Team Sleipnir náði 15. sæti í Formula Student Sæunn Gísladóttir skrifar 25. júlí 2017 14:54 Bíllinn sló aldrei feilpúst og hafnaði Team Sleipnir í 15. sæti yfir það heila sem er magnaður árangur. Mynd/Aðsend Á fornfrægu Silverstone kappakstursbrautinni í Englandi er árlega haldin keppni háskólanema í hönnun og gerð kappakstursbíla. Bílarnir þreyta ýmis próf og keppa sín á milli ásamt því að liðin þurfa að halda fyrirlestra um önnur verkfræðileg verkefni tengd hönnun, kostnaði og viðskiptum. Tekin eru saman stig úr öllum flokkum í lokin og krýndur sigurvegari. Fram kemur í tilkynningu að um 2.000 nemendur frá yfir 90 háskólum frá 30 löndum kepptu þetta árið. Fyrir Íslands hönd keppti liðið Team Sleipnir sem er skipað verkfræði- og tæknifræðinemendum Háskólans í Reykjavík. Bíll þeirra, RU17, fór í gegnum skoðanir og athuganir án mikilla vandræða og fékk þátttökurétt í hinum fjölmörgu kappakstursgreinum sem keppt er í, en það tókst alls ekki öllum liðum. Fyrst var keppt í „Skid Pad“ þar sem keyrt er í form tölustafsins 8 til að sýna fram á grip og stöðugleika bílsins og lenti Team Sleipnir í 20. sæti. Athuguð var hröðun þar sem Team Sleipnir endaði í 16. sæti. Ekið var á braut á móti klukkunni og hafnaði Team Sleipnir í 17. sæti í þeirri grein. Síðasta og jafnframt erfiðasta keppnin var þolakstur þar sem keyrðir voru 22 hringir í braut á meðan aðrir bílar voru í brautinni á sama tíma. Tekið var tillit til heildartíma sem og bensínnotkun og endaði RU17 í 11. sæti. Bíllinn sló aldrei feilpúst og hafnaði Team Sleipnir í 15. sæti yfir það heila sem er magnaður árangur. Fyrsta sætinu landaði Cardiff University sem er jafnframt fyrsti sigur bresks háskóla í sögu keppninnar. Var þetta aðeins í annað skiptið sem Team Sleipnir tók þátt í keppninni en liðið náði 74. sæti í fyrra, 15. sæti í ár og liggur leiðin aðeins upp á við. Nánari umfjöllun um Team Sleipni verður í næsta bílablaði Fréttablaðsins. Bílar Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent
Á fornfrægu Silverstone kappakstursbrautinni í Englandi er árlega haldin keppni háskólanema í hönnun og gerð kappakstursbíla. Bílarnir þreyta ýmis próf og keppa sín á milli ásamt því að liðin þurfa að halda fyrirlestra um önnur verkfræðileg verkefni tengd hönnun, kostnaði og viðskiptum. Tekin eru saman stig úr öllum flokkum í lokin og krýndur sigurvegari. Fram kemur í tilkynningu að um 2.000 nemendur frá yfir 90 háskólum frá 30 löndum kepptu þetta árið. Fyrir Íslands hönd keppti liðið Team Sleipnir sem er skipað verkfræði- og tæknifræðinemendum Háskólans í Reykjavík. Bíll þeirra, RU17, fór í gegnum skoðanir og athuganir án mikilla vandræða og fékk þátttökurétt í hinum fjölmörgu kappakstursgreinum sem keppt er í, en það tókst alls ekki öllum liðum. Fyrst var keppt í „Skid Pad“ þar sem keyrt er í form tölustafsins 8 til að sýna fram á grip og stöðugleika bílsins og lenti Team Sleipnir í 20. sæti. Athuguð var hröðun þar sem Team Sleipnir endaði í 16. sæti. Ekið var á braut á móti klukkunni og hafnaði Team Sleipnir í 17. sæti í þeirri grein. Síðasta og jafnframt erfiðasta keppnin var þolakstur þar sem keyrðir voru 22 hringir í braut á meðan aðrir bílar voru í brautinni á sama tíma. Tekið var tillit til heildartíma sem og bensínnotkun og endaði RU17 í 11. sæti. Bíllinn sló aldrei feilpúst og hafnaði Team Sleipnir í 15. sæti yfir það heila sem er magnaður árangur. Fyrsta sætinu landaði Cardiff University sem er jafnframt fyrsti sigur bresks háskóla í sögu keppninnar. Var þetta aðeins í annað skiptið sem Team Sleipnir tók þátt í keppninni en liðið náði 74. sæti í fyrra, 15. sæti í ár og liggur leiðin aðeins upp á við. Nánari umfjöllun um Team Sleipni verður í næsta bílablaði Fréttablaðsins.
Bílar Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent