Freyr: Austurríska liðið er alls ekki ólíkt því íslenska Tómas Þór Þórðarson í Rotterdam skrifar 26. júlí 2017 11:30 Austurríki hefur komið skemmtilega á óvart. vísir/getty Stelpurnar okkar mæta Austurríki í kvöld í síðasta leik sínum á EM 2017 í fótbolta en þær eru úr leik eftir töp í tveimur fyrstu leikjunum. Austurríska liðið hefur komið skemmtilega á óvart en það vann Sviss, 1-0, í fyrstu umferðinni og gerði svo 1-1 jafntefli við Frakklandi í annarri umferð. „Þær hafa spilað þetta mót frábærlega vel eins og við áttum von á. Þetta er lið sem er algjörlega sátt við sinn leikstíl. Bæði leikmenn, þjálfarar og umhverfið í kringum liðið,“ segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands. „Austurríki spilar taktískt mjög skemmtilega og á annan hátt heldur en flest lið. Þær spila 4-4-2 í sókn en verjast í 5-4-1. Austurríki spilar hápressu. Þegar boltinn verður á okkar vallarhelmingi fara þær í pressu.“Manuela Zinsberger, markvörður Austurríkis, er eitt mesta efni í heiminum.vísir/gettyEkkert á óvart „Þær eru að skora 50 prósent marka sinna úr föstum leikatriðum. Liðið er mjög sterkt í þeim. Það hefur svo gríðarlega öfluga framherja í fremstu röð sem nýta færin sín vel. Þetta er gríðarlega vel þjálfað lið sem hefur sterka liðsheild og spilar af krafti. Alls ekki ólíkt íslenska liðinu,“ segir Freyr. Íslenski hópurinn hefur verið að njósna um Austurríki í langan tíma eða síðan það var ljóst að liðin myndu mætast á EM. „Árangur Austurríkis kemur mér ekkert á óvart. Við höfum fylgst með þessu liði náið undanfarin misseri. Ég hitti þjálfara þess í vetur á UEFA-námskeiði og við ræddum austurríska kvennaboltann. Þetta lið hefur náð langt á síðustu þremur til fórum árum,“ segir Freyr.Freyr Alexandersson er hrifinn af því sem Austurríki er að gera.vísir/tomHugsa bara um okkur „Ég virði austurríska liðið mikið fyrir það sem það hefur gert og ég held að það mun halda áfram að þróast á næstu árum.“ Í fyrra unnu íslensku strákarnir þá austurrísku í lokaumferð riðlakeppni EM 2016 og komu þannig í veg fyrir að Austurríki kæmist í útsláttarkeppnina. Íslensku stelpurnar geta gert það sama í kvöld en Freyr hugsar ekkert um það. „Ekki einu sinni hef ég hugsað um leikinn hjá karlaliðinu þegar það spilaði á móti Austurríki í júní í fyrra. Við erum ekki að einbeita okkur neitt að því sem Austurríki er að gera. Þeirra örlög eru í þeirra eigin höndum en við einbeitum okkur bara að því að spila fótbolta,“ segir Freyr Alexandersson. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir KSÍ hefði fengið 62 milljóna bónus hefðu stelpurnar okkar komist áfram Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta kveður Evrópumótið í kvöld þegar stelpurnar okkar mæta Austurríki í lokaleik sínum í riðlinum. 26. júlí 2017 08:00 Stór stund í Hollandi fyrir stóra fjölskyldu Ólíklegt má telja að nokkur landsliðskona á Evrópumótinu í Hollandi komist með tærnar þar sem Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir hefur hælana hvað systkinafjölda varðar. Gunnhildur á sjö alsystkin sem öll eru mætt ásamt foreldrunum. 26. júlí 2017 07:00 Aleksandra passar upp á stelpurnar okkar Aleksandra Janina Wójtowicz er ekki þekktasta nafnið í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta. 26. júlí 2017 10:30 Ítalski dómarinn mun ekkert trufla Frey gegn Austurríki Þetta er ekkert persónulegt gagnvart þessari ágætu konu, segir Freyr Alexandersson. 26. júlí 2017 08:30 Stelpurnar okkar ætla að njóta síðustu stundanna á EM Stelpurnar okkar mæta Austurríki í kvöld í lokaleik sínum á Evrópumótinu 2017. Sama hvað gerist í Kastalanum í Rotterdam – íslenska liðið er á heimleið. Stelpurnar ætla sér sigur og að yfirgefa Holland með stolti. 26. júlí 2017 06:00 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Stelpurnar okkar mæta Austurríki í kvöld í síðasta leik sínum á EM 2017 í fótbolta en þær eru úr leik eftir töp í tveimur fyrstu leikjunum. Austurríska liðið hefur komið skemmtilega á óvart en það vann Sviss, 1-0, í fyrstu umferðinni og gerði svo 1-1 jafntefli við Frakklandi í annarri umferð. „Þær hafa spilað þetta mót frábærlega vel eins og við áttum von á. Þetta er lið sem er algjörlega sátt við sinn leikstíl. Bæði leikmenn, þjálfarar og umhverfið í kringum liðið,“ segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands. „Austurríki spilar taktískt mjög skemmtilega og á annan hátt heldur en flest lið. Þær spila 4-4-2 í sókn en verjast í 5-4-1. Austurríki spilar hápressu. Þegar boltinn verður á okkar vallarhelmingi fara þær í pressu.“Manuela Zinsberger, markvörður Austurríkis, er eitt mesta efni í heiminum.vísir/gettyEkkert á óvart „Þær eru að skora 50 prósent marka sinna úr föstum leikatriðum. Liðið er mjög sterkt í þeim. Það hefur svo gríðarlega öfluga framherja í fremstu röð sem nýta færin sín vel. Þetta er gríðarlega vel þjálfað lið sem hefur sterka liðsheild og spilar af krafti. Alls ekki ólíkt íslenska liðinu,“ segir Freyr. Íslenski hópurinn hefur verið að njósna um Austurríki í langan tíma eða síðan það var ljóst að liðin myndu mætast á EM. „Árangur Austurríkis kemur mér ekkert á óvart. Við höfum fylgst með þessu liði náið undanfarin misseri. Ég hitti þjálfara þess í vetur á UEFA-námskeiði og við ræddum austurríska kvennaboltann. Þetta lið hefur náð langt á síðustu þremur til fórum árum,“ segir Freyr.Freyr Alexandersson er hrifinn af því sem Austurríki er að gera.vísir/tomHugsa bara um okkur „Ég virði austurríska liðið mikið fyrir það sem það hefur gert og ég held að það mun halda áfram að þróast á næstu árum.“ Í fyrra unnu íslensku strákarnir þá austurrísku í lokaumferð riðlakeppni EM 2016 og komu þannig í veg fyrir að Austurríki kæmist í útsláttarkeppnina. Íslensku stelpurnar geta gert það sama í kvöld en Freyr hugsar ekkert um það. „Ekki einu sinni hef ég hugsað um leikinn hjá karlaliðinu þegar það spilaði á móti Austurríki í júní í fyrra. Við erum ekki að einbeita okkur neitt að því sem Austurríki er að gera. Þeirra örlög eru í þeirra eigin höndum en við einbeitum okkur bara að því að spila fótbolta,“ segir Freyr Alexandersson.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir KSÍ hefði fengið 62 milljóna bónus hefðu stelpurnar okkar komist áfram Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta kveður Evrópumótið í kvöld þegar stelpurnar okkar mæta Austurríki í lokaleik sínum í riðlinum. 26. júlí 2017 08:00 Stór stund í Hollandi fyrir stóra fjölskyldu Ólíklegt má telja að nokkur landsliðskona á Evrópumótinu í Hollandi komist með tærnar þar sem Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir hefur hælana hvað systkinafjölda varðar. Gunnhildur á sjö alsystkin sem öll eru mætt ásamt foreldrunum. 26. júlí 2017 07:00 Aleksandra passar upp á stelpurnar okkar Aleksandra Janina Wójtowicz er ekki þekktasta nafnið í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta. 26. júlí 2017 10:30 Ítalski dómarinn mun ekkert trufla Frey gegn Austurríki Þetta er ekkert persónulegt gagnvart þessari ágætu konu, segir Freyr Alexandersson. 26. júlí 2017 08:30 Stelpurnar okkar ætla að njóta síðustu stundanna á EM Stelpurnar okkar mæta Austurríki í kvöld í lokaleik sínum á Evrópumótinu 2017. Sama hvað gerist í Kastalanum í Rotterdam – íslenska liðið er á heimleið. Stelpurnar ætla sér sigur og að yfirgefa Holland með stolti. 26. júlí 2017 06:00 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
KSÍ hefði fengið 62 milljóna bónus hefðu stelpurnar okkar komist áfram Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta kveður Evrópumótið í kvöld þegar stelpurnar okkar mæta Austurríki í lokaleik sínum í riðlinum. 26. júlí 2017 08:00
Stór stund í Hollandi fyrir stóra fjölskyldu Ólíklegt má telja að nokkur landsliðskona á Evrópumótinu í Hollandi komist með tærnar þar sem Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir hefur hælana hvað systkinafjölda varðar. Gunnhildur á sjö alsystkin sem öll eru mætt ásamt foreldrunum. 26. júlí 2017 07:00
Aleksandra passar upp á stelpurnar okkar Aleksandra Janina Wójtowicz er ekki þekktasta nafnið í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta. 26. júlí 2017 10:30
Ítalski dómarinn mun ekkert trufla Frey gegn Austurríki Þetta er ekkert persónulegt gagnvart þessari ágætu konu, segir Freyr Alexandersson. 26. júlí 2017 08:30
Stelpurnar okkar ætla að njóta síðustu stundanna á EM Stelpurnar okkar mæta Austurríki í kvöld í lokaleik sínum á Evrópumótinu 2017. Sama hvað gerist í Kastalanum í Rotterdam – íslenska liðið er á heimleið. Stelpurnar ætla sér sigur og að yfirgefa Holland með stolti. 26. júlí 2017 06:00
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti