Mamma Gunnhildar komin með fimmu í hnakkann Kolbeinn Tumi Daðason í Ermelo skrifar 20. júlí 2017 11:30 Mæðgurnar eru miklir stuðboltar og greinilega mjög nánar. Vísir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir spilaði alla níutíu mínúturnar í 1-0 tapinu gegn Frökkum á þriðjudag. Ólíkt flestum leikmönnum liðsins mætti hún ekki á æfingu landsliðsins í gær heldur varð eftir á hótelinu með Söru Björk Gunnarsdóttur fyrirliða. „Við tókum bara æfingar í ræktinni. Maður er vanur því að fara út á völl og hlaupa en við ákváðum nokkrar að fara frekar í ræktina og sundið. Minnka álagið á fæturnar. Við tókum hlaup í sundlauginni og fleira.“ Hún segir þó engan vafa á því að hún verði klár í slaginn fyrir leikinn gegn Sviss á laugardag. „Já auðvitað. Maður er vanur þessu. Ég spila oft tvo leiki í viku í Noregi svo líkaminn er vanur þessu. Maður hefur undirbúið sig fyrir þetta lengi svo maður er tilbúin fyrir þetta.“Viðtalið við Gunnhildi má sjá hér að neðan.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook og Twitter. Gunnhildur Yrsa á átta systkini sem öll eru mætt til Hollands til að styðja hana og landsliðið. „Ég held að þau séu fjórtán sem mættu, öll fjölskyldan. Ég fékk að hitta þau aðeins í gær og það var yndislegt.“ Þó þau styðji öll vel við bakið á Gunnhildi fer móðir hennar, Laufey Ýr Sigurðardóttir, fremst í flokki. Hún rakaði töluna fimm í hnakkann á sér á dögunum en það er númer Gunnhildar hjá landsliðinu. „Mamma þarf alltaf að fara aðeins lengra en aðrir. Hún er yndisleg og henti í fimmu á hnakkann á sér. Ég hélt reyndar að hún myndi koma með blátt ár en það gerðist ekki. En ég er mjög ánægð með fimmuna.“ Þá er Gunnhildur sömuleiðis ánægð með heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar forseta á hótel stelpnanna í gær. „Það var mjög fínt að fá hann. Hann er mjög góður náungi, tók gott grín á okkur og sagði að þjóðin væri á bak við okkur. Það var yndislegt. Við erum tilbúnar í næsta leik.“Að neðan má sjá innslag sem gert var um Gunnhildi sumarið 2012 þar sem móður hennar bar einmitt á góma. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir spilaði alla níutíu mínúturnar í 1-0 tapinu gegn Frökkum á þriðjudag. Ólíkt flestum leikmönnum liðsins mætti hún ekki á æfingu landsliðsins í gær heldur varð eftir á hótelinu með Söru Björk Gunnarsdóttur fyrirliða. „Við tókum bara æfingar í ræktinni. Maður er vanur því að fara út á völl og hlaupa en við ákváðum nokkrar að fara frekar í ræktina og sundið. Minnka álagið á fæturnar. Við tókum hlaup í sundlauginni og fleira.“ Hún segir þó engan vafa á því að hún verði klár í slaginn fyrir leikinn gegn Sviss á laugardag. „Já auðvitað. Maður er vanur þessu. Ég spila oft tvo leiki í viku í Noregi svo líkaminn er vanur þessu. Maður hefur undirbúið sig fyrir þetta lengi svo maður er tilbúin fyrir þetta.“Viðtalið við Gunnhildi má sjá hér að neðan.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook og Twitter. Gunnhildur Yrsa á átta systkini sem öll eru mætt til Hollands til að styðja hana og landsliðið. „Ég held að þau séu fjórtán sem mættu, öll fjölskyldan. Ég fékk að hitta þau aðeins í gær og það var yndislegt.“ Þó þau styðji öll vel við bakið á Gunnhildi fer móðir hennar, Laufey Ýr Sigurðardóttir, fremst í flokki. Hún rakaði töluna fimm í hnakkann á sér á dögunum en það er númer Gunnhildar hjá landsliðinu. „Mamma þarf alltaf að fara aðeins lengra en aðrir. Hún er yndisleg og henti í fimmu á hnakkann á sér. Ég hélt reyndar að hún myndi koma með blátt ár en það gerðist ekki. En ég er mjög ánægð með fimmuna.“ Þá er Gunnhildur sömuleiðis ánægð með heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar forseta á hótel stelpnanna í gær. „Það var mjög fínt að fá hann. Hann er mjög góður náungi, tók gott grín á okkur og sagði að þjóðin væri á bak við okkur. Það var yndislegt. Við erum tilbúnar í næsta leik.“Að neðan má sjá innslag sem gert var um Gunnhildi sumarið 2012 þar sem móður hennar bar einmitt á góma.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti