Rooney lék sinn fyrsta Evrópuleik fyrir Everton

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rooney biður um skýringar frá dómara leiksins.
Rooney biður um skýringar frá dómara leiksins. vísir/getty
Fjölmargir leikir fóru fram í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld.

Wayne Rooney lék sinn fyrsta Evrópuleik fyrir Everton þegar liðið vann Ruzomberok frá Slóvakíu, 1-0, á Goodison Park.

Rooney var í byrjunarliði Everton og lék allan leikinn. Michael Keane, Sandro Ramírez, Cuco Martina og Davyy Klassen léku allir sinn fyrsta leik fyrir Everton í kvöld.

Leighton Baines skoraði eina mark leiksins á 65. mínútu. Everton er því í góðri stöðu fyrir seinni leikinn eftir viku.

AC Milan vann 0-1 sigur á CS U. Craiova frá Rúmeníu. Ricardo Rodríguez skoraði eina mark leiksins.

Viðar Örn Kjartansson tryggði Maccabi Tel-Aviv sigur á Panionios á heimavelli.

Kári Árnason lék síðasta hálftímann þegar Aberdeen vann 2-1 sigur á Apollon frá Kýpur.

Hjörtur Hermannsson kom inn á sem varamaður í uppbótartíma í markalausu jafntefli Bröndby og Hajduk Split.

Haukur Heiðar Hauksson sat allan tímann á varamannabekknum þegar AIK gerði 1-1 jafntefli við Braga á heimavelli.


Tengdar fréttir

Mark Viðars réði úrslitum

Viðar Örn Kjartansson skoraði eina mark leiksins þegar Maccabi Tel-Aviv tók á móti Panionios í kvöld. Þetta var fyrri leikur liðanna í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira