Núllstilling eftir ofhitnun Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. júlí 2017 20:30 Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði í fyrsta skipti í tvö ár í síðasta mánuði og vísbendingar eru um að breytingar á markaðnum séu framundan. Fasteignasali talar um núllstillingu eftir ofhitnun markaðarins. Verulega dró úr hækkunum á fasteignaverði á höfuðborgarsvæðinu í júní miðað við fyrri mánuði. Rétt er að taka fram að rólegur tími í viðskiptum er að nálgast en þetta eru þó rólegustu tölur síðustu tveggja ára. Verð á sérbýli hækkaði um 1,6% en verð á fjölbýli lækkaði hins vegar um 0,2%. Sérfræðingur í hagfræðideild Landsbankans segir þróunina athyglisverða. „Þetta er fyrsta merki um að eitthvað sé að lækka í langan, langan tíma. Í fyrsta skipti í tvö ár sem það er svona lítil hækkun og í fyrsta skipti í tvö ár sem fjölbýli lækkar í verði," segir Ari Skúlason, sérfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans. Tölur sýna að auglýstum fasteignum hefur fjölgað aðeins á allra síðustu mánuðum eftir að hafa verið í lágmarki í vor. Auk þess hefur sölutími íbúða lengst nokkuð eftir að hafa verið í sögulegu lágmarki á fyrstu mánuðum ársins. „Þetta eru smá vísbendingar um að eitthvað kunni að vera breytast," segir Ari. „Hvort við séum búin að ná botni og að við séum að fara aftur í hina áttina. Það er erfitt að segja." Hann bendir einnig á að mikil byggingastarfsemi hafi verið undanfarið þar sem hagstætt hefur verið að byggja. „Árangurinn af því fer smám saman að koma inn á markaðinn og er örugglega farið að koma inn nú þegar þannig að það bætir nú við framboðið." Breytingar virðast þannig vera í kortunum en tuttugu prósenta verðhækkunin sem hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir á þessu ári er að miklu leyti þegar komin fram. Er nú spáð mun hægari takti á næstu tveimur árum, eða átta prósent hækkun.Færast í eðlilegra horf Formaður félags fasteignasala segir sumarið vanalega vera rólegan tíma. Hins vegar hafi síðustu mánuðir verið rólegri en við var að búast. „Eftir páska ofhitnaði markaðurinn aðeins og verðin voru orðin mjög há. Hækkanir hafa verið mjög hraðar síðustu 12 mánuðina, þannig það hægði aðeins á. Það er svo sem ekkert óeðlilegt við það að fá núllstillingu á markaðinn aftur," segir Kjartan Hallgeirsson, formaður félags Fasteignasala. Hann segir breytingarnar frá vorinu nokkuð miklar þegar mikið kapphlaup var á markaðnum og algengt var að eignir seldust umsvifalaust og eftir aðeins eina stutta skoðun. „Ég held að þetta sé að færast í aðeins eðlilegra horf. Það er ekkert óeðlilegt við það að það taki nokkrar vikur að selja fasteign. Það er bara eðlilegur tími," segir Kjartan. Hann segir seljendur ekki hafa farið varhluta af umræðunni um miklar verðhækkanir. Undanfarið hafi margir búist við hærra verði en kaupendur séu tilbúnir að borga. Eignirnar hafi því staðnað á sölu ef verðið var ekki lækkað. „Auðvitað gerist það svolítið að þegar það eru svona hraðar hækkanir að einhverjar eignir hafa verið verðlagðar yfir markaðinn og búist við hærra verði en markaðurinn var tilbúinn að borga. En þess háttar réttir sig alltaf af," segir Kjartan. Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Skútu rak alla leið frá Englandi að Skaftafellsfjöru Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn „Ellilífeyrisþegar hafa það einna best í samfélaginu,“ segir ráðherra Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Sjá meira
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði í fyrsta skipti í tvö ár í síðasta mánuði og vísbendingar eru um að breytingar á markaðnum séu framundan. Fasteignasali talar um núllstillingu eftir ofhitnun markaðarins. Verulega dró úr hækkunum á fasteignaverði á höfuðborgarsvæðinu í júní miðað við fyrri mánuði. Rétt er að taka fram að rólegur tími í viðskiptum er að nálgast en þetta eru þó rólegustu tölur síðustu tveggja ára. Verð á sérbýli hækkaði um 1,6% en verð á fjölbýli lækkaði hins vegar um 0,2%. Sérfræðingur í hagfræðideild Landsbankans segir þróunina athyglisverða. „Þetta er fyrsta merki um að eitthvað sé að lækka í langan, langan tíma. Í fyrsta skipti í tvö ár sem það er svona lítil hækkun og í fyrsta skipti í tvö ár sem fjölbýli lækkar í verði," segir Ari Skúlason, sérfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans. Tölur sýna að auglýstum fasteignum hefur fjölgað aðeins á allra síðustu mánuðum eftir að hafa verið í lágmarki í vor. Auk þess hefur sölutími íbúða lengst nokkuð eftir að hafa verið í sögulegu lágmarki á fyrstu mánuðum ársins. „Þetta eru smá vísbendingar um að eitthvað kunni að vera breytast," segir Ari. „Hvort við séum búin að ná botni og að við séum að fara aftur í hina áttina. Það er erfitt að segja." Hann bendir einnig á að mikil byggingastarfsemi hafi verið undanfarið þar sem hagstætt hefur verið að byggja. „Árangurinn af því fer smám saman að koma inn á markaðinn og er örugglega farið að koma inn nú þegar þannig að það bætir nú við framboðið." Breytingar virðast þannig vera í kortunum en tuttugu prósenta verðhækkunin sem hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir á þessu ári er að miklu leyti þegar komin fram. Er nú spáð mun hægari takti á næstu tveimur árum, eða átta prósent hækkun.Færast í eðlilegra horf Formaður félags fasteignasala segir sumarið vanalega vera rólegan tíma. Hins vegar hafi síðustu mánuðir verið rólegri en við var að búast. „Eftir páska ofhitnaði markaðurinn aðeins og verðin voru orðin mjög há. Hækkanir hafa verið mjög hraðar síðustu 12 mánuðina, þannig það hægði aðeins á. Það er svo sem ekkert óeðlilegt við það að fá núllstillingu á markaðinn aftur," segir Kjartan Hallgeirsson, formaður félags Fasteignasala. Hann segir breytingarnar frá vorinu nokkuð miklar þegar mikið kapphlaup var á markaðnum og algengt var að eignir seldust umsvifalaust og eftir aðeins eina stutta skoðun. „Ég held að þetta sé að færast í aðeins eðlilegra horf. Það er ekkert óeðlilegt við það að það taki nokkrar vikur að selja fasteign. Það er bara eðlilegur tími," segir Kjartan. Hann segir seljendur ekki hafa farið varhluta af umræðunni um miklar verðhækkanir. Undanfarið hafi margir búist við hærra verði en kaupendur séu tilbúnir að borga. Eignirnar hafi því staðnað á sölu ef verðið var ekki lækkað. „Auðvitað gerist það svolítið að þegar það eru svona hraðar hækkanir að einhverjar eignir hafa verið verðlagðar yfir markaðinn og búist við hærra verði en markaðurinn var tilbúinn að borga. En þess háttar réttir sig alltaf af," segir Kjartan.
Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Skútu rak alla leið frá Englandi að Skaftafellsfjöru Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn „Ellilífeyrisþegar hafa það einna best í samfélaginu,“ segir ráðherra Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Sjá meira