Dætur Evrópu númeri of litlar Tómas Þór Þórðarson í Rotterdam skrifar 27. júlí 2017 06:00 Fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir gengur vonsvikin af velli á meðan þær austurrísku fagna sigri og sæti í átta liða úrslitum. Vísir/Getty Stelpurnar okkar kvöddu í gærkvöld Evrópumótið í fótbolta með 3-0 tapi á móti Austurríki í Kastalanum í Rotterdam. Þær halda heim í dag stigalausar og á botni C-riðils en tapið í gærkvöldi var endanleg sönnun þess að liðið var einfaldlega númeri of lítið fyrir þetta mót. Væntingarnar voru miklar enda markmiðin háleit og bæði þjálfarinn og leikmennirnir hafa talað um að skammast sín ekkert fyrir að setja markið hátt. Þá verður líka að sýna ákveðna auðmýkt og viðurkenna stöðuna eins og hún er núna. Stelpurnar okkar höfðu ekkert lengra í þessu móti að gera. Undankeppnin var frábær og áföllin hafa dunið yfir liðið síðan henni lauk. Það er ekki hægt að horfa bara til baka og segja að liðið hafi unnið svona og svona marga leiki og skorað svona og svona mörg mörk. Það er vissulega staðreynd og árangurinn þar verður ekki tekinn af liðinu. Fortíðin breytir ekki núinu.Íslenski hópurinn stillir sér upp í leikslok.Vísir/GettyStress en ekkert undir Fyrir leikinn í gærkvöldi var ekkert undir hjá íslenska liðinu nema stoltið. Samt sem áður setti Freyr og stelpurnar sjálfar ótrúlega pressu á sjálfa sig að vinna leikinn. Liðið vildi vinna og kveðja með stolti. Pressan sem stelpurnar settu á sig sjálfar fyrir leik þar sem ekkert var í boði virtist bera þær ofurliði því stress var í liðinu þrátt fyrir að heimferð væri örugg daginn eftir. Austurríska liðið var miklu betra allan tímann og vann síst of stóran sigur. Þrátt fyrir að fá á sig þrjú mörk og gefa eitt þeirra hjó Guðbjörg Gunnarsdóttir samt nærri því að vera einn besti maður vallarins því svo mikið var að gera. Austurrísku stelpurnar voru stærri, sterkari, teknískari og einfaldlega betri í fótbolta. Lið þeirra er stútfullt af atvinnumönnum í góðum deildum eins og lið Sviss og Frakklands. Uppleggið hjá íslenska liðinu, að taka þetta með vörn, föstum leikatriðum og hjartanu, gekk einfaldlega ekki upp. Núll stig segir alla söguna.Eitt Víkingaklapp að lokum.Vísir/GettyHeilluðu álfuna Það var erfitt að horfa á stelpurnar þurfa að taka víkingaklappið með annars frábærum stuðningsmönnum íslenska liðsins í gær. Þær ætluðu sér að taka þetta að minnsta kosti einu sinni í gleðistund en sú varð alls ekki raunin. Þegar kemur að spilamennsku landsliðsins er margt sem þarf að skoða eftir mótið og Freyr þarf að fara aftur að teikniborðinu fyrir undankeppni HM. Hann mun þó njóta þess að vera kominn aftur með Hörpu Þorsteinsdóttur en hún sýndi, þrátt fyrir að vera ekki í besta forminu, hversu mikilvæg hún er uppspili liðsins. Það er synd fyrir mótið að Ísland sé að kveðja en það er út af stuðningsmönnunum og þessari þjóð sem hefur sett magnaðan svip á mótið. Austurríki náði frábærum árangri í gær en var með 1.000 manns í stúkunni á móti 3.000 Íslendingum. Því miður telur það ekkert inni á vellinum sjálfum.Það jákvæða utan vallar Það jákvæða gerðist mest utan vallar. Stelpurnar okkar nutu meiri athygli en nokkru sinni fyrr, athygli sem þær áttu fyrir löngu skilið. Þrátt fyrir þrjú töp vaknaði þjóðin og sá hversu miklir töffarar þetta eru. Ungar stelpur eru byrjaðar að vekja foreldra sína fyrir sólarupprás til að æfa sig. Þær langar að verða meira en bara dóttir föður síns. Þær langar að verða ein af þessum dætrum Evrópu.Æðisleg mynd af Sif Atladóttur og dóttur hennar.Vísir/Getty EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Guðbjörg: Freysi er besti þjálfari sem ég hef nokkurn tímann haft Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska landsliðsins, var mjög vonsvikin eftir 3-0 tapið gegn Austurríki fyrr í kvöld. 26. júlí 2017 21:58 Dagný: Finnst við ekki slakasta liðið í riðlinum Dagný Brynjarsdóttir segir að litlu hlutirnir féllu ekki með Íslandi á EM. 26. júlí 2017 22:41 Fanndís: Hefðum átt að vera svolítið í „fuck it“ gírnum Fanndís Friðriksdóttir skoraði eina mark íslenska liðsins í Evrópukeppninni en hún var ekki á skotskónum í dag ekki frekar en félagar hennar í íslenska liðinu og stelpurnar steinlágu 3-0 á móti Austurríki í lokaleiknum. 26. júlí 2017 22:00 Sif: Mér finnst við ekki hafa setið eftir Sif Atladóttir, miðvörður íslenska liðsins, gaf að venju allt sitt í leikinn en gat ekki komið í veg fyrir 3-0 tap á móti Austurríki í lokaleik íslenska liðsins á EM í Hollandi. 26. júlí 2017 22:21 Sara: Kannski var hausinn farinn Landsliðsfyrirliðinn viðurkennir að gæðamunur var á Íslandi og Austurríki í kvöld. 26. júlí 2017 22:24 Freyr: Liðið höndlaði vonbrigðin eftir laugardaginn mjög illa Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var afar ósáttur með frammistöðuna í 0-3 tapinu fyrir Austurríki í kvöld. Þetta var síðasti leikur Íslands á EM en liðið tapaði öllum þremur leikjum sínum á mótinu. 26. júlí 2017 21:37 Glódís: Náðum kannski ekki nógu góðri stjórn á tilfinningunum eftir Sviss-leikinn Glódís Perla Viggósdóttir, varnarmaður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, átti erfitt með að leyna vonbrigðum sínum eftir tapið fyrir Austurríki í kvöld. 26. júlí 2017 22:12 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Stelpurnar okkar kvöddu í gærkvöld Evrópumótið í fótbolta með 3-0 tapi á móti Austurríki í Kastalanum í Rotterdam. Þær halda heim í dag stigalausar og á botni C-riðils en tapið í gærkvöldi var endanleg sönnun þess að liðið var einfaldlega númeri of lítið fyrir þetta mót. Væntingarnar voru miklar enda markmiðin háleit og bæði þjálfarinn og leikmennirnir hafa talað um að skammast sín ekkert fyrir að setja markið hátt. Þá verður líka að sýna ákveðna auðmýkt og viðurkenna stöðuna eins og hún er núna. Stelpurnar okkar höfðu ekkert lengra í þessu móti að gera. Undankeppnin var frábær og áföllin hafa dunið yfir liðið síðan henni lauk. Það er ekki hægt að horfa bara til baka og segja að liðið hafi unnið svona og svona marga leiki og skorað svona og svona mörg mörk. Það er vissulega staðreynd og árangurinn þar verður ekki tekinn af liðinu. Fortíðin breytir ekki núinu.Íslenski hópurinn stillir sér upp í leikslok.Vísir/GettyStress en ekkert undir Fyrir leikinn í gærkvöldi var ekkert undir hjá íslenska liðinu nema stoltið. Samt sem áður setti Freyr og stelpurnar sjálfar ótrúlega pressu á sjálfa sig að vinna leikinn. Liðið vildi vinna og kveðja með stolti. Pressan sem stelpurnar settu á sig sjálfar fyrir leik þar sem ekkert var í boði virtist bera þær ofurliði því stress var í liðinu þrátt fyrir að heimferð væri örugg daginn eftir. Austurríska liðið var miklu betra allan tímann og vann síst of stóran sigur. Þrátt fyrir að fá á sig þrjú mörk og gefa eitt þeirra hjó Guðbjörg Gunnarsdóttir samt nærri því að vera einn besti maður vallarins því svo mikið var að gera. Austurrísku stelpurnar voru stærri, sterkari, teknískari og einfaldlega betri í fótbolta. Lið þeirra er stútfullt af atvinnumönnum í góðum deildum eins og lið Sviss og Frakklands. Uppleggið hjá íslenska liðinu, að taka þetta með vörn, föstum leikatriðum og hjartanu, gekk einfaldlega ekki upp. Núll stig segir alla söguna.Eitt Víkingaklapp að lokum.Vísir/GettyHeilluðu álfuna Það var erfitt að horfa á stelpurnar þurfa að taka víkingaklappið með annars frábærum stuðningsmönnum íslenska liðsins í gær. Þær ætluðu sér að taka þetta að minnsta kosti einu sinni í gleðistund en sú varð alls ekki raunin. Þegar kemur að spilamennsku landsliðsins er margt sem þarf að skoða eftir mótið og Freyr þarf að fara aftur að teikniborðinu fyrir undankeppni HM. Hann mun þó njóta þess að vera kominn aftur með Hörpu Þorsteinsdóttur en hún sýndi, þrátt fyrir að vera ekki í besta forminu, hversu mikilvæg hún er uppspili liðsins. Það er synd fyrir mótið að Ísland sé að kveðja en það er út af stuðningsmönnunum og þessari þjóð sem hefur sett magnaðan svip á mótið. Austurríki náði frábærum árangri í gær en var með 1.000 manns í stúkunni á móti 3.000 Íslendingum. Því miður telur það ekkert inni á vellinum sjálfum.Það jákvæða utan vallar Það jákvæða gerðist mest utan vallar. Stelpurnar okkar nutu meiri athygli en nokkru sinni fyrr, athygli sem þær áttu fyrir löngu skilið. Þrátt fyrir þrjú töp vaknaði þjóðin og sá hversu miklir töffarar þetta eru. Ungar stelpur eru byrjaðar að vekja foreldra sína fyrir sólarupprás til að æfa sig. Þær langar að verða meira en bara dóttir föður síns. Þær langar að verða ein af þessum dætrum Evrópu.Æðisleg mynd af Sif Atladóttur og dóttur hennar.Vísir/Getty
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Guðbjörg: Freysi er besti þjálfari sem ég hef nokkurn tímann haft Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska landsliðsins, var mjög vonsvikin eftir 3-0 tapið gegn Austurríki fyrr í kvöld. 26. júlí 2017 21:58 Dagný: Finnst við ekki slakasta liðið í riðlinum Dagný Brynjarsdóttir segir að litlu hlutirnir féllu ekki með Íslandi á EM. 26. júlí 2017 22:41 Fanndís: Hefðum átt að vera svolítið í „fuck it“ gírnum Fanndís Friðriksdóttir skoraði eina mark íslenska liðsins í Evrópukeppninni en hún var ekki á skotskónum í dag ekki frekar en félagar hennar í íslenska liðinu og stelpurnar steinlágu 3-0 á móti Austurríki í lokaleiknum. 26. júlí 2017 22:00 Sif: Mér finnst við ekki hafa setið eftir Sif Atladóttir, miðvörður íslenska liðsins, gaf að venju allt sitt í leikinn en gat ekki komið í veg fyrir 3-0 tap á móti Austurríki í lokaleik íslenska liðsins á EM í Hollandi. 26. júlí 2017 22:21 Sara: Kannski var hausinn farinn Landsliðsfyrirliðinn viðurkennir að gæðamunur var á Íslandi og Austurríki í kvöld. 26. júlí 2017 22:24 Freyr: Liðið höndlaði vonbrigðin eftir laugardaginn mjög illa Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var afar ósáttur með frammistöðuna í 0-3 tapinu fyrir Austurríki í kvöld. Þetta var síðasti leikur Íslands á EM en liðið tapaði öllum þremur leikjum sínum á mótinu. 26. júlí 2017 21:37 Glódís: Náðum kannski ekki nógu góðri stjórn á tilfinningunum eftir Sviss-leikinn Glódís Perla Viggósdóttir, varnarmaður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, átti erfitt með að leyna vonbrigðum sínum eftir tapið fyrir Austurríki í kvöld. 26. júlí 2017 22:12 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Guðbjörg: Freysi er besti þjálfari sem ég hef nokkurn tímann haft Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska landsliðsins, var mjög vonsvikin eftir 3-0 tapið gegn Austurríki fyrr í kvöld. 26. júlí 2017 21:58
Dagný: Finnst við ekki slakasta liðið í riðlinum Dagný Brynjarsdóttir segir að litlu hlutirnir féllu ekki með Íslandi á EM. 26. júlí 2017 22:41
Fanndís: Hefðum átt að vera svolítið í „fuck it“ gírnum Fanndís Friðriksdóttir skoraði eina mark íslenska liðsins í Evrópukeppninni en hún var ekki á skotskónum í dag ekki frekar en félagar hennar í íslenska liðinu og stelpurnar steinlágu 3-0 á móti Austurríki í lokaleiknum. 26. júlí 2017 22:00
Sif: Mér finnst við ekki hafa setið eftir Sif Atladóttir, miðvörður íslenska liðsins, gaf að venju allt sitt í leikinn en gat ekki komið í veg fyrir 3-0 tap á móti Austurríki í lokaleik íslenska liðsins á EM í Hollandi. 26. júlí 2017 22:21
Sara: Kannski var hausinn farinn Landsliðsfyrirliðinn viðurkennir að gæðamunur var á Íslandi og Austurríki í kvöld. 26. júlí 2017 22:24
Freyr: Liðið höndlaði vonbrigðin eftir laugardaginn mjög illa Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var afar ósáttur með frammistöðuna í 0-3 tapinu fyrir Austurríki í kvöld. Þetta var síðasti leikur Íslands á EM en liðið tapaði öllum þremur leikjum sínum á mótinu. 26. júlí 2017 21:37
Glódís: Náðum kannski ekki nógu góðri stjórn á tilfinningunum eftir Sviss-leikinn Glódís Perla Viggósdóttir, varnarmaður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, átti erfitt með að leyna vonbrigðum sínum eftir tapið fyrir Austurríki í kvöld. 26. júlí 2017 22:12
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti