Þjóðhátíð í Eyjum: Vilja taka bát eins og Akranes á leigu eftir synjun Samgöngustofu Atli Ísleifsson skrifar 26. júlí 2017 21:30 Bæjarstjórinn Elliði Vignisson segir að Þjóðhátíð stefni nú í að verða sú stærsta frá upphafi. Vísir/Eyþór/Anton Brink Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, sendi í dag erindi til Samgöngustofu þar sem hann sækist eftir heimild fyrir siglingu báts, af sömu tegund og báturinn Akranes, milli lands og Eyja dagana í kringum Þjóðhátíð. Kannar bærinn nú möguleikann á að taka slíkan bát á leigu til að koma fleiri gestum til Vestmannaeyja um verslunarmannahelgi. Akranes hefur verið í tilraunasiglingum milli Reykjavíkur og Akraness í sumar, en Vestmannaeyjabær sótti nýverið um tímabundna undanþágu hjá Samgöngusorfu til að báturinn gæti siglt á milli lands og Eyja í kringum Þjóðhátíð. „Við fengum neitun frá Samgöngustofu sem við eigum mjög erfitt með að skilja þar sem hafsvæðið milli lands og Eyja er C-hafsvæði, eins og hafsvæðið milli Akraness og Reykjavíkur. Ég kannaði því í dag möguleikann á að leigja nákvæmlega eins bát, „tvíbyttnu“, og fá heimild frá Samgöngustofu til að sigla á eins hafsvæði og Akranesið er að sigla í dag. Ég hlýt að ganga út frá því að jafnræði gildi og við fáum þessa heimild,“ segir Elliði.Vilja svör fyrir hádegi á morgun Elliði segir starfsmenn sveitarfélagsins hafa verið í sambandi við skipamiðlara og að verið sé að kanna möguleikann á leigu á bát frá Norðurlöndum. Hafi hann fengið þau svör að líklegt sé að hægt verði að fá eins bát leigðan þessa daga sem um ræðir. Elliði segist hafa sent erindi á sex starfsmenn Samgöngustofu í dag, en ekki fengið nein svör enn sem komið er. „Ég hef reyndar fengið þrjú sjálfvirk svör frá þremur þeirra sem eru í sumarfríi. Erindið er brýnt. Þjóðhátíð er ekki um þessa helgi heldur næstu og þyrfti báturinn að vera kominn hingað eftir viku. Þess vegna óskum við eftir því að erindinu verði svarað fyrir hádegi á morgun. Ég sendi einnig afrit á samgönguráðherra og starfsmenn í samgönguráðuneytinu. Ef Samgöngustofa er það illa mönnuð að ekki sé hægt að svara þessu fyrir hádegi, hlýtur samgönguráðuneytið að grípa inn í.“Vilja auka þjónustu Bæjarstjórinn segir að Þjóðhátíð stefni nú í að verða sú stærsta frá upphafi. Bæði sé mikið af bókunum og mikið af fyrirspurnum. „Svo erum við ekki bara að leitast eftir að fjölga gestum heldur einnig að auka þjónustuna við þá. Þjóðhátíð hefur breyst mikið á skömmum tíma. Gestir eru orðnir mikið prúðbúnari – núverandi kynslóð er einfaldlega betri en sú sem ég tilheyri. Kröfurnar sem við gerum til okkar eru meðal annars að gestir geti ferðast á þeim tíma sem það vill. Ef gestir vilja koma til Eyja á föstudegi og fara aftur heim á mánudegi þá viljum við geta mætt slíku. Þetta snýst ekki bara um að koma fleirum á hátíðina heldur að auka þjónustuna og ferðafrelsi gesta okkar.“Ertu bjartýnn á að það takist að fá þennan bát leigðan?„Ég fæ ekki séð hvernig í ósköpunum nokkur stjórnvöld gæti neitað okkur um að fá eins skip á sama hafsvæði og þeir hafa þegar veitt heimild fyrir,“ segir Elliði að lokum. Samgöngur Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, sendi í dag erindi til Samgöngustofu þar sem hann sækist eftir heimild fyrir siglingu báts, af sömu tegund og báturinn Akranes, milli lands og Eyja dagana í kringum Þjóðhátíð. Kannar bærinn nú möguleikann á að taka slíkan bát á leigu til að koma fleiri gestum til Vestmannaeyja um verslunarmannahelgi. Akranes hefur verið í tilraunasiglingum milli Reykjavíkur og Akraness í sumar, en Vestmannaeyjabær sótti nýverið um tímabundna undanþágu hjá Samgöngusorfu til að báturinn gæti siglt á milli lands og Eyja í kringum Þjóðhátíð. „Við fengum neitun frá Samgöngustofu sem við eigum mjög erfitt með að skilja þar sem hafsvæðið milli lands og Eyja er C-hafsvæði, eins og hafsvæðið milli Akraness og Reykjavíkur. Ég kannaði því í dag möguleikann á að leigja nákvæmlega eins bát, „tvíbyttnu“, og fá heimild frá Samgöngustofu til að sigla á eins hafsvæði og Akranesið er að sigla í dag. Ég hlýt að ganga út frá því að jafnræði gildi og við fáum þessa heimild,“ segir Elliði.Vilja svör fyrir hádegi á morgun Elliði segir starfsmenn sveitarfélagsins hafa verið í sambandi við skipamiðlara og að verið sé að kanna möguleikann á leigu á bát frá Norðurlöndum. Hafi hann fengið þau svör að líklegt sé að hægt verði að fá eins bát leigðan þessa daga sem um ræðir. Elliði segist hafa sent erindi á sex starfsmenn Samgöngustofu í dag, en ekki fengið nein svör enn sem komið er. „Ég hef reyndar fengið þrjú sjálfvirk svör frá þremur þeirra sem eru í sumarfríi. Erindið er brýnt. Þjóðhátíð er ekki um þessa helgi heldur næstu og þyrfti báturinn að vera kominn hingað eftir viku. Þess vegna óskum við eftir því að erindinu verði svarað fyrir hádegi á morgun. Ég sendi einnig afrit á samgönguráðherra og starfsmenn í samgönguráðuneytinu. Ef Samgöngustofa er það illa mönnuð að ekki sé hægt að svara þessu fyrir hádegi, hlýtur samgönguráðuneytið að grípa inn í.“Vilja auka þjónustu Bæjarstjórinn segir að Þjóðhátíð stefni nú í að verða sú stærsta frá upphafi. Bæði sé mikið af bókunum og mikið af fyrirspurnum. „Svo erum við ekki bara að leitast eftir að fjölga gestum heldur einnig að auka þjónustuna við þá. Þjóðhátíð hefur breyst mikið á skömmum tíma. Gestir eru orðnir mikið prúðbúnari – núverandi kynslóð er einfaldlega betri en sú sem ég tilheyri. Kröfurnar sem við gerum til okkar eru meðal annars að gestir geti ferðast á þeim tíma sem það vill. Ef gestir vilja koma til Eyja á föstudegi og fara aftur heim á mánudegi þá viljum við geta mætt slíku. Þetta snýst ekki bara um að koma fleirum á hátíðina heldur að auka þjónustuna og ferðafrelsi gesta okkar.“Ertu bjartýnn á að það takist að fá þennan bát leigðan?„Ég fæ ekki séð hvernig í ósköpunum nokkur stjórnvöld gæti neitað okkur um að fá eins skip á sama hafsvæði og þeir hafa þegar veitt heimild fyrir,“ segir Elliði að lokum.
Samgöngur Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira