Lífið

Litli prinsinn orðinn fjögurra ára

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Litli prinsinn er brosmildur og kátur strákur.
Litli prinsinn er brosmildur og kátur strákur. Mynd/getty
Breska konungsfjölskyldan fagnar í dag fjögurra ára afmæli Georgs litla. Prins Georg af Cambridge, sonur Vilhjálms Bretaprins og Katrínar, hertogaynju af Cambridge fór í myndatöku í Kensington-höll af því tilefni. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá þessu.

Chris Jackson, sem falið er það mynda konungsfjölskylduna, tók myndirnar. Jackson sagði Georg vera hamingjusaman lítinn snáða sem kunni aldeilis að hafa gaman.

Litli prinsinn heitir George Alexander Louis og er fæddur þennan dag árið 2013.

 

Georg er uppátækjasamur lítill prins.Vísir/getty
Katrín hertogaynja af Cambridge og Vilhjálmur Bretaprins þegar Georg var nýfæddur.Vísir/getty





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.