Endurfundir í Hollandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. júlí 2017 09:00 Hollendingurinn Peter Houwer mætir í stúkuna á morgun og tekur víkingaklapp í íslenskri landsliðstreyju merktri Dagnýju. vísir/tom Leikur Íslands gegn Hollandi í riðlakeppni EM kvenna í Svíþjóð sumarið 2013 er ekki aðeins minnisstæður fyrir frækinn íslenskan sigur. Mark Dagnýjar Brynjarsdóttur tryggði Íslandi sæti í átta liða úrslitum mótsins á kostnað Hollands. Brynjar Svansson, faðir Dagnýjar, eignaðist vin þennan dag, Hollendinginn Peter Houwer, sem hefur bæði heimsótt hann til Íslands og var mættur á leikinn gegn Sviss á laugardaginn. Þeir Brynjar og Peter hittust fyrir leikinn í Växjö fyrir fjórum árum. „Þá benti ég honum á að við myndum vinna Hollendinga en hann var ósammála,“ segir Brynjar sem gat sannarlega fagnað í leikslok. „Ég hitti hann svo aftur á bar um kvöldið, hann bauð mér upp á drykk og við skiptumst á treyjum. Við höfum verið í sambandi síðan.“ Vinur Peters er faðir landsliðsmarkvarðar Hollands. Fylgir Peter því liðinu afar vel eftir og styður það. Árið 2015 mættust Ísland og Holland í vináttuleik og Peter kíkti í heimsókn.Brynjar Peter„Ég fór með hann gullna hringinn,“ segir Brynjar sem er búsettur á Hellu eins og móðir Dagnýjar og hennar nánasta fjölskylda. Brynjar og Peter fóru saman á viðureign Íslands og Sviss í Doetinchem á laugardaginn, báðir í bláum treyjum númer 10 merktum Dagnýju. Treyja Peters er merkt Dagný og treyja pabbans Brynjarsdóttir. „Hann er stuðningsmaður Íslands,“ segir Brynjar. Peter ætlar líka á leikinn í Rotterdam á morgun og ætlar að taka tvo, þrjá vini með sér. Fleiri Hollendingar eru klæddir í íslenska landsliðstreyju númer tíu fyrir tilstilli Brynjars. Hann hitti nokkra Hollendinga í íþróttavöruverslun á laugardaginn sem ætluðu að kaupa sér íslensku landsliðstreyjuna. „Þeir voru að spyrja mig hvað Brynjarsdóttir þýddi,“ segir Brynjar. Hann hafi útskýrt fyrir þeim að leikmaður númer tíu væri dóttir hans og hann héti Brynjar. Því stæði Brynjarsdóttir. „Þeim fannst þetta svo æðislegt að þeir ætluðu að skella tíunni á bakið.“ Dagný og stelpurnar okkar mæta Austurríki á morgun í Rotterdam. Dagný segist verða klár í slaginn en hún fékk að kenna á tökkum fyrirliða Sviss, Lauru Dickenmann, í tapleiknum á laugardaginn svo stórsá á henni. „Þær hafa ábyggilega ætlað að slátra henni. Það eru það miklir áverkar á henni,“ segir Brynjar. Fyrirliði Sviss fékk aðeins gult spjald en verðskuldaði rautt. „Maður sá að þær voru að nuddast í henni allan leikinn vitandi að hún væri meidd.“ EM 2017 í Hollandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Sjá meira
Leikur Íslands gegn Hollandi í riðlakeppni EM kvenna í Svíþjóð sumarið 2013 er ekki aðeins minnisstæður fyrir frækinn íslenskan sigur. Mark Dagnýjar Brynjarsdóttur tryggði Íslandi sæti í átta liða úrslitum mótsins á kostnað Hollands. Brynjar Svansson, faðir Dagnýjar, eignaðist vin þennan dag, Hollendinginn Peter Houwer, sem hefur bæði heimsótt hann til Íslands og var mættur á leikinn gegn Sviss á laugardaginn. Þeir Brynjar og Peter hittust fyrir leikinn í Växjö fyrir fjórum árum. „Þá benti ég honum á að við myndum vinna Hollendinga en hann var ósammála,“ segir Brynjar sem gat sannarlega fagnað í leikslok. „Ég hitti hann svo aftur á bar um kvöldið, hann bauð mér upp á drykk og við skiptumst á treyjum. Við höfum verið í sambandi síðan.“ Vinur Peters er faðir landsliðsmarkvarðar Hollands. Fylgir Peter því liðinu afar vel eftir og styður það. Árið 2015 mættust Ísland og Holland í vináttuleik og Peter kíkti í heimsókn.Brynjar Peter„Ég fór með hann gullna hringinn,“ segir Brynjar sem er búsettur á Hellu eins og móðir Dagnýjar og hennar nánasta fjölskylda. Brynjar og Peter fóru saman á viðureign Íslands og Sviss í Doetinchem á laugardaginn, báðir í bláum treyjum númer 10 merktum Dagnýju. Treyja Peters er merkt Dagný og treyja pabbans Brynjarsdóttir. „Hann er stuðningsmaður Íslands,“ segir Brynjar. Peter ætlar líka á leikinn í Rotterdam á morgun og ætlar að taka tvo, þrjá vini með sér. Fleiri Hollendingar eru klæddir í íslenska landsliðstreyju númer tíu fyrir tilstilli Brynjars. Hann hitti nokkra Hollendinga í íþróttavöruverslun á laugardaginn sem ætluðu að kaupa sér íslensku landsliðstreyjuna. „Þeir voru að spyrja mig hvað Brynjarsdóttir þýddi,“ segir Brynjar. Hann hafi útskýrt fyrir þeim að leikmaður númer tíu væri dóttir hans og hann héti Brynjar. Því stæði Brynjarsdóttir. „Þeim fannst þetta svo æðislegt að þeir ætluðu að skella tíunni á bakið.“ Dagný og stelpurnar okkar mæta Austurríki á morgun í Rotterdam. Dagný segist verða klár í slaginn en hún fékk að kenna á tökkum fyrirliða Sviss, Lauru Dickenmann, í tapleiknum á laugardaginn svo stórsá á henni. „Þær hafa ábyggilega ætlað að slátra henni. Það eru það miklir áverkar á henni,“ segir Brynjar. Fyrirliði Sviss fékk aðeins gult spjald en verðskuldaði rautt. „Maður sá að þær voru að nuddast í henni allan leikinn vitandi að hún væri meidd.“
EM 2017 í Hollandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Sjá meira