Pétur sér fyrir sér nýjan meðlim í íslenska NBA-klúbbnum | Þetta segir hann um Tryggva Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júlí 2017 20:00 Tryggvi Snær Hlinason hefur alla burði til að fara í NBA-deildina í körfubolta segir körfuboltagoðsögnin Pétur Guðmundsson. Pétur þekkir hlutverk stóra mannsins í íþróttinni og nú sér ýmislegt spennandi í öðrum risa, Bárðdælingnum Tryggva Snæ. Tryggvi var valinn í fimm manna úrvalslið á Evrópumóti leikmanna 20 ára og yngri sem lauk á Krít um helgina. Hann var með flesta framlagspunkta í keppninni, varði flest skot i, varð í þriðja sæti á frákastalistanum og í sjöunda sæti yfir stigahæstu leikmennina. Tryggvi, sem verður tvítugur í lok október, er tveir metrar og sextán sentímetrar á hæð, tveimur sentímetrum lægri en Pétur. Hve góður getur Tryggvi orðið? „Framfarirnar sem hann hefur sýnt hingað til eru alveg ótrúlegar. Ég engar takmarkanir á því hversu góður hann getur orðið, “ sagði Pétur Guðmundsson í viðtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Tryggvi Snær yfirgefur Þór á Akureyri og gengur til liðs við hið geysisterka lið Valencia. En getur hann komist í NBA-deildina? „Ég sé það alveg fyrir mér að hann ætti að geta það. Ég held að það sé mjög gott mál að hann sé að byrja þarna í unglingaprógramminu hjá Valencia því það kemur til með að undirbúa hann enn betur,“ sagði Pétur „Hann er búinn að sýna það í Evrópumótinu að framfarirnar eru búnar að vera alveg gífurlegar á þessum þremur árum sem hann er búinn að vera að spila í íslenska boltann, “ sagði Pétur en hvað við Tryggva finnst Pétur vera mest spennandi? „Hann hefur tólin. Hann er stór, með langa handleggi og stórar hendur. Hann er náttúrulega sterkur og nýtir sér það vel. Leikskilningurinn er síðan alveg ótrúlegur hjá svona ungum manni sem hefur ekki spilað lengur en þetta. Sérstaklega í vörninni er hann að skilja hvað hann þarf að gera til þess að hjálpa liðinu,“ sagði Pétur. Það má sjá allt innslagið og viðtalið við Pétur í spilaranum hér fyrir ofan. EM 2017 í Finnlandi Körfubolti Íslenski körfuboltinn NBA Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Fleiri fréttir Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Sjá meira
Tryggvi Snær Hlinason hefur alla burði til að fara í NBA-deildina í körfubolta segir körfuboltagoðsögnin Pétur Guðmundsson. Pétur þekkir hlutverk stóra mannsins í íþróttinni og nú sér ýmislegt spennandi í öðrum risa, Bárðdælingnum Tryggva Snæ. Tryggvi var valinn í fimm manna úrvalslið á Evrópumóti leikmanna 20 ára og yngri sem lauk á Krít um helgina. Hann var með flesta framlagspunkta í keppninni, varði flest skot i, varð í þriðja sæti á frákastalistanum og í sjöunda sæti yfir stigahæstu leikmennina. Tryggvi, sem verður tvítugur í lok október, er tveir metrar og sextán sentímetrar á hæð, tveimur sentímetrum lægri en Pétur. Hve góður getur Tryggvi orðið? „Framfarirnar sem hann hefur sýnt hingað til eru alveg ótrúlegar. Ég engar takmarkanir á því hversu góður hann getur orðið, “ sagði Pétur Guðmundsson í viðtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Tryggvi Snær yfirgefur Þór á Akureyri og gengur til liðs við hið geysisterka lið Valencia. En getur hann komist í NBA-deildina? „Ég sé það alveg fyrir mér að hann ætti að geta það. Ég held að það sé mjög gott mál að hann sé að byrja þarna í unglingaprógramminu hjá Valencia því það kemur til með að undirbúa hann enn betur,“ sagði Pétur „Hann er búinn að sýna það í Evrópumótinu að framfarirnar eru búnar að vera alveg gífurlegar á þessum þremur árum sem hann er búinn að vera að spila í íslenska boltann, “ sagði Pétur en hvað við Tryggva finnst Pétur vera mest spennandi? „Hann hefur tólin. Hann er stór, með langa handleggi og stórar hendur. Hann er náttúrulega sterkur og nýtir sér það vel. Leikskilningurinn er síðan alveg ótrúlegur hjá svona ungum manni sem hefur ekki spilað lengur en þetta. Sérstaklega í vörninni er hann að skilja hvað hann þarf að gera til þess að hjálpa liðinu,“ sagði Pétur. Það má sjá allt innslagið og viðtalið við Pétur í spilaranum hér fyrir ofan.
EM 2017 í Finnlandi Körfubolti Íslenski körfuboltinn NBA Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Fleiri fréttir Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Sjá meira