Hægt að sjá ensku liðin æfa á Laugardalsvelli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. júlí 2017 20:30 Pep Guariola mun stýra æfingu á Laugardalsvelli. Vísir/Getty Miðar á leik Mancheester City og West Ham á föstudag veita aðgang að æfingum liðanna daginn fyrir leik. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá forsvarsmönnum The Super Match. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli á föstudaginn klukkan 14.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Lið West Ham mun æfa í klukkustund síðdegis á fimmtudag og tekur Manchester City við að þeirri æfingu lokinni. Tilkynninguna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan: „Miðar á stórleik Manchester City og West Ham sem fram fer á Laugardalsvelli þann 4. ágúst næstkomandi veita ekki aðeins aðgang að leiknum sjálfum heldur líka að opnum æfingum klúbbanna sem fram fara daginn fyrir leik. Leikmenn West Ham munu æfa í klukkustund seinni part fimmtudagsins 3. ágúst og að henni lokinni munu leikmenn Manchester City mæta til æfingar. Miðahafar fá þar með tækifæri á að sjá hvernig leikmenn liðanna undirbúa sig fyrir keppnisleik. Á meðan æfingum stendur munu nokkrir heppnir miðaeigendur sem mæta á Laugardalsvöll eiga kost á því að hitta leikmenn úr Manchester City og West Ham að æfingu lokinni þar sem miðaeigendum gefst kostur á að spjalla við leikmenn og fá hjá þeim eiginhandaráritanir. Enn fremur geta miðahafar átt von á ýmsum óvæntum glaðningi með því að fylgjast með Facebook síðu leiksins, facebook.com/thesupermatch2017. Í boði er allt frá árituðum treyjum til VIP ferða á leiki Manchester City og West Ham á Ethiad stadium og London stadium þegar liðin mætast á komandi keppnistímabili þar sem æfingasvæði liðanna verða heimsótt, hitta núverandi leikmenn ásamt fyrrum leikmönnum liðanna í móttöku á keppnisdegi. Leikurinn sem fram fer á Laugardalsvelli verður síðasti æfingaleikur liðanna fyrir komandi keppnistímabil sem hefst í Englandi viku síðar og því lokahnykkurinn á undirbúningstímabili liðanna. Þar af leiðandi munu þau stilla upp sínu sterkasta byrjunarliði og leikmenn munu spila þennan leik eins og um hefðbundinn keppnisleik er að ræða. Gera má ráð fyrir því að leikmenn á borð við Sergio Aguero, Kevin De Bruyne, David Silva, Manuel Lanzini og Rahim Sterling verði allir í byrjunarliðunum, auk þess áhorfendur fá að sjá nýja leikmenn á borð við Chicharito og Kyle Walker klæðast treyjum nýju liða sinna í fyrsta sinn, að ónefndum Joe Hart sem mæta mun fyrrum liðsfélögum sínum en hann hefur verið lánaður frá Manchester City til West Ham fyrir komandi tímabil. Þeir sem kaupa miða á leikinn á Laugardalsvelli geta átt von á óvæntum glaðningi, því auk þess að sjá þessi sögufrægu lið spila, fá miðahafar aðgang að opnum æfingum liðanna daginn fyrir leik. Þá verður efnt til fjölda leikja þar sem miðahafar geta unnið VIP ferð á báða leiki Manchester City og West Ham í úrvalsdeildinni, leik West Ham og Manchester City, þar sem ekki einungis er farið á leikina, heldur líka farið á æfingasvæði liðanna, hægt að hitta leikmenn og svo mætti áfram telja. Þeir sem kaupa miða á leikinn hér heima geta einnig unnið áritaðar treyjur, trefla og aðra minjagripi, yngri miðakaupendur geta átt möguleika á að leiða leikmenn inn á Laugardalsvöll, hitta leikmenn og loks er hægt að vinna sjónvarpsáskriftir að enska boltanum hjá Stöð 2 Sport. Miðasala á leikinn fer fram á midi.is og kosta miðar frá 5.899 kr. Veittur er 50% afsláttur af miðaverði á stúkumiðum fyrir 16 ára og yngri. “ Enski boltinn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Sjá meira
Miðar á leik Mancheester City og West Ham á föstudag veita aðgang að æfingum liðanna daginn fyrir leik. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá forsvarsmönnum The Super Match. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli á föstudaginn klukkan 14.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Lið West Ham mun æfa í klukkustund síðdegis á fimmtudag og tekur Manchester City við að þeirri æfingu lokinni. Tilkynninguna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan: „Miðar á stórleik Manchester City og West Ham sem fram fer á Laugardalsvelli þann 4. ágúst næstkomandi veita ekki aðeins aðgang að leiknum sjálfum heldur líka að opnum æfingum klúbbanna sem fram fara daginn fyrir leik. Leikmenn West Ham munu æfa í klukkustund seinni part fimmtudagsins 3. ágúst og að henni lokinni munu leikmenn Manchester City mæta til æfingar. Miðahafar fá þar með tækifæri á að sjá hvernig leikmenn liðanna undirbúa sig fyrir keppnisleik. Á meðan æfingum stendur munu nokkrir heppnir miðaeigendur sem mæta á Laugardalsvöll eiga kost á því að hitta leikmenn úr Manchester City og West Ham að æfingu lokinni þar sem miðaeigendum gefst kostur á að spjalla við leikmenn og fá hjá þeim eiginhandaráritanir. Enn fremur geta miðahafar átt von á ýmsum óvæntum glaðningi með því að fylgjast með Facebook síðu leiksins, facebook.com/thesupermatch2017. Í boði er allt frá árituðum treyjum til VIP ferða á leiki Manchester City og West Ham á Ethiad stadium og London stadium þegar liðin mætast á komandi keppnistímabili þar sem æfingasvæði liðanna verða heimsótt, hitta núverandi leikmenn ásamt fyrrum leikmönnum liðanna í móttöku á keppnisdegi. Leikurinn sem fram fer á Laugardalsvelli verður síðasti æfingaleikur liðanna fyrir komandi keppnistímabil sem hefst í Englandi viku síðar og því lokahnykkurinn á undirbúningstímabili liðanna. Þar af leiðandi munu þau stilla upp sínu sterkasta byrjunarliði og leikmenn munu spila þennan leik eins og um hefðbundinn keppnisleik er að ræða. Gera má ráð fyrir því að leikmenn á borð við Sergio Aguero, Kevin De Bruyne, David Silva, Manuel Lanzini og Rahim Sterling verði allir í byrjunarliðunum, auk þess áhorfendur fá að sjá nýja leikmenn á borð við Chicharito og Kyle Walker klæðast treyjum nýju liða sinna í fyrsta sinn, að ónefndum Joe Hart sem mæta mun fyrrum liðsfélögum sínum en hann hefur verið lánaður frá Manchester City til West Ham fyrir komandi tímabil. Þeir sem kaupa miða á leikinn á Laugardalsvelli geta átt von á óvæntum glaðningi, því auk þess að sjá þessi sögufrægu lið spila, fá miðahafar aðgang að opnum æfingum liðanna daginn fyrir leik. Þá verður efnt til fjölda leikja þar sem miðahafar geta unnið VIP ferð á báða leiki Manchester City og West Ham í úrvalsdeildinni, leik West Ham og Manchester City, þar sem ekki einungis er farið á leikina, heldur líka farið á æfingasvæði liðanna, hægt að hitta leikmenn og svo mætti áfram telja. Þeir sem kaupa miða á leikinn hér heima geta einnig unnið áritaðar treyjur, trefla og aðra minjagripi, yngri miðakaupendur geta átt möguleika á að leiða leikmenn inn á Laugardalsvöll, hitta leikmenn og loks er hægt að vinna sjónvarpsáskriftir að enska boltanum hjá Stöð 2 Sport. Miðasala á leikinn fer fram á midi.is og kosta miðar frá 5.899 kr. Veittur er 50% afsláttur af miðaverði á stúkumiðum fyrir 16 ára og yngri. “
Enski boltinn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Sjá meira