Einkunnir íslensku stelpnanna: Fanndís besti leikmaður Íslands í dag Íþróttadeild 365 skrifar 22. júlí 2017 18:09 Leikmenn íslenska liðsins fagna marki Fanndísar í dag. Vísir/getty Íslenska liðið þurfti því miður að sætta sig við svekkjandi 1-2 tap gegn Sviss á EM í Hollandi í leik sem lauk rétt í þessu en eftir að hafa komist yfir náði Sviss að svara með tveimur mörkum. Fanndís Friðriksdóttir, besti leikmaður Íslands í dag að mati íþróttadeildar 365, kom Íslandi yfir en Lara Dickenmann sem var stálheppin að sleppa við rautt spjald jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks. Ramona Bachmann kom Sviss yfir í upphafi seinni hálfleiks og aftur átti Lara stóran þátt í markinu en Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður Íslands, var nálægt því að verja skotið. Þrátt fyrir nokkrar ágætis tilraunir náði íslenska liðið ekki að bæta við marki og lauk leiknum því með 2-1 sigri Sviss. Einkunnir íþróttadeildar 365 má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarlið:Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður 6 Var grátlega nálægt því að verja skotið í fyrra marki Sviss og gat lítið gert í því síðara þar sem varnarleikur íslenska liðsins molnaði algjörlega. Greip annars vel inn í og skilaði boltanum vel út úr teignum.Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 6 Átti furðulega erfitt með að koma frá sér boltanum oft á tíðum miðað við að það er einn hennar mesti styrkleiki. Náði ekki að hreinsa frá í aðdraganda seinna marks Sviss. Alltaf sterk í návígum og les leikinn óttrúlega vel. Varði úr dauðafæri í uppbótartíma.Sif Atladóttir, miðvörður 6 Lenti í basli með sterka sóknarlínu Svisslendinga og náði ekki að drottna jafnmikið yfir varnarlínunni og í síðasta leik. Var í leikmanninum sem lagði upp fyrra mark Sviss. Var frábær síðustu mínútur leiksins og átti tvö geggjuð hlaup til baka og kom í veg fyrir mark ásamt Guggu.Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður 6 Var afar örugg á boltanum á sínum öðrum leik á stórmóti og sýndi mikla yfirvegun þegar hún var sett undir pressu. Eins og aðrir varnarmenn Íslands hefði hún átt að gera betur í öðru marki Sviss.Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, hægri vængbakvörður 5 Átti í miklu basli með að senda boltann á samherja og var heppin að fá ekki dæmt á sig víti. Eins og síðast kemur ekki mikið út úr henni í sóknarleiknum. Staðsetningar hennar í leiknum alls ekki góðar.Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður 6 Fyrirliðinn hljóp og hljóp og reyndi að fara fyrir sínu liði. Missti boltann nokkrum sinnum illa en hljóp þá strax til baka og vann hann oftast aftur. Gekk ekki nógu vel að spila boltanum frá sér.Sigríður Lára Garðarsdóttir, miðjumaður 5 Náði ekki að fylgja eftir frábærri EM-frumraun. Var á eftir í alla bolta í fyrri hálfleik og fylgdi ekki eftir markaskorara Sviss í fyrra markinu heldur hljóp út úr teignum. Reif sig verulega í gang í seinni hálfleik.Hallbera Guðný Gísladóttir, vinstri vængbakvörður 4 Ekki besti leikur Skagakonunnar. Var oft langt frá sínum mönnum og átti í miklu basli með návígin. Margir sendingafeilar hjá henni í dag.Katrín Ásbjörnsdóttir, hægri kantmaður 6 Var besti leikmaður Íslands í fyrri hálfleik. Sú eina sem reyndi frá fyrstu mínútu að taka boltann niður, róa og koma honum í spil. Var öflug í pressunni og skilaði boltanum vel frá sér. Gerði lítið þær mínútur sem hún spilaði í seinni hálfleik.Fanndís Friðriksdóttir, vinstri kantmaður 7 Sást ekki framan af fyrri hálfleik en dúkkaði svo upp með fyrsta mark Íslands á mótinu. Hljóp úr sér lifur og lungu og átti gott skot eftir fínan einleik. Alltaf tilbúinn að gera eitthvað með boltann þegar að hún fær hann.Dagný Brynjarsdóttir, framherji 7 Lagði upp mark Íslands með stórbrotinni sendingu og var nokkuð öflug í fyrri hálfleik þó hún hafi einstaka sinnum verið svolítið á eftir leikmönnum Sviss inn á miðjunni. Dró frekar mikið af henni í seinni hálfleik og þá kom ekki nógu mikið út úr henni í föstum leikatirðum.Varamenn:Agla María Albertsdóttir (Kom inn á fyrir Katrínu Ásbjörnsdóttur á 66. mínútu) 5 Var dugleg eftir að hún kom inn á en náði ekki að setja mark sitt á leikinn.Hólmfríður Magnúsdóttir (Kom inn á fyrir Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur á 82. mínútu) Lék ekki nógu lengi Kom inn til að fá meiri sóknarþunga á hægri kantinn í stað Gunnhildar, komst ekki í takt.Harpa Þorsteinsdóttir (Kom inn á fyrir Sigríði Láru Garðarsdóttur á 88. mínútu) Lék ekki nógu lengi Kom inn og fékk uppbótartímann til að ná að pota inn jöfnunarmarkinu, þurfti að sækja aftarlega á völlinn til að komast í hann. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Sviss 1-2 | Stelpurnar í erfiðri stöðu eftir annað tapið Ísland náði forystunni gegn Sviss en það dugði ekki til. Íslenska liðið er án stiga eftir tvo leiki og útlitið svart. 22. júlí 2017 18:00 Twitter í hálfleik: Verð að öskra hér því barnið er sofandi | Sýklalyf á ferð og flugi Twitter-samfélagið fylgist að sjálfsögðu vel með Stelpunum Okkar í leiknum gegn Sviss en íslenskir áhorfendur eru að fylgjast með víðsvegar úr heiminum og tók Vísir saman nokkur skemmtileg tíst. 22. júlí 2017 16:53 Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Sjá meira
Íslenska liðið þurfti því miður að sætta sig við svekkjandi 1-2 tap gegn Sviss á EM í Hollandi í leik sem lauk rétt í þessu en eftir að hafa komist yfir náði Sviss að svara með tveimur mörkum. Fanndís Friðriksdóttir, besti leikmaður Íslands í dag að mati íþróttadeildar 365, kom Íslandi yfir en Lara Dickenmann sem var stálheppin að sleppa við rautt spjald jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks. Ramona Bachmann kom Sviss yfir í upphafi seinni hálfleiks og aftur átti Lara stóran þátt í markinu en Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður Íslands, var nálægt því að verja skotið. Þrátt fyrir nokkrar ágætis tilraunir náði íslenska liðið ekki að bæta við marki og lauk leiknum því með 2-1 sigri Sviss. Einkunnir íþróttadeildar 365 má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarlið:Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður 6 Var grátlega nálægt því að verja skotið í fyrra marki Sviss og gat lítið gert í því síðara þar sem varnarleikur íslenska liðsins molnaði algjörlega. Greip annars vel inn í og skilaði boltanum vel út úr teignum.Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 6 Átti furðulega erfitt með að koma frá sér boltanum oft á tíðum miðað við að það er einn hennar mesti styrkleiki. Náði ekki að hreinsa frá í aðdraganda seinna marks Sviss. Alltaf sterk í návígum og les leikinn óttrúlega vel. Varði úr dauðafæri í uppbótartíma.Sif Atladóttir, miðvörður 6 Lenti í basli með sterka sóknarlínu Svisslendinga og náði ekki að drottna jafnmikið yfir varnarlínunni og í síðasta leik. Var í leikmanninum sem lagði upp fyrra mark Sviss. Var frábær síðustu mínútur leiksins og átti tvö geggjuð hlaup til baka og kom í veg fyrir mark ásamt Guggu.Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður 6 Var afar örugg á boltanum á sínum öðrum leik á stórmóti og sýndi mikla yfirvegun þegar hún var sett undir pressu. Eins og aðrir varnarmenn Íslands hefði hún átt að gera betur í öðru marki Sviss.Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, hægri vængbakvörður 5 Átti í miklu basli með að senda boltann á samherja og var heppin að fá ekki dæmt á sig víti. Eins og síðast kemur ekki mikið út úr henni í sóknarleiknum. Staðsetningar hennar í leiknum alls ekki góðar.Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður 6 Fyrirliðinn hljóp og hljóp og reyndi að fara fyrir sínu liði. Missti boltann nokkrum sinnum illa en hljóp þá strax til baka og vann hann oftast aftur. Gekk ekki nógu vel að spila boltanum frá sér.Sigríður Lára Garðarsdóttir, miðjumaður 5 Náði ekki að fylgja eftir frábærri EM-frumraun. Var á eftir í alla bolta í fyrri hálfleik og fylgdi ekki eftir markaskorara Sviss í fyrra markinu heldur hljóp út úr teignum. Reif sig verulega í gang í seinni hálfleik.Hallbera Guðný Gísladóttir, vinstri vængbakvörður 4 Ekki besti leikur Skagakonunnar. Var oft langt frá sínum mönnum og átti í miklu basli með návígin. Margir sendingafeilar hjá henni í dag.Katrín Ásbjörnsdóttir, hægri kantmaður 6 Var besti leikmaður Íslands í fyrri hálfleik. Sú eina sem reyndi frá fyrstu mínútu að taka boltann niður, róa og koma honum í spil. Var öflug í pressunni og skilaði boltanum vel frá sér. Gerði lítið þær mínútur sem hún spilaði í seinni hálfleik.Fanndís Friðriksdóttir, vinstri kantmaður 7 Sást ekki framan af fyrri hálfleik en dúkkaði svo upp með fyrsta mark Íslands á mótinu. Hljóp úr sér lifur og lungu og átti gott skot eftir fínan einleik. Alltaf tilbúinn að gera eitthvað með boltann þegar að hún fær hann.Dagný Brynjarsdóttir, framherji 7 Lagði upp mark Íslands með stórbrotinni sendingu og var nokkuð öflug í fyrri hálfleik þó hún hafi einstaka sinnum verið svolítið á eftir leikmönnum Sviss inn á miðjunni. Dró frekar mikið af henni í seinni hálfleik og þá kom ekki nógu mikið út úr henni í föstum leikatirðum.Varamenn:Agla María Albertsdóttir (Kom inn á fyrir Katrínu Ásbjörnsdóttur á 66. mínútu) 5 Var dugleg eftir að hún kom inn á en náði ekki að setja mark sitt á leikinn.Hólmfríður Magnúsdóttir (Kom inn á fyrir Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur á 82. mínútu) Lék ekki nógu lengi Kom inn til að fá meiri sóknarþunga á hægri kantinn í stað Gunnhildar, komst ekki í takt.Harpa Þorsteinsdóttir (Kom inn á fyrir Sigríði Láru Garðarsdóttur á 88. mínútu) Lék ekki nógu lengi Kom inn og fékk uppbótartímann til að ná að pota inn jöfnunarmarkinu, þurfti að sækja aftarlega á völlinn til að komast í hann.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Sviss 1-2 | Stelpurnar í erfiðri stöðu eftir annað tapið Ísland náði forystunni gegn Sviss en það dugði ekki til. Íslenska liðið er án stiga eftir tvo leiki og útlitið svart. 22. júlí 2017 18:00 Twitter í hálfleik: Verð að öskra hér því barnið er sofandi | Sýklalyf á ferð og flugi Twitter-samfélagið fylgist að sjálfsögðu vel með Stelpunum Okkar í leiknum gegn Sviss en íslenskir áhorfendur eru að fylgjast með víðsvegar úr heiminum og tók Vísir saman nokkur skemmtileg tíst. 22. júlí 2017 16:53 Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Sviss 1-2 | Stelpurnar í erfiðri stöðu eftir annað tapið Ísland náði forystunni gegn Sviss en það dugði ekki til. Íslenska liðið er án stiga eftir tvo leiki og útlitið svart. 22. júlí 2017 18:00
Twitter í hálfleik: Verð að öskra hér því barnið er sofandi | Sýklalyf á ferð og flugi Twitter-samfélagið fylgist að sjálfsögðu vel með Stelpunum Okkar í leiknum gegn Sviss en íslenskir áhorfendur eru að fylgjast með víðsvegar úr heiminum og tók Vísir saman nokkur skemmtileg tíst. 22. júlí 2017 16:53