Helmingur starfsmanna orðið fyrir ofbeldi í starfi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. júlí 2017 18:38 Helmingur barnaverndarstarfsmanna í Reykjavík segist hafa orðið fyrir ofbeldi í starfi af hálfu aðstandenda barnanna og dæmi eru um þeir hætti að mæta í vinnuna vegna þessa. Sérfræðingur hjá Barnaverndarstofu segir þetta mikið áhyggjuefni og vill að gripið verði inn í. Samkvæmt nýlegri viðhorfskönnun hafa fimmtíu prósent starfsmanna Barnaverndar Reykjavíkur orðið fyrir einhvers konar aðkasti; líkamlegu áreiti, kynferðislegu áreiti, áreiti í orðum eða annars konar áreiti, en langflestir hafa orðið fyrir áreiti í orðum. Þá hafa um sextán prósent starfsmanna Reykjavíkurborgar orðið fyrir ofbeldi, en inni í þeirri tölu eru starfsmenn Barnaverndar. Steinunn Bergmann, félagsráðgjafi og sérfræðingur hjá Barnaverndarstofu, segir málin sjaldnast rata á borð lögreglu. Ástæðan sé meðal annars sú að starfsmennirnir þurfa að tilkynna málin sjálfir, ekki vinnuveitandinn. „Ef fólk verður fyrir hótunum eða einhverri áreitni þá tilkynnir starfsmaður sínum yfirmönnum, en ef það á að leita til lögreglu eða kæra slík mál þá þarf starfsmaðurinn að kæra það sjálfur. Það er heilmikið ferli og ekki víst að allir leggi í það ferðalag, ef svo má segja,“ segir Steinunn í samtali við fréttastofu. „Það er talsvert um það að fólki sé hótað og það er jafnvel nefnt að það viti hvar fólk býr, hvar börnin eru í leikskóla og slíkt og það er mjög óþægilegt fyrir starfsmann að starfa undir slíkum ótta við að einhver komi og geri börnunum mein.“ Steinunn tekur það jafnframt fram að álag á barnaverndarstarfsmenn hafi aukist mjög, en á síðasta ári voru tilkynningar til barnaverndar rúmlega níu þúsund talsins „Barnaverndarstofa hefur haft áhyggjur af álagi hjá barnaverndarstarfsfólki um margra ára skeið. Árið 2012 var til dæmis gerð könnun á vegum Barnaverndarstofu í samvinnu við velferðarsvið Reykjavíkur þar sem verið var að skoða álag á starfsmenn Barnaverndar Reykjavíkur, og það kom afar illa út. Það eru miklar áhyggjur af því álagi sem starfsfólk býr við í sínu starfi, hvort það sé vegna þessara hótana eða annars álags er erfitt að segja til um,“ segir hún. Könnunin hafi einnig leitt í ljós að veikindatilkynningum meðal félagsráðgjafa hafi fjölgað, og að sífellt fleiri leiti til VIRK, starfsendurhæfingasjóðs, sem sinnir meðal annars sálfræði- og læknisþjónustu. Jafnvel séu dæmi um að fólk snúi ekki aftur til starfa eftir veikindaleyfi. „Það eru vísbendingar um mikið álag í starfi og kulnun í starfi. Það er full ástæða fyrir sveitarfélögin að hafa þetta í huga og bregðast við með einhverjum hætti. Ef fólk veikist eða hverfur frá starfi, það er mjög dýrt fyrir sveitarfélögin og ekki síður fyrir starfsmanninn sem um ræðir, á formi vanlíðunar og slíks.“ Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Maður talinn af eftir jarðfall Erlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Fleiri fréttir „Ég held að íslenska þjóðin sé alla vegana orðin þreytt á málþófi í bili“ Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Sjá meira
Helmingur barnaverndarstarfsmanna í Reykjavík segist hafa orðið fyrir ofbeldi í starfi af hálfu aðstandenda barnanna og dæmi eru um þeir hætti að mæta í vinnuna vegna þessa. Sérfræðingur hjá Barnaverndarstofu segir þetta mikið áhyggjuefni og vill að gripið verði inn í. Samkvæmt nýlegri viðhorfskönnun hafa fimmtíu prósent starfsmanna Barnaverndar Reykjavíkur orðið fyrir einhvers konar aðkasti; líkamlegu áreiti, kynferðislegu áreiti, áreiti í orðum eða annars konar áreiti, en langflestir hafa orðið fyrir áreiti í orðum. Þá hafa um sextán prósent starfsmanna Reykjavíkurborgar orðið fyrir ofbeldi, en inni í þeirri tölu eru starfsmenn Barnaverndar. Steinunn Bergmann, félagsráðgjafi og sérfræðingur hjá Barnaverndarstofu, segir málin sjaldnast rata á borð lögreglu. Ástæðan sé meðal annars sú að starfsmennirnir þurfa að tilkynna málin sjálfir, ekki vinnuveitandinn. „Ef fólk verður fyrir hótunum eða einhverri áreitni þá tilkynnir starfsmaður sínum yfirmönnum, en ef það á að leita til lögreglu eða kæra slík mál þá þarf starfsmaðurinn að kæra það sjálfur. Það er heilmikið ferli og ekki víst að allir leggi í það ferðalag, ef svo má segja,“ segir Steinunn í samtali við fréttastofu. „Það er talsvert um það að fólki sé hótað og það er jafnvel nefnt að það viti hvar fólk býr, hvar börnin eru í leikskóla og slíkt og það er mjög óþægilegt fyrir starfsmann að starfa undir slíkum ótta við að einhver komi og geri börnunum mein.“ Steinunn tekur það jafnframt fram að álag á barnaverndarstarfsmenn hafi aukist mjög, en á síðasta ári voru tilkynningar til barnaverndar rúmlega níu þúsund talsins „Barnaverndarstofa hefur haft áhyggjur af álagi hjá barnaverndarstarfsfólki um margra ára skeið. Árið 2012 var til dæmis gerð könnun á vegum Barnaverndarstofu í samvinnu við velferðarsvið Reykjavíkur þar sem verið var að skoða álag á starfsmenn Barnaverndar Reykjavíkur, og það kom afar illa út. Það eru miklar áhyggjur af því álagi sem starfsfólk býr við í sínu starfi, hvort það sé vegna þessara hótana eða annars álags er erfitt að segja til um,“ segir hún. Könnunin hafi einnig leitt í ljós að veikindatilkynningum meðal félagsráðgjafa hafi fjölgað, og að sífellt fleiri leiti til VIRK, starfsendurhæfingasjóðs, sem sinnir meðal annars sálfræði- og læknisþjónustu. Jafnvel séu dæmi um að fólk snúi ekki aftur til starfa eftir veikindaleyfi. „Það eru vísbendingar um mikið álag í starfi og kulnun í starfi. Það er full ástæða fyrir sveitarfélögin að hafa þetta í huga og bregðast við með einhverjum hætti. Ef fólk veikist eða hverfur frá starfi, það er mjög dýrt fyrir sveitarfélögin og ekki síður fyrir starfsmanninn sem um ræðir, á formi vanlíðunar og slíks.“
Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Maður talinn af eftir jarðfall Erlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Fleiri fréttir „Ég held að íslenska þjóðin sé alla vegana orðin þreytt á málþófi í bili“ Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir