Sanders nýr fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. júlí 2017 21:20 Anthony Scaramucci tilkynnti um stöðuhækkun Sanders fyrr í kvöld. vísir/afp Sarah Huckabee Sanders hefur verið ráðin í starf fjölmiðlafulltrúa Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Sanders, sem starfaði áður sem aðstoðarfjölmiðlafulltrúi forsetans, tekur við starfinu af Sean Spicer, sem sagði starfi sínu lausu fyrr í dag. Þetta tilkynnti Anthony Scaramucci, nýráðinn samskiptastjóri Hvíta hússins, á blaðamannafundi fyrr í kvöld, en Spicer sagði upp vegna ráðningar Scaramucci. Spicer sagði það mikil mistök að ráða manninn í vinnu og ákvað því frekar að hætta en að starfa við hlið hans. Sanders hefur verið nokkuð í kastljósinu að undanförnu en hún hélt meðal annars blaðamannafund eftir að Trump rak James Comey úr starfi forstjóra alríkislögreglunnar, FBI. Þá er hún ekki ókunnug pólitíkinni því faðir hennar er Mike Huckabee, fyrrverandi ríkisstjóri Arkansas en hann hefur tvisvar boðið sig fram til embættis forseta Bandaríkjanna. Nokkurs titrings virðist gæta meðal þeirra sem starfa næst Trump, því fyrr í dag var greint frá því að talsmaður lögfræðiteymis hans hefði sagt upp störfum. Ástæðan er ósætti við þá stefnu teymisins að koma óorði á þá sem fara með rannsókn á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum í fyrra. Tengdar fréttir Sean Spicer hættir sem fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins Sean Spicer sagði í dag af sér sem fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins. 21. júlí 2017 16:07 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Fleiri fréttir Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Sjá meira
Sarah Huckabee Sanders hefur verið ráðin í starf fjölmiðlafulltrúa Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Sanders, sem starfaði áður sem aðstoðarfjölmiðlafulltrúi forsetans, tekur við starfinu af Sean Spicer, sem sagði starfi sínu lausu fyrr í dag. Þetta tilkynnti Anthony Scaramucci, nýráðinn samskiptastjóri Hvíta hússins, á blaðamannafundi fyrr í kvöld, en Spicer sagði upp vegna ráðningar Scaramucci. Spicer sagði það mikil mistök að ráða manninn í vinnu og ákvað því frekar að hætta en að starfa við hlið hans. Sanders hefur verið nokkuð í kastljósinu að undanförnu en hún hélt meðal annars blaðamannafund eftir að Trump rak James Comey úr starfi forstjóra alríkislögreglunnar, FBI. Þá er hún ekki ókunnug pólitíkinni því faðir hennar er Mike Huckabee, fyrrverandi ríkisstjóri Arkansas en hann hefur tvisvar boðið sig fram til embættis forseta Bandaríkjanna. Nokkurs titrings virðist gæta meðal þeirra sem starfa næst Trump, því fyrr í dag var greint frá því að talsmaður lögfræðiteymis hans hefði sagt upp störfum. Ástæðan er ósætti við þá stefnu teymisins að koma óorði á þá sem fara með rannsókn á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum í fyrra.
Tengdar fréttir Sean Spicer hættir sem fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins Sean Spicer sagði í dag af sér sem fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins. 21. júlí 2017 16:07 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Fleiri fréttir Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Sjá meira
Sean Spicer hættir sem fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins Sean Spicer sagði í dag af sér sem fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins. 21. júlí 2017 16:07