Icelandair enn í vanda statt Kristinn Ingi Jónsson skrifar 29. júlí 2017 07:00 Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group vísir/gva Þrátt fyrir ágætan tekjuvöxt og fyrirséðan afkomubata er Icelandair Group ekki enn komið fyrir vind, að mati viðmælenda Fréttablaðsins á fjármálamarkaði. Þeir benda á að samkeppni í flugi á Norður-Atlantshafi sé enn mikil og fari vaxandi og áfram sé útlit fyrir að fargjöld haldist lág. „Við sjáum að víða hafa flugfélög miklar áhyggjur af áframhaldandi þrýstingi á verð,“ segir einn viðmælandi blaðsins. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir ljóst að samkeppnin sé að aukast. „Leikreglurnar hafa breyst og við þurfum að bregðast við því. Við trúum því að félagið sé í þeirri stöðu að geta tekist á við samkeppnina og aukið þjónustuframboð og tekjur til lengri tíma litið,“ nefnir hann. Hlutabréf í Icelandair Group hríðféllu, um 7,7 prósent, í verði í ríflega 880 milljóna króna viðskiptum í gær eftir að félagið birti uppgjör fyrir annan fjórðung ársins. Eftir nánast linnulausa velgengni, þar sem bréf flugfélagsins meira en tífölduðust í verði á árunum 2010 til 2016, hefur farið að síga á ógæfuhliðina hjá félaginu. Alls hafa bréfin lækkað um 33 prósent í verði eftir að félagið birti kolsvarta afkomuviðvörun í byrjun febrúarmánaðar þar sem varað var við því að EBITDA-hagnaður – afkoma fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir – yrði 140 til 150 milljónir dala og myndi dragast saman um þrjátíu prósent á árinu. Stjórnendur félagsins hafa nú hækkað spána í 150 til 160 milljónir dala, en það virðist ekki duga til þess að lægja öldurnar. Arnar Ingi Jónsson, hlutabréfagreinandi hjá hagfræðideild Landsbankans, segir að af lækkuninni á hlutabréfaverði Icelandair Group í gær megi sennilega ráða að markaðurinn hafi vænst betra uppgjörs. „Það var ýmislegt jákvætt í uppgjörinu. Til dæmis er ágætur vöxtur í tekjum af farþegaflutningum. Tekjur á seldan sætiskílómetra lækka vissulega á milli ára en batna á milli ársfjórðunga og hefur dregið nokkuð úr lækkunarþrýstingi á þeim,“ segir hann og bætir við að stjórnendur félagsins hafi auk þess bent á að innleiðing þeirra aðgerða sem þeir gripu til í kjölfar afkomuviðvörunarinnar í febrúar gangi samkvæmt áætlun. Hins vegar hafi launakostnaður reynst mjög hár á tímabilinu og hækkað umtalsvert meira á milli ára en búist hafði verið við. Laun og annar starfsmannakostnaður hækkaði um 39 prósent á milli ára, sem er verulega umfram það sem nemur styrkingu krónunnar á sama tíma, en að sögn stjórnenda Icelandair Group má rekja hækkunina til aukins umfangs og gengisstyrkingar krónunnar. Greinendur hafa auk þess nefnt að aukinn launakostnaður sem hlutfall af veltu sé veigamikil ástæða þess að EBITDA-hagnaður félagsins hafi farið lækkandi. Arnar Ingi bendir einnig á að afkoman af hótelrekstri félagsins hafi verið frekar slöpp. Ragnar Benediktsson, hlutabréfagreinandi hjá IFS, segir uppgjör félagsins hafa verið í samræmi við spá IFS. „Við bjuggumst við því að þeir myndu hækka EBITDA-spána og gerum sjálfir ráð fyrir að EBIDTA félagsins verði 159 milljónir dala á árinu. Það var annars ekkert sem kom í sjálfu sér á óvart í uppgjörinu,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Sjá meira
Þrátt fyrir ágætan tekjuvöxt og fyrirséðan afkomubata er Icelandair Group ekki enn komið fyrir vind, að mati viðmælenda Fréttablaðsins á fjármálamarkaði. Þeir benda á að samkeppni í flugi á Norður-Atlantshafi sé enn mikil og fari vaxandi og áfram sé útlit fyrir að fargjöld haldist lág. „Við sjáum að víða hafa flugfélög miklar áhyggjur af áframhaldandi þrýstingi á verð,“ segir einn viðmælandi blaðsins. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir ljóst að samkeppnin sé að aukast. „Leikreglurnar hafa breyst og við þurfum að bregðast við því. Við trúum því að félagið sé í þeirri stöðu að geta tekist á við samkeppnina og aukið þjónustuframboð og tekjur til lengri tíma litið,“ nefnir hann. Hlutabréf í Icelandair Group hríðféllu, um 7,7 prósent, í verði í ríflega 880 milljóna króna viðskiptum í gær eftir að félagið birti uppgjör fyrir annan fjórðung ársins. Eftir nánast linnulausa velgengni, þar sem bréf flugfélagsins meira en tífölduðust í verði á árunum 2010 til 2016, hefur farið að síga á ógæfuhliðina hjá félaginu. Alls hafa bréfin lækkað um 33 prósent í verði eftir að félagið birti kolsvarta afkomuviðvörun í byrjun febrúarmánaðar þar sem varað var við því að EBITDA-hagnaður – afkoma fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir – yrði 140 til 150 milljónir dala og myndi dragast saman um þrjátíu prósent á árinu. Stjórnendur félagsins hafa nú hækkað spána í 150 til 160 milljónir dala, en það virðist ekki duga til þess að lægja öldurnar. Arnar Ingi Jónsson, hlutabréfagreinandi hjá hagfræðideild Landsbankans, segir að af lækkuninni á hlutabréfaverði Icelandair Group í gær megi sennilega ráða að markaðurinn hafi vænst betra uppgjörs. „Það var ýmislegt jákvætt í uppgjörinu. Til dæmis er ágætur vöxtur í tekjum af farþegaflutningum. Tekjur á seldan sætiskílómetra lækka vissulega á milli ára en batna á milli ársfjórðunga og hefur dregið nokkuð úr lækkunarþrýstingi á þeim,“ segir hann og bætir við að stjórnendur félagsins hafi auk þess bent á að innleiðing þeirra aðgerða sem þeir gripu til í kjölfar afkomuviðvörunarinnar í febrúar gangi samkvæmt áætlun. Hins vegar hafi launakostnaður reynst mjög hár á tímabilinu og hækkað umtalsvert meira á milli ára en búist hafði verið við. Laun og annar starfsmannakostnaður hækkaði um 39 prósent á milli ára, sem er verulega umfram það sem nemur styrkingu krónunnar á sama tíma, en að sögn stjórnenda Icelandair Group má rekja hækkunina til aukins umfangs og gengisstyrkingar krónunnar. Greinendur hafa auk þess nefnt að aukinn launakostnaður sem hlutfall af veltu sé veigamikil ástæða þess að EBITDA-hagnaður félagsins hafi farið lækkandi. Arnar Ingi bendir einnig á að afkoman af hótelrekstri félagsins hafi verið frekar slöpp. Ragnar Benediktsson, hlutabréfagreinandi hjá IFS, segir uppgjör félagsins hafa verið í samræmi við spá IFS. „Við bjuggumst við því að þeir myndu hækka EBITDA-spána og gerum sjálfir ráð fyrir að EBIDTA félagsins verði 159 milljónir dala á árinu. Það var annars ekkert sem kom í sjálfu sér á óvart í uppgjörinu,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Sjá meira