Hlakkar til heimkomu eftir afrekið mikla á K2 Aðalheiður Ámundadóttir og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 29. júlí 2017 06:00 John Snorri Sigurjónsson varð fyrstur Íslendinga upp á K2. Mynd/Kári Schram „Vonandi kemst hann til landsins sem fyrst. Ég veit hann langar heim,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Lífs, styrktarfélags kvennadeildar Landspítalans, um John Snorra Sigurjónsson. Hann komst upp á topp eins illkleifasta fjalls veraldar, K2, fyrstur Íslendinga í gær. Safnaði John Snorri styrkjum fyrir félagið á meðan á göngu stóð. Hjördís telur að John Snorri eigi um tveggja vikna ferðalag fram undan. Hann er væntanlegur niður í grunnbúðir K2 í dag, sem er óvænt að sögn Hjördísar. „Þeir ætluðu sér að fara niður í skrefum.“ Fljótlega eftir komuna í grunnbúðirnar mun John Snorri halda niður fjallið með föruneyti sínu. Tekur þá við fimm til sex daga ganga niður í byggð. „Þegar þangað er komið þurfa þeir að koma sér í flug áleiðis til Íslands. Þetta verður um það bil tveggja vikna ferðalag,“ segir Hjördís. Í samtali við fréttastofu í gær sagði John Snorri að ferðalagið niður fjallið væri í raun erfiðasti hluti leiðangursins. „Þegar maður er á leiðinni niður þá snýr maður baki í fjallið og þá er miklu erfiðara að vera var um sig varðandi snjóflóð og grjóthrun.“ Hjördís segir söfnunina hafa tekið kipp síðustu klukkutímana áður en tindi var náð. Þá hafi hún einnig aukist eftir því sem John Snorri færðist nær toppi fjallsins. Styrktarféð verður nýtt í samráði við deildarstjóra kvennadeildarinnar og nefnir Hjördís að til dæmis gæti það verið nýtt í skoðunarbekki og skoðunarljós. Hjördís sagðist þó ekki geta gefið upp hversu mikið hefði safnast. Annar ofurhugi og fjallgöngugarpur, Vilborg Arna Gissurardóttir, sagði vægt til orða tekið þegar Fréttablaðið spurði hana hvort um mikið afrek væri að ræða. „Þetta er gríðarlega mikið afrek,“ sagði Vilborg sem hefur sjálf meðal annars klifið Everestfjall. „Það sem ég vil líka leggja áherslu á, og finnst hafa gleymst í umræðunni, er að hann er ekki bara búinn að klífa eitt 8.000 metra fjall. Hann er búinn að klífa tvö á mjög stuttum tíma,“ segir Vilborg. Birtist í Fréttablaðinu Fjallamennska Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Setur útlendingum sem sækja nám strangari skilyrði Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Sjá meira
„Vonandi kemst hann til landsins sem fyrst. Ég veit hann langar heim,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Lífs, styrktarfélags kvennadeildar Landspítalans, um John Snorra Sigurjónsson. Hann komst upp á topp eins illkleifasta fjalls veraldar, K2, fyrstur Íslendinga í gær. Safnaði John Snorri styrkjum fyrir félagið á meðan á göngu stóð. Hjördís telur að John Snorri eigi um tveggja vikna ferðalag fram undan. Hann er væntanlegur niður í grunnbúðir K2 í dag, sem er óvænt að sögn Hjördísar. „Þeir ætluðu sér að fara niður í skrefum.“ Fljótlega eftir komuna í grunnbúðirnar mun John Snorri halda niður fjallið með föruneyti sínu. Tekur þá við fimm til sex daga ganga niður í byggð. „Þegar þangað er komið þurfa þeir að koma sér í flug áleiðis til Íslands. Þetta verður um það bil tveggja vikna ferðalag,“ segir Hjördís. Í samtali við fréttastofu í gær sagði John Snorri að ferðalagið niður fjallið væri í raun erfiðasti hluti leiðangursins. „Þegar maður er á leiðinni niður þá snýr maður baki í fjallið og þá er miklu erfiðara að vera var um sig varðandi snjóflóð og grjóthrun.“ Hjördís segir söfnunina hafa tekið kipp síðustu klukkutímana áður en tindi var náð. Þá hafi hún einnig aukist eftir því sem John Snorri færðist nær toppi fjallsins. Styrktarféð verður nýtt í samráði við deildarstjóra kvennadeildarinnar og nefnir Hjördís að til dæmis gæti það verið nýtt í skoðunarbekki og skoðunarljós. Hjördís sagðist þó ekki geta gefið upp hversu mikið hefði safnast. Annar ofurhugi og fjallgöngugarpur, Vilborg Arna Gissurardóttir, sagði vægt til orða tekið þegar Fréttablaðið spurði hana hvort um mikið afrek væri að ræða. „Þetta er gríðarlega mikið afrek,“ sagði Vilborg sem hefur sjálf meðal annars klifið Everestfjall. „Það sem ég vil líka leggja áherslu á, og finnst hafa gleymst í umræðunni, er að hann er ekki bara búinn að klífa eitt 8.000 metra fjall. Hann er búinn að klífa tvö á mjög stuttum tíma,“ segir Vilborg.
Birtist í Fréttablaðinu Fjallamennska Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Setur útlendingum sem sækja nám strangari skilyrði Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Sjá meira