Tugþúsundir mótmæltu í Póllandi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 20. júlí 2017 21:51 Fjölmargir komu saman í kvöld. vísir/epa Tugþúsundir mótmæltu í Póllandi í dag eftir að neðri deild þingsins samþykkti frumvarp sem mun færa dómsmálaráðherra landsins völd til þess að skipa dómara við Hæstarétt landsins. Frumvarpið hefur meðal annars mætt andstöðu hjá Evrópusambandinu, og segja mótmælendur að ákvörðunin grafi undan lýðræðislegu réttarríki.Kveiktu á kertum Mótmælendur hafa komið saman síðustu daga og krafist þess að frumvarpið verði afturkallað. Það var svo samþykkt á þingi í dag og hópaðist fólk þá fyrir framan þinghúsið í Varsjá og krafðist þess að forseti landsins, Andrzej Duda, beiti neitunarvaldi gegn frumvarpinu. Kveikt var á kertum í mótmælaskyni og mátti sjá mörg þúsund kerti á lofti og umhverfis þinghúsið í kvöld.Mótmælendur mynduðu það sem þeir kölluðu Chain of light.vísir/epaLáta ekki undan þrýstingi Ríkisstjórn landsins hefur hins vegar lýst því yfir að hún muni ekki láta af áformum sínum. Líkt og staðan sé nú sé dómstólum stýrt af fólki úr efstu lögum samfélagsins, eða elítunni, og að því þurfi að breyta. Ríkisstofnanir og dómstólar eigi að þjóna öllum landsmönnum. „Við munum ekki láta undan þrýstingi,“ sagði Beata Szydlo, forsætisráðherra Póllands, í sérstöku sjónvarpsávarpi í kvöld. Stjórnvöldum stafi engin ógn af elítunni. Frumvarpið er það nýjasta í röð aðgerða stjórnarinnar sem miðar að því að auka pólitísk afskipti af dómskerfinu. Stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti hefur sætt mikilli gagnrýni vegna aðgerðanna, en segir þær nauðsynlegar til að auka skilvirkni innan dómskerfisins og draga úr spillingu. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB og fyrrverandi forsætisráðherra Póllands, hefur kallað frumvarpið skref aftur á bak og ganga gegn gildum Evrópusambandsins. Hann hefur farið fram á fund með Andrzej Duda, forseta landsins, til að ræða málið. Tengdar fréttir Pólska þingið samþykkir umdeildar breytingar um skipun dómara Neðri deild pólska þingsins samþykkti í morgun frumvarp sem mun færa dómsmálaráðherra landsins vald til að skipa dómara við hæstarétt landsins. 20. júlí 2017 15:21 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira
Tugþúsundir mótmæltu í Póllandi í dag eftir að neðri deild þingsins samþykkti frumvarp sem mun færa dómsmálaráðherra landsins völd til þess að skipa dómara við Hæstarétt landsins. Frumvarpið hefur meðal annars mætt andstöðu hjá Evrópusambandinu, og segja mótmælendur að ákvörðunin grafi undan lýðræðislegu réttarríki.Kveiktu á kertum Mótmælendur hafa komið saman síðustu daga og krafist þess að frumvarpið verði afturkallað. Það var svo samþykkt á þingi í dag og hópaðist fólk þá fyrir framan þinghúsið í Varsjá og krafðist þess að forseti landsins, Andrzej Duda, beiti neitunarvaldi gegn frumvarpinu. Kveikt var á kertum í mótmælaskyni og mátti sjá mörg þúsund kerti á lofti og umhverfis þinghúsið í kvöld.Mótmælendur mynduðu það sem þeir kölluðu Chain of light.vísir/epaLáta ekki undan þrýstingi Ríkisstjórn landsins hefur hins vegar lýst því yfir að hún muni ekki láta af áformum sínum. Líkt og staðan sé nú sé dómstólum stýrt af fólki úr efstu lögum samfélagsins, eða elítunni, og að því þurfi að breyta. Ríkisstofnanir og dómstólar eigi að þjóna öllum landsmönnum. „Við munum ekki láta undan þrýstingi,“ sagði Beata Szydlo, forsætisráðherra Póllands, í sérstöku sjónvarpsávarpi í kvöld. Stjórnvöldum stafi engin ógn af elítunni. Frumvarpið er það nýjasta í röð aðgerða stjórnarinnar sem miðar að því að auka pólitísk afskipti af dómskerfinu. Stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti hefur sætt mikilli gagnrýni vegna aðgerðanna, en segir þær nauðsynlegar til að auka skilvirkni innan dómskerfisins og draga úr spillingu. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB og fyrrverandi forsætisráðherra Póllands, hefur kallað frumvarpið skref aftur á bak og ganga gegn gildum Evrópusambandsins. Hann hefur farið fram á fund með Andrzej Duda, forseta landsins, til að ræða málið.
Tengdar fréttir Pólska þingið samþykkir umdeildar breytingar um skipun dómara Neðri deild pólska þingsins samþykkti í morgun frumvarp sem mun færa dómsmálaráðherra landsins vald til að skipa dómara við hæstarétt landsins. 20. júlí 2017 15:21 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira
Pólska þingið samþykkir umdeildar breytingar um skipun dómara Neðri deild pólska þingsins samþykkti í morgun frumvarp sem mun færa dómsmálaráðherra landsins vald til að skipa dómara við hæstarétt landsins. 20. júlí 2017 15:21