Norðmenn skilja ekkert í því hvað varð um besta leikmann Evrópu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2017 10:30 Ada Hegerberg náði ekki að sýna sitt á EM. Vísir/Getty Norska knattspyrnukonan Ada Hegerberg stóð síðasta haust við hlið Cristiano Ronaldo upp á sviði í Mónakó þar sem þau tóku bæði við verðlaunum sem besta knattspyrnufólk Evrópu. Norðmenn trúa ekki því að það sé sami leikmaður og spilaði þrjá leiki á EM í Hollandi. Hvernig gat besti leikmaður álfunnar verið nánast ósýnilegur í þremur leikjum? Ada Hegerberg hefur spilað frábærlega með Evrópumeisturum Lyon undanfarin þrjú tímabil og meðal annars unnið Meistaradeildina síðustu tvö0 ár. Hún skoraði 20 mörk í 22 deildarleikjum með Lyon á síðasta tímabili og hefur skorað 79 deildarmörk fyrir franska félagið í aðeins 65 leikjum. Liðið hefur unnið tvöfalt í Frakklandi öll þrjú tímabilin. Það hefur því allt gengið upp hjá Ödu Hegerberg í Frakklandi, bæði henni sjálfri sem og hjá liðinu. Aðra sögu er að segja af norska landsliðinu sem var eina liðið á EM sem komst ekki á blað. Norðmenn yfirgefa nefnilega Evrópumótið í Hollandi stigalausir og án þess að skora mark. Ada Hegerberg endaði í 44. sæti yfir þá leikmenn sem áttu flest skot að marki í riðlakeppninni. Það er fáránleg tölfræði hjá besta sóknarmanni álfunnar. Það er ljóst að Cristiano Ronaldo hefði heldur betur fengið að heyra það hefði hann farið í gegnum heilt stórmót án þess að skora og án þess að liðið hans fengi eitt einasta stig. „Ég fékk ekki tækifæri til að nýta styrkleika mína og það tengist öðrum í liðinu,“ var afsökun Ödu Hegerberg eftir mót. Hún er súperstjarna en á ekki að geta gengið frá mótinu svona gagnrýnislaust. Það er að minnsta kosti skoðun blaðamanns Dagbladet sem skrifar grein um Ödu Hegerberg þar sem hann segir að Hegerberg þurfi nú mest á hreinskilinni og fagmannlegri gagnrýni að halda. Ada Hegerberg hélt upp á 22 ára afmælið sitt rétt fyrir EM og á því nóg eftir. Það koma því önnur stórmót hjá henni eftir þetta og þar þurfa Norðmenn að hjálpa henni að sýna sitt rétta andlit.Ada Hegerberg með Cristiano Ronaldo.Vísir/GettyAda Hegerberg er súperstjarna norska liðsins.Vísir/Getty EM 2017 í Hollandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Sjá meira
Norska knattspyrnukonan Ada Hegerberg stóð síðasta haust við hlið Cristiano Ronaldo upp á sviði í Mónakó þar sem þau tóku bæði við verðlaunum sem besta knattspyrnufólk Evrópu. Norðmenn trúa ekki því að það sé sami leikmaður og spilaði þrjá leiki á EM í Hollandi. Hvernig gat besti leikmaður álfunnar verið nánast ósýnilegur í þremur leikjum? Ada Hegerberg hefur spilað frábærlega með Evrópumeisturum Lyon undanfarin þrjú tímabil og meðal annars unnið Meistaradeildina síðustu tvö0 ár. Hún skoraði 20 mörk í 22 deildarleikjum með Lyon á síðasta tímabili og hefur skorað 79 deildarmörk fyrir franska félagið í aðeins 65 leikjum. Liðið hefur unnið tvöfalt í Frakklandi öll þrjú tímabilin. Það hefur því allt gengið upp hjá Ödu Hegerberg í Frakklandi, bæði henni sjálfri sem og hjá liðinu. Aðra sögu er að segja af norska landsliðinu sem var eina liðið á EM sem komst ekki á blað. Norðmenn yfirgefa nefnilega Evrópumótið í Hollandi stigalausir og án þess að skora mark. Ada Hegerberg endaði í 44. sæti yfir þá leikmenn sem áttu flest skot að marki í riðlakeppninni. Það er fáránleg tölfræði hjá besta sóknarmanni álfunnar. Það er ljóst að Cristiano Ronaldo hefði heldur betur fengið að heyra það hefði hann farið í gegnum heilt stórmót án þess að skora og án þess að liðið hans fengi eitt einasta stig. „Ég fékk ekki tækifæri til að nýta styrkleika mína og það tengist öðrum í liðinu,“ var afsökun Ödu Hegerberg eftir mót. Hún er súperstjarna en á ekki að geta gengið frá mótinu svona gagnrýnislaust. Það er að minnsta kosti skoðun blaðamanns Dagbladet sem skrifar grein um Ödu Hegerberg þar sem hann segir að Hegerberg þurfi nú mest á hreinskilinni og fagmannlegri gagnrýni að halda. Ada Hegerberg hélt upp á 22 ára afmælið sitt rétt fyrir EM og á því nóg eftir. Það koma því önnur stórmót hjá henni eftir þetta og þar þurfa Norðmenn að hjálpa henni að sýna sitt rétta andlit.Ada Hegerberg með Cristiano Ronaldo.Vísir/GettyAda Hegerberg er súperstjarna norska liðsins.Vísir/Getty
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Sjá meira