH-ingar. vísir/stefán Mesta fjörið í íþróttalífi hérlendis um helgina verður án vafa í Kaplakrikanum á milli eitt og fjögur í dag þegar FH-ingar hýsa tvær bikarkeppnir í tveimur íþróttagreinum. Í báðum tilfellum eru heimamenn í FH sigurstranglegri en þurfa að berjast við kappsfulla Breiðhyltinga á báðum vígstöðum.Hafa unnið alla titla frá 1994 Í 51. bikarkeppni FRÍ má búast við að baráttan standi sem fyrr á milli risanna FH og ÍR en félögin hafa unnið langflesta bikara frá upphafi sem og alla bikarmeistaratitla frá og með árinu 1994. Í undanúrslitaleik Borgunarbikars karla taka Íslandsmeistarar FH á móti Inkasso-liði Leiknis úr Breiðholti. Sigurvegari leiksins mætir ÍBV í bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvelli 12. ágúst næstkomandi. Leiknismenn höfðu aldrei komist lengra en í sextán liða úrslit fyrir þetta sumar og eru því að spila sinn fyrsta undanúrslitaleik. FH-liðið hefur unnið alls átta Íslandsmeistaratitla frá árinu 2004 en aðeins komist tvisvar í bikarúrslitaleikinn á sama tíma. Nú hafa FH-ingar frábært tækifæri til að bæta úr því enda á heimavelli á móti liði sem er í hópi neðstu liðanna í b-deildinni. Bikarkeppni Frjálsíþróttasambandsins hefst klukkan 13.00 en annað árið í röð fer hún fram á sama degi og klárast á aðeins tveimur klukkutímum. Það verður því allt á fullu á vellinum þessa tvo tíma sem gerir keppnina mjög væna til áhorfs. FH-ingar eiga titil að verja en þeir unnu þrefalt í fyrra og stöðvuðu þá sex ára sigurgöngu ÍR.Tuttugasti titilinn Vinni FH-ingar í dag þá verða þeir bikarmeistarar í tuttugasta sinn en ÍR-ingar hafa unnið flesta bikartitla eða 23. Það ætla þó fleiri félög að blanda sér í baráttunni en Breiðablik, Fjölelding, HSK og Ármann taka líka þátt. FH-ingar urðu bikarmeistarar þegar þeir héldu bikarkeppnina síðast fyrir þrettán árum en misstu þá karlatitilinn til UMSS. FH vann hins vegar þrefalt næstu fjögur ár á eftir.Mikið að gera Það er mikið að gera hjá karlaliði FH í fótbolta. Liðið er nýkomin heim frá Slóveníu þar sem liðið mætti Maribor í forkeppni Meistaradeildarinnar. Leikurinn í kvöld verður níundi leikur Hafnarfjarðarliðsins á síðustu 34 dögum sem þýðir leik á 3,8 daga fresti auk ferðalaga til Færeyja og Slóveníu. Bikarleikur FH og Leiknis átti að fara fram í gærkvöldi en var færður fram um einn dag vegna ferðalags FH-liðsins til Slóveníu í vikunni. Fyrir vikið fær íþróttaáhugafólk óvenjulegan bikartvíhöfða í Kaplakrikanum eftir hádegi í dag. Frjálsar íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Fótbolti Fleiri fréttir Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Sjá meira
Mesta fjörið í íþróttalífi hérlendis um helgina verður án vafa í Kaplakrikanum á milli eitt og fjögur í dag þegar FH-ingar hýsa tvær bikarkeppnir í tveimur íþróttagreinum. Í báðum tilfellum eru heimamenn í FH sigurstranglegri en þurfa að berjast við kappsfulla Breiðhyltinga á báðum vígstöðum.Hafa unnið alla titla frá 1994 Í 51. bikarkeppni FRÍ má búast við að baráttan standi sem fyrr á milli risanna FH og ÍR en félögin hafa unnið langflesta bikara frá upphafi sem og alla bikarmeistaratitla frá og með árinu 1994. Í undanúrslitaleik Borgunarbikars karla taka Íslandsmeistarar FH á móti Inkasso-liði Leiknis úr Breiðholti. Sigurvegari leiksins mætir ÍBV í bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvelli 12. ágúst næstkomandi. Leiknismenn höfðu aldrei komist lengra en í sextán liða úrslit fyrir þetta sumar og eru því að spila sinn fyrsta undanúrslitaleik. FH-liðið hefur unnið alls átta Íslandsmeistaratitla frá árinu 2004 en aðeins komist tvisvar í bikarúrslitaleikinn á sama tíma. Nú hafa FH-ingar frábært tækifæri til að bæta úr því enda á heimavelli á móti liði sem er í hópi neðstu liðanna í b-deildinni. Bikarkeppni Frjálsíþróttasambandsins hefst klukkan 13.00 en annað árið í röð fer hún fram á sama degi og klárast á aðeins tveimur klukkutímum. Það verður því allt á fullu á vellinum þessa tvo tíma sem gerir keppnina mjög væna til áhorfs. FH-ingar eiga titil að verja en þeir unnu þrefalt í fyrra og stöðvuðu þá sex ára sigurgöngu ÍR.Tuttugasti titilinn Vinni FH-ingar í dag þá verða þeir bikarmeistarar í tuttugasta sinn en ÍR-ingar hafa unnið flesta bikartitla eða 23. Það ætla þó fleiri félög að blanda sér í baráttunni en Breiðablik, Fjölelding, HSK og Ármann taka líka þátt. FH-ingar urðu bikarmeistarar þegar þeir héldu bikarkeppnina síðast fyrir þrettán árum en misstu þá karlatitilinn til UMSS. FH vann hins vegar þrefalt næstu fjögur ár á eftir.Mikið að gera Það er mikið að gera hjá karlaliði FH í fótbolta. Liðið er nýkomin heim frá Slóveníu þar sem liðið mætti Maribor í forkeppni Meistaradeildarinnar. Leikurinn í kvöld verður níundi leikur Hafnarfjarðarliðsins á síðustu 34 dögum sem þýðir leik á 3,8 daga fresti auk ferðalaga til Færeyja og Slóveníu. Bikarleikur FH og Leiknis átti að fara fram í gærkvöldi en var færður fram um einn dag vegna ferðalags FH-liðsins til Slóveníu í vikunni. Fyrir vikið fær íþróttaáhugafólk óvenjulegan bikartvíhöfða í Kaplakrikanum eftir hádegi í dag.
Frjálsar íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Fótbolti Fleiri fréttir Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann