Guðni forseti tók sjálfu með „dökkbláa teyminu“ Kolbeinn Tumi Daðason í Doetinchem skrifar 22. júlí 2017 11:45 Á myndinni má sjá þau (efri röð frá vinstri) Þorvald Ingimundarson, starfsmann KSÍ, Margréti Ákadóttur liðsstjóra, Óskar Örn Guðbrandsson fjölmiðlafulltrúa, Ásmund Haraldsson aðstoðarlandsliðsþjálfara, Arnar Sigurðsson lækni, Víði Reynisson öryggisfulltrúa auk þeirra Ragnhildar Skúladóttur landsliðsnefndarkonu og Guðrúnu Ingu Sívertsen, varaformann KSÍ. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson heimsótti kvennalandsliðið á hótel þess í Ermelo í Hollandi í vikunni. Þar ræddi hann við stelpurnar, fékk þær til að skella upp úr og var raunar skammaður af einum leikmanni eins og fjallað var um á Vísi. Ástæðan var sú að leikmanninum, Fanndísi Friðriksdóttur, þótti forsetinn mæta of seint. „ Nú er stórleikur framundan hjá stelpunum okkar á Evrópumótinu í knattspyrnu. Fyrr í vikunni fékk ég að hitta þær á hótelinu þeirra í Hollandi og kynntist þá þeirri samheldni, ákveðni, bjartsýni og fagmennsku sem einkennir hópinn,“ segir Guðni forseti í færslu á Facebook. „Allir standa saman, allir læra af mótlæti, allir staðráðnir í að gera alltaf betur. Og allir hafa hlutverk, allir eru virtir. Læt fylgja hér sjálfu með „dökkbláa teyminu“, hluta fólksins sem sér um að landsliðið geti einbeitt sér að æfingum og leikjum. Áfram Ísland!“ Guðni var í vðitali í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun en hann ætlar með fjölskylduna á leik dagsins. Í dökkbláa teyminu er fólkið á bak við tjöldin en á myndinni má sjá þau (efri röð frá vinstri) Þorvald Ingimundarson, starfsmann KSÍ, Margréti Ákadóttur liðsstjóra, Óskar Örn Guðbrandsson fjölmiðlafulltrúa, Ásmund Haraldsson aðstoðarlandsliðsþjálfara, Arnar Sigurðsson lækni, Víði Reynisson öryggisfulltrúa auk þeirra Ragnhildar Skúladóttur landsliðsnefndarkonu og Guðrúnu Ingu Sívertsen, varaformann KSÍ. Leikur Íslands og Sviss í dag hefst klukkan 16 að íslenskum tíma en stuðningsmenn munu fjölmenna á fan-zone í Doetinchem fyrir leik. Heimildir fréttastofu herma að forsetinn ætli að láta sjá sig þar með fjölskyldu sinni.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebookog Twitter. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson heimsótti kvennalandsliðið á hótel þess í Ermelo í Hollandi í vikunni. Þar ræddi hann við stelpurnar, fékk þær til að skella upp úr og var raunar skammaður af einum leikmanni eins og fjallað var um á Vísi. Ástæðan var sú að leikmanninum, Fanndísi Friðriksdóttur, þótti forsetinn mæta of seint. „ Nú er stórleikur framundan hjá stelpunum okkar á Evrópumótinu í knattspyrnu. Fyrr í vikunni fékk ég að hitta þær á hótelinu þeirra í Hollandi og kynntist þá þeirri samheldni, ákveðni, bjartsýni og fagmennsku sem einkennir hópinn,“ segir Guðni forseti í færslu á Facebook. „Allir standa saman, allir læra af mótlæti, allir staðráðnir í að gera alltaf betur. Og allir hafa hlutverk, allir eru virtir. Læt fylgja hér sjálfu með „dökkbláa teyminu“, hluta fólksins sem sér um að landsliðið geti einbeitt sér að æfingum og leikjum. Áfram Ísland!“ Guðni var í vðitali í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun en hann ætlar með fjölskylduna á leik dagsins. Í dökkbláa teyminu er fólkið á bak við tjöldin en á myndinni má sjá þau (efri röð frá vinstri) Þorvald Ingimundarson, starfsmann KSÍ, Margréti Ákadóttur liðsstjóra, Óskar Örn Guðbrandsson fjölmiðlafulltrúa, Ásmund Haraldsson aðstoðarlandsliðsþjálfara, Arnar Sigurðsson lækni, Víði Reynisson öryggisfulltrúa auk þeirra Ragnhildar Skúladóttur landsliðsnefndarkonu og Guðrúnu Ingu Sívertsen, varaformann KSÍ. Leikur Íslands og Sviss í dag hefst klukkan 16 að íslenskum tíma en stuðningsmenn munu fjölmenna á fan-zone í Doetinchem fyrir leik. Heimildir fréttastofu herma að forsetinn ætli að láta sjá sig þar með fjölskyldu sinni.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebookog Twitter.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Sjá meira