Grenfell-turninn í London sem brann í júní verður hulinn með dúk til að varðveita sönnunargögn fyrir tæknimenn sem rannsaka bygginguna, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.
Að minnsta kosti áttatíu manns fórust í brunanum. Umsjónarmaður byggingarinnar segir að niðurrif turnins hefjist að líkindum ekki fyrr en seint á næsta ári.
Íbúar á 33 íbúðum í húsinu gætu hins vegar endurheimt einhverjar eigur sínar. Telur umsjónarmaðurinn að vinna við endurheimt eigna gæti staðið yfir þangað til í nóvember á þessu ári. Sumar íbúðirnar eru algerlega ósnortnar en aðrar eru gjöreyðilagðar.
Sakamálarannsóknin á brunanum gæti jafnframt staðið yfir þangað til í janúar.
