Fordæmir ræsi frá Vegagerðinni á „heilögu svæði“ í Landmannalaugum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 25. júlí 2017 06:00 Nýju ræsin tvö í Landmannalaugum og raskið í kring um þau þykja lítil staðarprýði. Mynd/Smári Róbertsson „Það eina rétta í stöðunni er að þetta verði fjarlægt þegar í stað,“ segir Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, um ræsi sem fyrirvaralaust voru sett ofan í Laugalæk við Landmannalaugar um þarsíðustu helgi. Ræsunum var komið fyrir af verktaka á vegum Vegagerðarinnar á Suðurlandi. Óhætt er að segja að framkvæmdin hafi farið illa í þá sem starfa í Landmannalaugum eða tengjast staðnum á einhvern hátt. Forundran og hörð gagnrýni einkennir umræðu um málið. „Það er mikil reiði og hneykslan meðal ferðaþjónustuaðila á svæðinu,“ segir Páll. Hann bendir á að mannvirkið breyti upplifun fólks af óspilltri náttúru og því að keyra yfir ár og læki. Þarna kemur þessi stórfellda framkvæmd mitt inn í þetta heilaga svæði.“Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands.vísir/stefánLaugalækur rennur úr Landmannalaugum og er fyrir innan Námskvísl sem enn er óbrúuð. „Við höfðum enga hugmynd um þetta og enginn sem við heyrðum í virtist vita nokkuð um þetta. Að því er virðist var þetta gert án vitundar og samráðs við nokkurn mann,“ segir Páll sem kveðst hafa fengið haldlitlar skýringu á málinu hjá Vegagerðinni. „Hún var á þeim nótum að þarna væru bílar að festa sig og yrðu drullugir,“ Páll segir slæmt að framkvæmdin sé þvert á öll áform í yfirstandandi deiliskipulagsvinnu þar sem færa eigi bílastæði og rýma. Landmannalaugar af mannvirkjum. „Allar aðrar framkvæmdir hafa verið óheimilar á meðan og þarna kemur allt í einu þessi stórgerða framkvæmd sem virðist einhvern veginn fara fram hjá öllu kerfinu. Það er verið að bæta aðgengi og gefa möguleika á að Yaris bílaleigubílar streymi þarna inn eftir. Og þetta er líka algerlega þvert gegn sýninni um óspillta náttúru á svæðinu.“Fara þarf yfir Námskvísl áður en komið er að ræsunum yfir Laugalæk.Mynd/Smári RóbertssonPáll segir umferð inn á svæðið ekki hafa aukist enn vegna framkvæmdarinnar. „En þetta býður hættunni heim að einhverjir freistist til að keyra á fólksbílum yfir Námskvíslina þegar þeir sjá þessi ræsi í Laugalæk hinum megin við ána. Þegar þú ert kominn á hinn bakkann og sérð að þarna er kominn vegur eru meiri líkur á að þú leggir af stað. Þar væri bæði hætta fyrir fólk og farartæki því Námskvísl getur verið erfið viðureignar.“ Hákon Ásgeirsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir Vegagerðina hafa rætt hugmyndina við stofnunina. „Svo hefur farið framhjá þeim að þetta þyrfti að fara í gegnum leyfisveitingu,“ segir Hákon og bætir við að fólk átti sig ekki oft á því hvað sé leyfisskilt. Hvorki náðist í gær tal af Svani G. Bjarnasyni, svæðisstjóra Vegagerðarinnar á Suðurlandi, né Ágústi Sigurðssyni, sveitarstjóra Rangárþings ytra sem fer með skipulagsvald á svæðinu. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Sjá meira
„Það eina rétta í stöðunni er að þetta verði fjarlægt þegar í stað,“ segir Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, um ræsi sem fyrirvaralaust voru sett ofan í Laugalæk við Landmannalaugar um þarsíðustu helgi. Ræsunum var komið fyrir af verktaka á vegum Vegagerðarinnar á Suðurlandi. Óhætt er að segja að framkvæmdin hafi farið illa í þá sem starfa í Landmannalaugum eða tengjast staðnum á einhvern hátt. Forundran og hörð gagnrýni einkennir umræðu um málið. „Það er mikil reiði og hneykslan meðal ferðaþjónustuaðila á svæðinu,“ segir Páll. Hann bendir á að mannvirkið breyti upplifun fólks af óspilltri náttúru og því að keyra yfir ár og læki. Þarna kemur þessi stórfellda framkvæmd mitt inn í þetta heilaga svæði.“Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands.vísir/stefánLaugalækur rennur úr Landmannalaugum og er fyrir innan Námskvísl sem enn er óbrúuð. „Við höfðum enga hugmynd um þetta og enginn sem við heyrðum í virtist vita nokkuð um þetta. Að því er virðist var þetta gert án vitundar og samráðs við nokkurn mann,“ segir Páll sem kveðst hafa fengið haldlitlar skýringu á málinu hjá Vegagerðinni. „Hún var á þeim nótum að þarna væru bílar að festa sig og yrðu drullugir,“ Páll segir slæmt að framkvæmdin sé þvert á öll áform í yfirstandandi deiliskipulagsvinnu þar sem færa eigi bílastæði og rýma. Landmannalaugar af mannvirkjum. „Allar aðrar framkvæmdir hafa verið óheimilar á meðan og þarna kemur allt í einu þessi stórgerða framkvæmd sem virðist einhvern veginn fara fram hjá öllu kerfinu. Það er verið að bæta aðgengi og gefa möguleika á að Yaris bílaleigubílar streymi þarna inn eftir. Og þetta er líka algerlega þvert gegn sýninni um óspillta náttúru á svæðinu.“Fara þarf yfir Námskvísl áður en komið er að ræsunum yfir Laugalæk.Mynd/Smári RóbertssonPáll segir umferð inn á svæðið ekki hafa aukist enn vegna framkvæmdarinnar. „En þetta býður hættunni heim að einhverjir freistist til að keyra á fólksbílum yfir Námskvíslina þegar þeir sjá þessi ræsi í Laugalæk hinum megin við ána. Þegar þú ert kominn á hinn bakkann og sérð að þarna er kominn vegur eru meiri líkur á að þú leggir af stað. Þar væri bæði hætta fyrir fólk og farartæki því Námskvísl getur verið erfið viðureignar.“ Hákon Ásgeirsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir Vegagerðina hafa rætt hugmyndina við stofnunina. „Svo hefur farið framhjá þeim að þetta þyrfti að fara í gegnum leyfisveitingu,“ segir Hákon og bætir við að fólk átti sig ekki oft á því hvað sé leyfisskilt. Hvorki náðist í gær tal af Svani G. Bjarnasyni, svæðisstjóra Vegagerðarinnar á Suðurlandi, né Ágústi Sigurðssyni, sveitarstjóra Rangárþings ytra sem fer með skipulagsvald á svæðinu.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent