Þjóðhátíð í Eyjum: Vilja taka bát eins og Akranes á leigu eftir synjun Samgöngustofu Atli Ísleifsson skrifar 26. júlí 2017 21:30 Bæjarstjórinn Elliði Vignisson segir að Þjóðhátíð stefni nú í að verða sú stærsta frá upphafi. Vísir/Eyþór/Anton Brink Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, sendi í dag erindi til Samgöngustofu þar sem hann sækist eftir heimild fyrir siglingu báts, af sömu tegund og báturinn Akranes, milli lands og Eyja dagana í kringum Þjóðhátíð. Kannar bærinn nú möguleikann á að taka slíkan bát á leigu til að koma fleiri gestum til Vestmannaeyja um verslunarmannahelgi. Akranes hefur verið í tilraunasiglingum milli Reykjavíkur og Akraness í sumar, en Vestmannaeyjabær sótti nýverið um tímabundna undanþágu hjá Samgöngusorfu til að báturinn gæti siglt á milli lands og Eyja í kringum Þjóðhátíð. „Við fengum neitun frá Samgöngustofu sem við eigum mjög erfitt með að skilja þar sem hafsvæðið milli lands og Eyja er C-hafsvæði, eins og hafsvæðið milli Akraness og Reykjavíkur. Ég kannaði því í dag möguleikann á að leigja nákvæmlega eins bát, „tvíbyttnu“, og fá heimild frá Samgöngustofu til að sigla á eins hafsvæði og Akranesið er að sigla í dag. Ég hlýt að ganga út frá því að jafnræði gildi og við fáum þessa heimild,“ segir Elliði.Vilja svör fyrir hádegi á morgun Elliði segir starfsmenn sveitarfélagsins hafa verið í sambandi við skipamiðlara og að verið sé að kanna möguleikann á leigu á bát frá Norðurlöndum. Hafi hann fengið þau svör að líklegt sé að hægt verði að fá eins bát leigðan þessa daga sem um ræðir. Elliði segist hafa sent erindi á sex starfsmenn Samgöngustofu í dag, en ekki fengið nein svör enn sem komið er. „Ég hef reyndar fengið þrjú sjálfvirk svör frá þremur þeirra sem eru í sumarfríi. Erindið er brýnt. Þjóðhátíð er ekki um þessa helgi heldur næstu og þyrfti báturinn að vera kominn hingað eftir viku. Þess vegna óskum við eftir því að erindinu verði svarað fyrir hádegi á morgun. Ég sendi einnig afrit á samgönguráðherra og starfsmenn í samgönguráðuneytinu. Ef Samgöngustofa er það illa mönnuð að ekki sé hægt að svara þessu fyrir hádegi, hlýtur samgönguráðuneytið að grípa inn í.“Vilja auka þjónustu Bæjarstjórinn segir að Þjóðhátíð stefni nú í að verða sú stærsta frá upphafi. Bæði sé mikið af bókunum og mikið af fyrirspurnum. „Svo erum við ekki bara að leitast eftir að fjölga gestum heldur einnig að auka þjónustuna við þá. Þjóðhátíð hefur breyst mikið á skömmum tíma. Gestir eru orðnir mikið prúðbúnari – núverandi kynslóð er einfaldlega betri en sú sem ég tilheyri. Kröfurnar sem við gerum til okkar eru meðal annars að gestir geti ferðast á þeim tíma sem það vill. Ef gestir vilja koma til Eyja á föstudegi og fara aftur heim á mánudegi þá viljum við geta mætt slíku. Þetta snýst ekki bara um að koma fleirum á hátíðina heldur að auka þjónustuna og ferðafrelsi gesta okkar.“Ertu bjartýnn á að það takist að fá þennan bát leigðan?„Ég fæ ekki séð hvernig í ósköpunum nokkur stjórnvöld gæti neitað okkur um að fá eins skip á sama hafsvæði og þeir hafa þegar veitt heimild fyrir,“ segir Elliði að lokum. Samgöngur Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, sendi í dag erindi til Samgöngustofu þar sem hann sækist eftir heimild fyrir siglingu báts, af sömu tegund og báturinn Akranes, milli lands og Eyja dagana í kringum Þjóðhátíð. Kannar bærinn nú möguleikann á að taka slíkan bát á leigu til að koma fleiri gestum til Vestmannaeyja um verslunarmannahelgi. Akranes hefur verið í tilraunasiglingum milli Reykjavíkur og Akraness í sumar, en Vestmannaeyjabær sótti nýverið um tímabundna undanþágu hjá Samgöngusorfu til að báturinn gæti siglt á milli lands og Eyja í kringum Þjóðhátíð. „Við fengum neitun frá Samgöngustofu sem við eigum mjög erfitt með að skilja þar sem hafsvæðið milli lands og Eyja er C-hafsvæði, eins og hafsvæðið milli Akraness og Reykjavíkur. Ég kannaði því í dag möguleikann á að leigja nákvæmlega eins bát, „tvíbyttnu“, og fá heimild frá Samgöngustofu til að sigla á eins hafsvæði og Akranesið er að sigla í dag. Ég hlýt að ganga út frá því að jafnræði gildi og við fáum þessa heimild,“ segir Elliði.Vilja svör fyrir hádegi á morgun Elliði segir starfsmenn sveitarfélagsins hafa verið í sambandi við skipamiðlara og að verið sé að kanna möguleikann á leigu á bát frá Norðurlöndum. Hafi hann fengið þau svör að líklegt sé að hægt verði að fá eins bát leigðan þessa daga sem um ræðir. Elliði segist hafa sent erindi á sex starfsmenn Samgöngustofu í dag, en ekki fengið nein svör enn sem komið er. „Ég hef reyndar fengið þrjú sjálfvirk svör frá þremur þeirra sem eru í sumarfríi. Erindið er brýnt. Þjóðhátíð er ekki um þessa helgi heldur næstu og þyrfti báturinn að vera kominn hingað eftir viku. Þess vegna óskum við eftir því að erindinu verði svarað fyrir hádegi á morgun. Ég sendi einnig afrit á samgönguráðherra og starfsmenn í samgönguráðuneytinu. Ef Samgöngustofa er það illa mönnuð að ekki sé hægt að svara þessu fyrir hádegi, hlýtur samgönguráðuneytið að grípa inn í.“Vilja auka þjónustu Bæjarstjórinn segir að Þjóðhátíð stefni nú í að verða sú stærsta frá upphafi. Bæði sé mikið af bókunum og mikið af fyrirspurnum. „Svo erum við ekki bara að leitast eftir að fjölga gestum heldur einnig að auka þjónustuna við þá. Þjóðhátíð hefur breyst mikið á skömmum tíma. Gestir eru orðnir mikið prúðbúnari – núverandi kynslóð er einfaldlega betri en sú sem ég tilheyri. Kröfurnar sem við gerum til okkar eru meðal annars að gestir geti ferðast á þeim tíma sem það vill. Ef gestir vilja koma til Eyja á föstudegi og fara aftur heim á mánudegi þá viljum við geta mætt slíku. Þetta snýst ekki bara um að koma fleirum á hátíðina heldur að auka þjónustuna og ferðafrelsi gesta okkar.“Ertu bjartýnn á að það takist að fá þennan bát leigðan?„Ég fæ ekki séð hvernig í ósköpunum nokkur stjórnvöld gæti neitað okkur um að fá eins skip á sama hafsvæði og þeir hafa þegar veitt heimild fyrir,“ segir Elliði að lokum.
Samgöngur Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira