Leitar að náttúrulegum rannsóknarstöðvum við strendur Íslands Kjartan Kjartansson skrifar 26. júlí 2017 11:04 Súrnun sjávar er hraðari á norðurslóðum því kaldari sjór drekkur í sig meiri koltvísýring en hlýrri. Áhrifin á lífverur eru enn lítt þekkt. Vísir/Valli Vísindamenn reyna nú að finna uppsprettur koltvísýrings á hafsbotni við strendur á Íslandi. Þær geta verið náttúrulegar rannsóknarstöðvar til að kanna áhrif súrnunar sjávar á lífríki, að sögn Hrannar Egilsdóttur, sjávarlíffræðings. Súrnun sjávar er fylgifiskur gríðarlegrar losunar manna á koltvísýringi sem veldur einnig hnattrænni hlýnun. Hafið hefur tekið upp um þriðjung koltvísýringsins sem menn hafa losað og hefur það valdið súrnun þess. Um leið og hafið súrnar lækkar kalkmettun þess en það getur haft áhrif á kalkmyndandi lífverur eins og kórala og skeldýr sem oft eru undirstöður vistkerfa.Heimamenn segja frá gasuppsprettum í BreiðafirðiÍ Bítinu í morgun lýsti Hrönn því hversu lítið væri í raun vitað um áhrif súrnunar sjávar. Það sé erfitt rannsóknarefni því margir umhverfisþættir séu að verki í hafinu og þeir séu einnig að breytast á hlýnandi jörðu. „Þar í ofanálag vitum við bara svo ofboðslega lítið um vistfræði sjávar. Grunnsævi á Íslandi hafa til dæmis ekki verið mikið rannsökuð. Hafró hefur náttúrulega lagt mesta áherslu á djúpsævi þar sem fiskurinn er,“ sagði Hrönn. Vettvangsvinna er nú að hefjast við Breiðafjörð þar sem Hrönn og fleiri vísindamenn leita að náttúrulegum uppsprettum koltvísýrings á hafsbotninum og kanna lífríkið í kringum þær. Slíkar uppsprettur eru algengar á jarðhitasvæðum eins og ísland er.Hrönn Egilsdóttir hefur verið leiðandi í rannsóknum á súrnun sjávar á Íslandi. Hún er nýdoktor í sjávarlíffræði við Háskóla Íslands.Vísir„Þetta verkefni felst í að finna og athuga hvort að það séu til svona náttúrulegar rannsóknarstöðvar í hafinu við Ísland þar sem CO2-gas kemur af hafsbotni. Til samanburðar þá eru ölkeldur á landi álíka svæði. Spurningin er: er þetta til einhvers staðar í sjónum?“ segir Hrönn. Upplýsingasöfnunin fyrir verkefnið hefur að miklu leyti falist í að ræða við heimafólk við Breiðafjörð og á Vestfjörðum. Þar segir Hrönn að fólk kannist við uppstreymi gass í norðanverðum Breiðafirði. Hún vonast til að kafa eftir tveimur slíkum stöðum á næstunni.Mikilvægt að kortleggja búsvæði og umhverfisþættiHrönn telur að súrnun sjávar geti aðallega haft áhrif á íslenska fiskistofna í gegnum fæðukeðjuna. Hins vegar þurfi að kortleggja búsvæði og hvaða umhverfisþættir séu mikilvægir fyrir tilteknar lífverur. „Ef við áttum okkur á hvaða umhverfisþættir eru mikilvægir fyrir hvaða lífverur þá fyrst gætum við mögulega farið að sjá hvernig umhverfisbreytingar til framtíðar gætu haft áhrif á vistkerfin við Ísland,“ segir hún.Sjá einnig:Súrnun sjávar: Ísland á versta mögulega stað Hyggst Hrönn hefja kortlagningu á búsvæðum við Reykjaneshrygg og skoða hvaða umhverfisþættir eru mikilvægir fyrir hvaða samfélög lífvera þegar hún hefur störf hjá Hafró í haust. Leggur hún mikla áherslu á að eina leiðin til að vinna gegn súrnun sjávar sé að menn dragi úr losun sinni á koltvísýringi sem veldur einnig breytingum á loftslagi jarðar.Hér fyrir neðan má hlusta á viðtalið við Hrönn Egilsdóttur, sjávarlíffræðing, í Bítinu í heild sinni. Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Vísindamenn reyna nú að finna uppsprettur koltvísýrings á hafsbotni við strendur á Íslandi. Þær geta verið náttúrulegar rannsóknarstöðvar til að kanna áhrif súrnunar sjávar á lífríki, að sögn Hrannar Egilsdóttur, sjávarlíffræðings. Súrnun sjávar er fylgifiskur gríðarlegrar losunar manna á koltvísýringi sem veldur einnig hnattrænni hlýnun. Hafið hefur tekið upp um þriðjung koltvísýringsins sem menn hafa losað og hefur það valdið súrnun þess. Um leið og hafið súrnar lækkar kalkmettun þess en það getur haft áhrif á kalkmyndandi lífverur eins og kórala og skeldýr sem oft eru undirstöður vistkerfa.Heimamenn segja frá gasuppsprettum í BreiðafirðiÍ Bítinu í morgun lýsti Hrönn því hversu lítið væri í raun vitað um áhrif súrnunar sjávar. Það sé erfitt rannsóknarefni því margir umhverfisþættir séu að verki í hafinu og þeir séu einnig að breytast á hlýnandi jörðu. „Þar í ofanálag vitum við bara svo ofboðslega lítið um vistfræði sjávar. Grunnsævi á Íslandi hafa til dæmis ekki verið mikið rannsökuð. Hafró hefur náttúrulega lagt mesta áherslu á djúpsævi þar sem fiskurinn er,“ sagði Hrönn. Vettvangsvinna er nú að hefjast við Breiðafjörð þar sem Hrönn og fleiri vísindamenn leita að náttúrulegum uppsprettum koltvísýrings á hafsbotninum og kanna lífríkið í kringum þær. Slíkar uppsprettur eru algengar á jarðhitasvæðum eins og ísland er.Hrönn Egilsdóttir hefur verið leiðandi í rannsóknum á súrnun sjávar á Íslandi. Hún er nýdoktor í sjávarlíffræði við Háskóla Íslands.Vísir„Þetta verkefni felst í að finna og athuga hvort að það séu til svona náttúrulegar rannsóknarstöðvar í hafinu við Ísland þar sem CO2-gas kemur af hafsbotni. Til samanburðar þá eru ölkeldur á landi álíka svæði. Spurningin er: er þetta til einhvers staðar í sjónum?“ segir Hrönn. Upplýsingasöfnunin fyrir verkefnið hefur að miklu leyti falist í að ræða við heimafólk við Breiðafjörð og á Vestfjörðum. Þar segir Hrönn að fólk kannist við uppstreymi gass í norðanverðum Breiðafirði. Hún vonast til að kafa eftir tveimur slíkum stöðum á næstunni.Mikilvægt að kortleggja búsvæði og umhverfisþættiHrönn telur að súrnun sjávar geti aðallega haft áhrif á íslenska fiskistofna í gegnum fæðukeðjuna. Hins vegar þurfi að kortleggja búsvæði og hvaða umhverfisþættir séu mikilvægir fyrir tilteknar lífverur. „Ef við áttum okkur á hvaða umhverfisþættir eru mikilvægir fyrir hvaða lífverur þá fyrst gætum við mögulega farið að sjá hvernig umhverfisbreytingar til framtíðar gætu haft áhrif á vistkerfin við Ísland,“ segir hún.Sjá einnig:Súrnun sjávar: Ísland á versta mögulega stað Hyggst Hrönn hefja kortlagningu á búsvæðum við Reykjaneshrygg og skoða hvaða umhverfisþættir eru mikilvægir fyrir hvaða samfélög lífvera þegar hún hefur störf hjá Hafró í haust. Leggur hún mikla áherslu á að eina leiðin til að vinna gegn súrnun sjávar sé að menn dragi úr losun sinni á koltvísýringi sem veldur einnig breytingum á loftslagi jarðar.Hér fyrir neðan má hlusta á viðtalið við Hrönn Egilsdóttur, sjávarlíffræðing, í Bítinu í heild sinni.
Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira