Fyrirskipa ákæru í nauðgunarmáli sem var áður fellt niður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. júlí 2017 06:00 Kærasti konunnar fékk á dögunum fimm mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir að hafa ráðist á meintan geranda í Krónunni. vísir/eyþór Ríkissaksóknari hefur fellt niður ákvörðun héraðssaksóknara um að gefa ekki út ákæru í nauðgunarmáli. Brotið átti sér stað í heimahúsi fyrir fimm árum en var ekki kært til lögreglu fyrr en fyrir um tveimur árum. Málið komst í kastljós fjölmiðla þegar unnusti konunnar réðist á hinn grunaða í verslun Krónunnar á Granda. Um fimm ár eru síðan konan fór í partý með þáverandi kærasta sínum þar sem hún hitti vin kærastans. Morguninn eftir vaknaði hún við hliðina á umræddum vini sem hún segir hafa brotið á henni um nóttina. Konan kærði málið þremur árum síðar. Lögregla rannsakaði málið og fór það í framhaldinu á borð héraðssaksóknara. Þar var málið fellt niður.Telja líkur á sakfellingu Konan leitaði til Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hæstaréttarlögmanns sem kærði ákvörðunina til ríkissaksóknara. Ríkissaksóknari komst að þeirri niðurstöðu á dögunum að héraðssaksóknara bæri að gefa út ákæru í málinu. Það staðfestir Daði Kristjánsson, saksóknari hjá Embætti ríkissaksóknara, við Fréttablaðið. Athygli vekur að ríkissaksóknari kallar ekki eftir því að héraðssaksóknari skoði málið betur heldur vill að ákæra verði gefin út í málinu. Það bendir til þess að ríkissaksóknari telji meiri líkur en minni á sakfellingu í málinu.Kærasti réðst á hinn grunaða Kærasti konunnar fékk á dögunum fimm mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir að hafa ráðist á meintan geranda í Krónunni. Var kærastinn við afgreiðslukassann ásamt konunni sem þá var nýbúin að kæra nauðgunina. Konan hneig niður þegar hún sá manninn og brást kærastinn við með því að ganga aftan að manninum og kýla með krepptum hnefa í andlitið. Í framhaldinu kýldi hann manninn áfram í andlitið þar sem hann lá á gólfinu. Hann viðurkenndi brotið en bar fyrir sig að hafa misst stjórn á skapi sínu. Honum var gert að greiða meintum nauðgara 400 þúsund krónur í skaðabætur sem og allan sakarkostnað.Fréttin hefur verið uppfærð. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hefur ekki lagt fram kæru vegna líkamsárásar í Krónunni Lögregla kom á staðinn og bæði gerandi og fórnarlamb voru á bak og burt. 20. júní 2016 14:09 Líkamsárás í Krónunni Granda Maðurinn var illa útleikinn eftir hnefahögg. 19. júní 2016 18:35 Fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás í Krónunni Maðurinn réðist á annan mann í Krónunni á Granda sem unnusta hans hafði kært fyrir nauðgun. 26. júní 2017 15:12 Líkamsárás í Krónunni: Nefbrotinn og hyggst leggja fram kæru á miðvikudag Fórnarlambið var statt í grænmetisdeild Krónunnar á Granda þegar maður réðst að honum. 20. júní 2016 15:50 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur fellt niður ákvörðun héraðssaksóknara um að gefa ekki út ákæru í nauðgunarmáli. Brotið átti sér stað í heimahúsi fyrir fimm árum en var ekki kært til lögreglu fyrr en fyrir um tveimur árum. Málið komst í kastljós fjölmiðla þegar unnusti konunnar réðist á hinn grunaða í verslun Krónunnar á Granda. Um fimm ár eru síðan konan fór í partý með þáverandi kærasta sínum þar sem hún hitti vin kærastans. Morguninn eftir vaknaði hún við hliðina á umræddum vini sem hún segir hafa brotið á henni um nóttina. Konan kærði málið þremur árum síðar. Lögregla rannsakaði málið og fór það í framhaldinu á borð héraðssaksóknara. Þar var málið fellt niður.Telja líkur á sakfellingu Konan leitaði til Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hæstaréttarlögmanns sem kærði ákvörðunina til ríkissaksóknara. Ríkissaksóknari komst að þeirri niðurstöðu á dögunum að héraðssaksóknara bæri að gefa út ákæru í málinu. Það staðfestir Daði Kristjánsson, saksóknari hjá Embætti ríkissaksóknara, við Fréttablaðið. Athygli vekur að ríkissaksóknari kallar ekki eftir því að héraðssaksóknari skoði málið betur heldur vill að ákæra verði gefin út í málinu. Það bendir til þess að ríkissaksóknari telji meiri líkur en minni á sakfellingu í málinu.Kærasti réðst á hinn grunaða Kærasti konunnar fékk á dögunum fimm mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir að hafa ráðist á meintan geranda í Krónunni. Var kærastinn við afgreiðslukassann ásamt konunni sem þá var nýbúin að kæra nauðgunina. Konan hneig niður þegar hún sá manninn og brást kærastinn við með því að ganga aftan að manninum og kýla með krepptum hnefa í andlitið. Í framhaldinu kýldi hann manninn áfram í andlitið þar sem hann lá á gólfinu. Hann viðurkenndi brotið en bar fyrir sig að hafa misst stjórn á skapi sínu. Honum var gert að greiða meintum nauðgara 400 þúsund krónur í skaðabætur sem og allan sakarkostnað.Fréttin hefur verið uppfærð.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hefur ekki lagt fram kæru vegna líkamsárásar í Krónunni Lögregla kom á staðinn og bæði gerandi og fórnarlamb voru á bak og burt. 20. júní 2016 14:09 Líkamsárás í Krónunni Granda Maðurinn var illa útleikinn eftir hnefahögg. 19. júní 2016 18:35 Fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás í Krónunni Maðurinn réðist á annan mann í Krónunni á Granda sem unnusta hans hafði kært fyrir nauðgun. 26. júní 2017 15:12 Líkamsárás í Krónunni: Nefbrotinn og hyggst leggja fram kæru á miðvikudag Fórnarlambið var statt í grænmetisdeild Krónunnar á Granda þegar maður réðst að honum. 20. júní 2016 15:50 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Hefur ekki lagt fram kæru vegna líkamsárásar í Krónunni Lögregla kom á staðinn og bæði gerandi og fórnarlamb voru á bak og burt. 20. júní 2016 14:09
Fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás í Krónunni Maðurinn réðist á annan mann í Krónunni á Granda sem unnusta hans hafði kært fyrir nauðgun. 26. júní 2017 15:12
Líkamsárás í Krónunni: Nefbrotinn og hyggst leggja fram kæru á miðvikudag Fórnarlambið var statt í grænmetisdeild Krónunnar á Granda þegar maður réðst að honum. 20. júní 2016 15:50