Sean Spicer hættir sem fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. júlí 2017 16:07 Sean Spicer á blaðamannafundi í Hvíta húsinu. Vísir/AFP Sean Spicer sagði í dag af sér sem fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins en frá þessu er greint á vef New York Times. Í frétt blaðsins kemur fram að Spicer hafi tjáð Donald Trump, Bandaríkjaforseta, að hann væri verulega ósáttur við skipan Anthony Scaramucci sem samskiptastjóra Hvíta hússins. Scaramucci var skipaður í embættið klukkan 10 í morgun að staðartíma og óskaði Trump eftir því við Spicer að hann myndi halda áfram í starfi fjölmiðlafulltrúa. Spicer sagði forsetanum hins vegar að hann teldi að skipan Scaramucci í embætti vera mikil mistök, að því er fram kemur í frétt New York Times. Fyrr í dag var greint frá því að talsmaður lögfræðiteymis Trump hefði sagt upp störfum. Ástæðan er sögð vera sú að hann sé ósáttur með þá stefnu teymisins að koma óorði á þá sem fara með rannsókn á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum í fyrra. Skömmu síðar var svo greint frá því að Marc Kasowitz væri hættur störfum sem einkalögmaður Trump. Það er því ljóst að mikill titringur er á meðal þeirra sem starfað hafa náið með forsetanum í hans stuttu forsetatíð en Trump tók við embætti í janúar síðastliðnum. Meint tengsl framboðs hans við Rússa og meint afskipti Rússa af forsetakosningunum í fyrra hafa sett mikinn svip á fyrstu sex mánuði Trump í embætti. Fyrr í þessum mánuði var til að mynda greint frá því að sonur hans, Donald Trump yngri, hefði fundað með rússneskum lögfræðingi í fyrra í von um að fá upplýsingar um Hillary Clinton, mótframbjóðanda föður síns, sem gætu skaðlegar fyrir hana. Donald Trump Tengdar fréttir Trump lætur skoða mögulegt kosningasvindl í forsetakosningunum í fyrra Þegar forsetinn greindi frá skipan nefndarinnar í dag sagði hann rúmlega þrjátíu ríki Bandaríkjanna nú þegar hafa veitt upplýsingar um framkvæmd kosninganna. 19. júlí 2017 19:30 Hefur 836 sinnum sagt ranga og villandi hluti Donald Trump hefur verið forseti Bandaríkjanna í sex mánuði í dag. 20. júlí 2017 15:30 Talsmaður lögfræðiteymis Trump segir upp Mark Corallo sagði upp vegna ósættis við þær aðferðir teymis Trump að grafa undan saksóknara sem fer með rannsókn af afskiptum Rússa. 21. júlí 2017 08:45 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Sjá meira
Sean Spicer sagði í dag af sér sem fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins en frá þessu er greint á vef New York Times. Í frétt blaðsins kemur fram að Spicer hafi tjáð Donald Trump, Bandaríkjaforseta, að hann væri verulega ósáttur við skipan Anthony Scaramucci sem samskiptastjóra Hvíta hússins. Scaramucci var skipaður í embættið klukkan 10 í morgun að staðartíma og óskaði Trump eftir því við Spicer að hann myndi halda áfram í starfi fjölmiðlafulltrúa. Spicer sagði forsetanum hins vegar að hann teldi að skipan Scaramucci í embætti vera mikil mistök, að því er fram kemur í frétt New York Times. Fyrr í dag var greint frá því að talsmaður lögfræðiteymis Trump hefði sagt upp störfum. Ástæðan er sögð vera sú að hann sé ósáttur með þá stefnu teymisins að koma óorði á þá sem fara með rannsókn á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum í fyrra. Skömmu síðar var svo greint frá því að Marc Kasowitz væri hættur störfum sem einkalögmaður Trump. Það er því ljóst að mikill titringur er á meðal þeirra sem starfað hafa náið með forsetanum í hans stuttu forsetatíð en Trump tók við embætti í janúar síðastliðnum. Meint tengsl framboðs hans við Rússa og meint afskipti Rússa af forsetakosningunum í fyrra hafa sett mikinn svip á fyrstu sex mánuði Trump í embætti. Fyrr í þessum mánuði var til að mynda greint frá því að sonur hans, Donald Trump yngri, hefði fundað með rússneskum lögfræðingi í fyrra í von um að fá upplýsingar um Hillary Clinton, mótframbjóðanda föður síns, sem gætu skaðlegar fyrir hana.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump lætur skoða mögulegt kosningasvindl í forsetakosningunum í fyrra Þegar forsetinn greindi frá skipan nefndarinnar í dag sagði hann rúmlega þrjátíu ríki Bandaríkjanna nú þegar hafa veitt upplýsingar um framkvæmd kosninganna. 19. júlí 2017 19:30 Hefur 836 sinnum sagt ranga og villandi hluti Donald Trump hefur verið forseti Bandaríkjanna í sex mánuði í dag. 20. júlí 2017 15:30 Talsmaður lögfræðiteymis Trump segir upp Mark Corallo sagði upp vegna ósættis við þær aðferðir teymis Trump að grafa undan saksóknara sem fer með rannsókn af afskiptum Rússa. 21. júlí 2017 08:45 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Sjá meira
Trump lætur skoða mögulegt kosningasvindl í forsetakosningunum í fyrra Þegar forsetinn greindi frá skipan nefndarinnar í dag sagði hann rúmlega þrjátíu ríki Bandaríkjanna nú þegar hafa veitt upplýsingar um framkvæmd kosninganna. 19. júlí 2017 19:30
Hefur 836 sinnum sagt ranga og villandi hluti Donald Trump hefur verið forseti Bandaríkjanna í sex mánuði í dag. 20. júlí 2017 15:30
Talsmaður lögfræðiteymis Trump segir upp Mark Corallo sagði upp vegna ósættis við þær aðferðir teymis Trump að grafa undan saksóknara sem fer með rannsókn af afskiptum Rússa. 21. júlí 2017 08:45