Þjóðhátíð í Eyjum: Vilja taka bát eins og Akranes á leigu eftir synjun Samgöngustofu Atli Ísleifsson skrifar 26. júlí 2017 21:30 Bæjarstjórinn Elliði Vignisson segir að Þjóðhátíð stefni nú í að verða sú stærsta frá upphafi. Vísir/Eyþór/Anton Brink Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, sendi í dag erindi til Samgöngustofu þar sem hann sækist eftir heimild fyrir siglingu báts, af sömu tegund og báturinn Akranes, milli lands og Eyja dagana í kringum Þjóðhátíð. Kannar bærinn nú möguleikann á að taka slíkan bát á leigu til að koma fleiri gestum til Vestmannaeyja um verslunarmannahelgi. Akranes hefur verið í tilraunasiglingum milli Reykjavíkur og Akraness í sumar, en Vestmannaeyjabær sótti nýverið um tímabundna undanþágu hjá Samgöngusorfu til að báturinn gæti siglt á milli lands og Eyja í kringum Þjóðhátíð. „Við fengum neitun frá Samgöngustofu sem við eigum mjög erfitt með að skilja þar sem hafsvæðið milli lands og Eyja er C-hafsvæði, eins og hafsvæðið milli Akraness og Reykjavíkur. Ég kannaði því í dag möguleikann á að leigja nákvæmlega eins bát, „tvíbyttnu“, og fá heimild frá Samgöngustofu til að sigla á eins hafsvæði og Akranesið er að sigla í dag. Ég hlýt að ganga út frá því að jafnræði gildi og við fáum þessa heimild,“ segir Elliði.Vilja svör fyrir hádegi á morgun Elliði segir starfsmenn sveitarfélagsins hafa verið í sambandi við skipamiðlara og að verið sé að kanna möguleikann á leigu á bát frá Norðurlöndum. Hafi hann fengið þau svör að líklegt sé að hægt verði að fá eins bát leigðan þessa daga sem um ræðir. Elliði segist hafa sent erindi á sex starfsmenn Samgöngustofu í dag, en ekki fengið nein svör enn sem komið er. „Ég hef reyndar fengið þrjú sjálfvirk svör frá þremur þeirra sem eru í sumarfríi. Erindið er brýnt. Þjóðhátíð er ekki um þessa helgi heldur næstu og þyrfti báturinn að vera kominn hingað eftir viku. Þess vegna óskum við eftir því að erindinu verði svarað fyrir hádegi á morgun. Ég sendi einnig afrit á samgönguráðherra og starfsmenn í samgönguráðuneytinu. Ef Samgöngustofa er það illa mönnuð að ekki sé hægt að svara þessu fyrir hádegi, hlýtur samgönguráðuneytið að grípa inn í.“Vilja auka þjónustu Bæjarstjórinn segir að Þjóðhátíð stefni nú í að verða sú stærsta frá upphafi. Bæði sé mikið af bókunum og mikið af fyrirspurnum. „Svo erum við ekki bara að leitast eftir að fjölga gestum heldur einnig að auka þjónustuna við þá. Þjóðhátíð hefur breyst mikið á skömmum tíma. Gestir eru orðnir mikið prúðbúnari – núverandi kynslóð er einfaldlega betri en sú sem ég tilheyri. Kröfurnar sem við gerum til okkar eru meðal annars að gestir geti ferðast á þeim tíma sem það vill. Ef gestir vilja koma til Eyja á föstudegi og fara aftur heim á mánudegi þá viljum við geta mætt slíku. Þetta snýst ekki bara um að koma fleirum á hátíðina heldur að auka þjónustuna og ferðafrelsi gesta okkar.“Ertu bjartýnn á að það takist að fá þennan bát leigðan?„Ég fæ ekki séð hvernig í ósköpunum nokkur stjórnvöld gæti neitað okkur um að fá eins skip á sama hafsvæði og þeir hafa þegar veitt heimild fyrir,“ segir Elliði að lokum. Samgöngur Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, sendi í dag erindi til Samgöngustofu þar sem hann sækist eftir heimild fyrir siglingu báts, af sömu tegund og báturinn Akranes, milli lands og Eyja dagana í kringum Þjóðhátíð. Kannar bærinn nú möguleikann á að taka slíkan bát á leigu til að koma fleiri gestum til Vestmannaeyja um verslunarmannahelgi. Akranes hefur verið í tilraunasiglingum milli Reykjavíkur og Akraness í sumar, en Vestmannaeyjabær sótti nýverið um tímabundna undanþágu hjá Samgöngusorfu til að báturinn gæti siglt á milli lands og Eyja í kringum Þjóðhátíð. „Við fengum neitun frá Samgöngustofu sem við eigum mjög erfitt með að skilja þar sem hafsvæðið milli lands og Eyja er C-hafsvæði, eins og hafsvæðið milli Akraness og Reykjavíkur. Ég kannaði því í dag möguleikann á að leigja nákvæmlega eins bát, „tvíbyttnu“, og fá heimild frá Samgöngustofu til að sigla á eins hafsvæði og Akranesið er að sigla í dag. Ég hlýt að ganga út frá því að jafnræði gildi og við fáum þessa heimild,“ segir Elliði.Vilja svör fyrir hádegi á morgun Elliði segir starfsmenn sveitarfélagsins hafa verið í sambandi við skipamiðlara og að verið sé að kanna möguleikann á leigu á bát frá Norðurlöndum. Hafi hann fengið þau svör að líklegt sé að hægt verði að fá eins bát leigðan þessa daga sem um ræðir. Elliði segist hafa sent erindi á sex starfsmenn Samgöngustofu í dag, en ekki fengið nein svör enn sem komið er. „Ég hef reyndar fengið þrjú sjálfvirk svör frá þremur þeirra sem eru í sumarfríi. Erindið er brýnt. Þjóðhátíð er ekki um þessa helgi heldur næstu og þyrfti báturinn að vera kominn hingað eftir viku. Þess vegna óskum við eftir því að erindinu verði svarað fyrir hádegi á morgun. Ég sendi einnig afrit á samgönguráðherra og starfsmenn í samgönguráðuneytinu. Ef Samgöngustofa er það illa mönnuð að ekki sé hægt að svara þessu fyrir hádegi, hlýtur samgönguráðuneytið að grípa inn í.“Vilja auka þjónustu Bæjarstjórinn segir að Þjóðhátíð stefni nú í að verða sú stærsta frá upphafi. Bæði sé mikið af bókunum og mikið af fyrirspurnum. „Svo erum við ekki bara að leitast eftir að fjölga gestum heldur einnig að auka þjónustuna við þá. Þjóðhátíð hefur breyst mikið á skömmum tíma. Gestir eru orðnir mikið prúðbúnari – núverandi kynslóð er einfaldlega betri en sú sem ég tilheyri. Kröfurnar sem við gerum til okkar eru meðal annars að gestir geti ferðast á þeim tíma sem það vill. Ef gestir vilja koma til Eyja á föstudegi og fara aftur heim á mánudegi þá viljum við geta mætt slíku. Þetta snýst ekki bara um að koma fleirum á hátíðina heldur að auka þjónustuna og ferðafrelsi gesta okkar.“Ertu bjartýnn á að það takist að fá þennan bát leigðan?„Ég fæ ekki séð hvernig í ósköpunum nokkur stjórnvöld gæti neitað okkur um að fá eins skip á sama hafsvæði og þeir hafa þegar veitt heimild fyrir,“ segir Elliði að lokum.
Samgöngur Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira