Stór dagur fyrir Gylfa í dag Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. júlí 2017 09:09 Gylfi Þór Sigurðsson í æfingaleik með Swansea. Vísir/Getty Gylfi Þór Sigurðsson hittir í dag aftur liðsfélaga sína í Swansea eftir að hann missti af æfingaferð liðsins til Bandaríkjanna. Velski miðilinn Wales Online slær því upp að þetta sé stór dagur fyrir Gylfa þar sem að hans mál verði í brennidepli. Gylfi hefur verið sterklega orðaður við Everton að undanförnu en Swansea hafnaði á mánudag 40 milljóna tilboði í íslenska landsliðsmanninn. Sjá einnig: Swansea sagði líka „nei takk“ við nýja tilboðinu í Gylfa Bandarískir eigendur Swansea vilja fá 50 milljónir fyrir Gylfa og sætta sig við ekkert minna. Höfnuðu þeir tilboði Everton nánast samstundis á mánudag. Mál Gylfa Þórs hafa verið til mikillar umfjöllunar í allt sumar og ákvað hann að sleppa æfingaferð Swansea þar sem honum fannst hann ekki nógu vel stemmdur í hana, vegna óvissu um framtíð sína. Var það gert í samráði við forráðamenn félagsins.Mun Gylfi Þór Sigurðsson spila í bláu með bæði félagsliði og landsliði?Vísir/GettyGylfi hefur síðustu vikurnar verið að æfa með U-23 liði Swansea og þarf Paul Clement, stjóri Swansea, nú að ákveða hvort að hann eigi að taka Gylfa aftur inn í aðalhópinn nú þegar æfingar hefjast aftur í heimabyggð, að sögn Wales Online. Sjá einnig: BBC: Tilboð Everton í Gylfa í gær var það fyrsta Líklegt er að viðræður á milli Gylfa og forráðamenn félagsins þurfi fyrst að eiga sér stað. Hvað Everton varðar lítur Swansea nú á að boltinn sé hjá hinum bláklæddu í Bítlaborginni. Þeir eigi næsta skref í baráttunni um Gylfa. Swansea mætir Birmingham í æfingaleik á laugardag og hefur enn ekkert verið ákveðið hvort að Gylfi verði í hópi Swansea um helgina. Gylfi Þór á þrjú ár eftir af núverandi samningi sínum við Swansea. Enski boltinn Tengdar fréttir Swansea sagði líka „nei takk“ við nýja tilboðinu í Gylfa Forráðamenn Swansea City voru ekki lengi að hafna tilboði Everton í íslenska landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson. 24. júlí 2017 19:35 Sky Sports: Everton hækkar tilboð sitt í Gylfa upp í 45 milljónir punda Samkvæmt heimildum Sky Sports þá hefur Everton komið með nýtt tilboð í íslenska landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson. 24. júlí 2017 18:11 BBC: Tilboð Everton í Gylfa í gær var það fyrsta Bauð 40 milljónir punda í íslenska landsliðsmanninn en tilboðinu var hafnað umsvifalaust. 25. júlí 2017 10:45 Eigendur Swansea vara Everton við og vilja fá Gylfa til Bandaríkjanna Gylfi Þór Sigurðsson gæti farið í æfingaferðina til Bandaríkjanna eftir allt saman ef marka má frétt Wales Online um viðbrögð eigenda Swansea City við því að besti leikmaður liðsins sæti heima. 14. júlí 2017 11:00 Stjóri Swansea að gefast upp í baráttunni um Gylfa sem fer ekki með til Bandaríkjanna Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea City, fór langt með að henda inn hvíta handklæðinu í viðtali við BBC um framtíð Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá velska félaginu. 13. júlí 2017 09:00 Mest lesið Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Hislop með krabbamein Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson hittir í dag aftur liðsfélaga sína í Swansea eftir að hann missti af æfingaferð liðsins til Bandaríkjanna. Velski miðilinn Wales Online slær því upp að þetta sé stór dagur fyrir Gylfa þar sem að hans mál verði í brennidepli. Gylfi hefur verið sterklega orðaður við Everton að undanförnu en Swansea hafnaði á mánudag 40 milljóna tilboði í íslenska landsliðsmanninn. Sjá einnig: Swansea sagði líka „nei takk“ við nýja tilboðinu í Gylfa Bandarískir eigendur Swansea vilja fá 50 milljónir fyrir Gylfa og sætta sig við ekkert minna. Höfnuðu þeir tilboði Everton nánast samstundis á mánudag. Mál Gylfa Þórs hafa verið til mikillar umfjöllunar í allt sumar og ákvað hann að sleppa æfingaferð Swansea þar sem honum fannst hann ekki nógu vel stemmdur í hana, vegna óvissu um framtíð sína. Var það gert í samráði við forráðamenn félagsins.Mun Gylfi Þór Sigurðsson spila í bláu með bæði félagsliði og landsliði?Vísir/GettyGylfi hefur síðustu vikurnar verið að æfa með U-23 liði Swansea og þarf Paul Clement, stjóri Swansea, nú að ákveða hvort að hann eigi að taka Gylfa aftur inn í aðalhópinn nú þegar æfingar hefjast aftur í heimabyggð, að sögn Wales Online. Sjá einnig: BBC: Tilboð Everton í Gylfa í gær var það fyrsta Líklegt er að viðræður á milli Gylfa og forráðamenn félagsins þurfi fyrst að eiga sér stað. Hvað Everton varðar lítur Swansea nú á að boltinn sé hjá hinum bláklæddu í Bítlaborginni. Þeir eigi næsta skref í baráttunni um Gylfa. Swansea mætir Birmingham í æfingaleik á laugardag og hefur enn ekkert verið ákveðið hvort að Gylfi verði í hópi Swansea um helgina. Gylfi Þór á þrjú ár eftir af núverandi samningi sínum við Swansea.
Enski boltinn Tengdar fréttir Swansea sagði líka „nei takk“ við nýja tilboðinu í Gylfa Forráðamenn Swansea City voru ekki lengi að hafna tilboði Everton í íslenska landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson. 24. júlí 2017 19:35 Sky Sports: Everton hækkar tilboð sitt í Gylfa upp í 45 milljónir punda Samkvæmt heimildum Sky Sports þá hefur Everton komið með nýtt tilboð í íslenska landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson. 24. júlí 2017 18:11 BBC: Tilboð Everton í Gylfa í gær var það fyrsta Bauð 40 milljónir punda í íslenska landsliðsmanninn en tilboðinu var hafnað umsvifalaust. 25. júlí 2017 10:45 Eigendur Swansea vara Everton við og vilja fá Gylfa til Bandaríkjanna Gylfi Þór Sigurðsson gæti farið í æfingaferðina til Bandaríkjanna eftir allt saman ef marka má frétt Wales Online um viðbrögð eigenda Swansea City við því að besti leikmaður liðsins sæti heima. 14. júlí 2017 11:00 Stjóri Swansea að gefast upp í baráttunni um Gylfa sem fer ekki með til Bandaríkjanna Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea City, fór langt með að henda inn hvíta handklæðinu í viðtali við BBC um framtíð Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá velska félaginu. 13. júlí 2017 09:00 Mest lesið Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Hislop með krabbamein Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Sjá meira
Swansea sagði líka „nei takk“ við nýja tilboðinu í Gylfa Forráðamenn Swansea City voru ekki lengi að hafna tilboði Everton í íslenska landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson. 24. júlí 2017 19:35
Sky Sports: Everton hækkar tilboð sitt í Gylfa upp í 45 milljónir punda Samkvæmt heimildum Sky Sports þá hefur Everton komið með nýtt tilboð í íslenska landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson. 24. júlí 2017 18:11
BBC: Tilboð Everton í Gylfa í gær var það fyrsta Bauð 40 milljónir punda í íslenska landsliðsmanninn en tilboðinu var hafnað umsvifalaust. 25. júlí 2017 10:45
Eigendur Swansea vara Everton við og vilja fá Gylfa til Bandaríkjanna Gylfi Þór Sigurðsson gæti farið í æfingaferðina til Bandaríkjanna eftir allt saman ef marka má frétt Wales Online um viðbrögð eigenda Swansea City við því að besti leikmaður liðsins sæti heima. 14. júlí 2017 11:00
Stjóri Swansea að gefast upp í baráttunni um Gylfa sem fer ekki með til Bandaríkjanna Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea City, fór langt með að henda inn hvíta handklæðinu í viðtali við BBC um framtíð Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá velska félaginu. 13. júlí 2017 09:00