Bandaríska sundkonan Katie Ledecky endurskrifaði sögu heimsmeistaramótsins í sundi í dag þegar hún tryggði sér öruggan sigur í 1500 metra skriðsundi.
Katie Ledecky varð með þessu fyrsta konan sem nær að vinna tólf gullverðlaun á HM í sundi en hún bætti met landa síns Missy Franklin.
Þetta voru þriðju gullverðlaun hennar á Heimsmeistaramótinu í Búdapest en hún hafði áður unnið 400 metra skriðsund og hjálpar bandarísku sveitinni að vinna 4 x 100 metra boðsund.
Katie Ledecky er hvergi nærri hætt á þessu móti því hún fær möguleika á því að bæta við þremur gullverðlaunum áður en heimsmeistaramótið klárast. Þá væri hún komin með fimmtán gull samtals.
Katie Ledecky hélt upp á tvítugsafmælið sitt í marsmánuði og ætti því að hafa tækifæri til að keppa á mörgum heimsmeistaramótum til viðbótar.
Hún vann einnig fimm gull og eitt silfur á Ólympíuleikunum í Ríó og er nú handhafi heimsmetanna í 400, 800 og 1500 metra skriðsundi en alls hefur Katie Ledecky sett þrettán heimsmet á ferlinum.
Heimsmeistaragull Katie Ledecky til þessa:
HM 2013 í Barcelona á Spáni - 4 gull
400 metra skriðsund
800 metra skriðsund
1500 metra skriðsund
4 x 200 metra boðsund
HM 2015 í Kazan í Rússlandi - 5 gull
200 metra skriðsund
400 metra skriðsund
800 metra skriðsund
1500 metra skriðsund
4 x 200 metra boðsund
HM 2017 í Búdapest í Ungverjalandi - 3 gull
400 metra skriðsund
1500 metra skriðsund
4 x 100 metra boðsund
Katie Ledecky sú fyrsta til að vinna tólf HM-gull
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Lærðu að fagna eins og verðandi feður
Íslenski boltinn

„Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“
Íslenski boltinn

Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum
Íslenski boltinn

Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi
Íslenski boltinn

KA búið að landa fyrirliða Lyngby
Íslenski boltinn

Dæmd í bann fyrir að klípa í klof
Fótbolti

Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur
Enski boltinn
