Ingibjörg: Aldrei verið svona þreytt eftir leik Kristinn Páll Teitsson skrifar 22. júlí 2017 20:00 Ingibjörg lokar á Vanessa Bürki í leiknum í dag. Vísir/Getty „Fyrsta markið má skrifa á einbeitingarleysi hjá okkur, þær taka innkast og við gleymum okkur að horfa á boltann í staðin fyrir að elta okkar menn,“ sagði Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður íslenska landsliðsins, aðspurð hvað hefði farið úrskeiðis í mörkunum tveimur í kvöld eftir 1-2 tap gegn Sviss í samtali við Kolbein Tuma Daðason, blaðamann Vísis í Hollandi. „Í seinna markinu fer boltinn framhjá mér, ég veit ekki hvort það er að ég hafi misst af mínum manni en allaveganna klárar hún þetta fyrir aftan mig. Við getum og eigum að gera betur þar, við munum skoða þetta því við eigum ekki að fá tvö mörk á okkur.“ Ingibjörg sagðist lítið velta fyrir sér kringumstæðunum en hún er á sínu fyrsta stórmóti. „Ég er bara að einblína á að spila fótbolta, ég elska að spila fótbolta en það róar mann niður að hafa þessa tvo reynslubolta mér við hlið. Ef ég geri mistök eru þær oftast mættar til að styðja við mig.“ Hún var ekki á því að leggja árar í bát þrátt fyrir að staðan væri slæm. „Við þurfum að halda áfram, þetta hlýtur að fara að detta með okkur núna. Við erum búnar að leggja okkur allar í þetta, í leiknum í dag vorum við að berjast allt til loka og áttum meira skilið,“ sagði Ingibjörg sem var lúin eftir leik. „Ég veit ekki hvort ég nái að labba út í rútuna, ég er gjörsamlega búin á því,“ sagði hún að lokum. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Sviss 1-2 | Stelpurnar í erfiðri stöðu eftir annað tapið Ísland náði forystunni gegn Sviss en það dugði ekki til. Íslenska liðið er án stiga eftir tvo leiki og útlitið svart. 22. júlí 2017 18:00 Mikil óánægja með dómgæsluna á Twitter: Fengu þær dómararéttindin úr kornflexpakka? Íslendingar furðuðu sig á dómgæslunni í seinni hálfleik í leik Íslands og Sviss en það var hreint út sagt ótrúlegt að Lara Dickenmann, fyrirliði Sviss, hafi ekki fengið rautt spjald í leiknum. 22. júlí 2017 18:37 Einkunnir íslensku stelpnanna: Fanndís besti leikmaður Íslands í dag Fanndís Friðriksdóttir var besti leikmaður Íslands í 1-2 tapi gegn Sviss á EM í Hollandi í dag að mati íþróttadeildar 365 en leikmenn íslenska liðsins áttu misgóðan leik. 22. júlí 2017 18:09 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Sjá meira
„Fyrsta markið má skrifa á einbeitingarleysi hjá okkur, þær taka innkast og við gleymum okkur að horfa á boltann í staðin fyrir að elta okkar menn,“ sagði Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður íslenska landsliðsins, aðspurð hvað hefði farið úrskeiðis í mörkunum tveimur í kvöld eftir 1-2 tap gegn Sviss í samtali við Kolbein Tuma Daðason, blaðamann Vísis í Hollandi. „Í seinna markinu fer boltinn framhjá mér, ég veit ekki hvort það er að ég hafi misst af mínum manni en allaveganna klárar hún þetta fyrir aftan mig. Við getum og eigum að gera betur þar, við munum skoða þetta því við eigum ekki að fá tvö mörk á okkur.“ Ingibjörg sagðist lítið velta fyrir sér kringumstæðunum en hún er á sínu fyrsta stórmóti. „Ég er bara að einblína á að spila fótbolta, ég elska að spila fótbolta en það róar mann niður að hafa þessa tvo reynslubolta mér við hlið. Ef ég geri mistök eru þær oftast mættar til að styðja við mig.“ Hún var ekki á því að leggja árar í bát þrátt fyrir að staðan væri slæm. „Við þurfum að halda áfram, þetta hlýtur að fara að detta með okkur núna. Við erum búnar að leggja okkur allar í þetta, í leiknum í dag vorum við að berjast allt til loka og áttum meira skilið,“ sagði Ingibjörg sem var lúin eftir leik. „Ég veit ekki hvort ég nái að labba út í rútuna, ég er gjörsamlega búin á því,“ sagði hún að lokum.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Sviss 1-2 | Stelpurnar í erfiðri stöðu eftir annað tapið Ísland náði forystunni gegn Sviss en það dugði ekki til. Íslenska liðið er án stiga eftir tvo leiki og útlitið svart. 22. júlí 2017 18:00 Mikil óánægja með dómgæsluna á Twitter: Fengu þær dómararéttindin úr kornflexpakka? Íslendingar furðuðu sig á dómgæslunni í seinni hálfleik í leik Íslands og Sviss en það var hreint út sagt ótrúlegt að Lara Dickenmann, fyrirliði Sviss, hafi ekki fengið rautt spjald í leiknum. 22. júlí 2017 18:37 Einkunnir íslensku stelpnanna: Fanndís besti leikmaður Íslands í dag Fanndís Friðriksdóttir var besti leikmaður Íslands í 1-2 tapi gegn Sviss á EM í Hollandi í dag að mati íþróttadeildar 365 en leikmenn íslenska liðsins áttu misgóðan leik. 22. júlí 2017 18:09 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Sviss 1-2 | Stelpurnar í erfiðri stöðu eftir annað tapið Ísland náði forystunni gegn Sviss en það dugði ekki til. Íslenska liðið er án stiga eftir tvo leiki og útlitið svart. 22. júlí 2017 18:00
Mikil óánægja með dómgæsluna á Twitter: Fengu þær dómararéttindin úr kornflexpakka? Íslendingar furðuðu sig á dómgæslunni í seinni hálfleik í leik Íslands og Sviss en það var hreint út sagt ótrúlegt að Lara Dickenmann, fyrirliði Sviss, hafi ekki fengið rautt spjald í leiknum. 22. júlí 2017 18:37
Einkunnir íslensku stelpnanna: Fanndís besti leikmaður Íslands í dag Fanndís Friðriksdóttir var besti leikmaður Íslands í 1-2 tapi gegn Sviss á EM í Hollandi í dag að mati íþróttadeildar 365 en leikmenn íslenska liðsins áttu misgóðan leik. 22. júlí 2017 18:09