Erlent

Trainy McTrainface komin á teinana

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Lestin ekur á milli Stokkhólms og Gautaborgar.
Lestin ekur á milli Stokkhólms og Gautaborgar.
Trainy McTrainface var það nafn sem sænskur almenningur valdi á lest eina sem ekur á milli Stokkhólms og Gautaborgar, eftir nafnasamkeppni þess efnis. Trainy hlaut 49 prósent atkvæða í kosningunni. Nöfnin Hakan, Miriam og Poseidon voru einnig vinsæl í keppninni.

Rekstraraðilinn hefur lýst því yfir að Trainy sé þegar komin á teinana, og segist jafnframt vona að aðdáendur Boaty McBoatface muni gleðjast yfir fréttunum.

Fyrir þá sem ekki muna þá bar Boaty McBoatface sigur úr býtum í nafnasamkeppni breska umhverfisráðsins þar sem leitað var að nafni á rándýru hafrannsóknarskipi sem á að gjörbylta vísindarannsóknum Breta á norðurslóðum.

Ráðið kærði sig hins vegar kollótt um slíkt nafn og ákvað að það skyldi heita eftir náttúrufræðingnum og sjónvarpsmanninum Sir David Attenborough. Þó var reynt að koma til móts við almenning með því að nefna lítinn kafbát um borð Boaty.




Tengdar fréttir

Boaty McBoatface nær nýjum lægðum í jómfrúarferðinni

Fjarstýrði kafbáturinn sem fékk nafnið Boaty McBoatface eftir nafnasamkeppni sem vakti heimsathygli í fyrra er kominn heim úr jómfrúarferð sinni í Suður-Íshafi. Þar rannsakaði hann djúpsjávarstrauma og áhrif þeirra á loftslag jarðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×