Innlent

Vígbúast fyrir Druslugönguna

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Gangan fer fram á laugardag.
Gangan fer fram á laugardag.
Öryggisgæsla í Druslugöngunni á laugardag verður með sama hætti og á öðrum stærri viðburðum sem haldnir hafa verið í Reykjavík í sumar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun sinna almennu eftirliti auk þess sem sérsveit ríkislögreglustjóra verður við eftirlit.

Arnar R. Marteinsson, aðalvarðstjóri á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að vopnaðir sérsveitarmenn verði á svæðinu á laugardag.

Þá segir Guð­brandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglu, að viðbúnaður verði í samræmi við aðra stærri viðburði.

„Við munum sinna almennri löggæslu og bifhjólalögreglumenn munu fylgja göngunni eftir. Og sem áður erum við í samstarfi við sérsveit ríkislögreglustjóra,“ segir Guðbrandur.



skammbyssa caracal f 9mm.
Athygli vakti þegar vopnaðir lögreglumenn gengu um götur á fjölskylduhátíðinni The Color Run í sumar. Ríkislögreglustjóri sagði ráðstöfunina til komna vegna hryðjuverkaárása í Evrópu, og að vopnaðir sérsveitarmenn yrðu við eftirlit þar til annað yrði ákveðið.

Búist er við mörg þúsund manns í Druslugönguna í ár en hún verður haldin í sjöunda skipti á laugardag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×