Hefur sett Íslandsmet á fimm heimsmeistaramótum í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2017 07:00 Hrafnhildur Lúthersdóttir. Vísir/Stefán Sund Hún blómstrar oftast á stóra sviðinu og það er góður hæfileiki að hafa fyrir íþróttamann. Sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir náði enn einu sinni að bæta sig á heimsmeistaramóti um helgina og hélt því við hinni frábæru hefð að bæta sig þegar þær bestu í heimi koma saman. Hrafnhildur kom í mark í undanúrslitasundinu á 30,71 sekúndu og bætti þar með verðlaunasund frá því á EM í London 2016. Hrafnhildur synti á 30,83 sekúndum á EM fyrir rúmu ári sem skilaði henni silfurverðlaunum. Að þessu sinni var Hrafnhildur 23 hundraðshlutum frá því að komast inn í úrslitasundið.Rosalega gaman „Þetta var rosalega gaman. Ég vildi að minnsta kosti bæta mig af því að það er náttúrulega alltaf gaman að bæta sig og setja Íslandsmet og ekki sakar það að gera það á svona stóru og flottu móti og í sjónvarpinu,“ sagði Hrafnhildur kát með árangurinn. „Þetta var virkilega sterkt mót í ár og stærsta heimsmeistaramótið í sögunni. Þannig að vera tíunda best í heiminum í ár eftir rosalega gott ár í fyrra þá get ég ekki annað en verið sátt og ánægð með þennan árangur,“ sagði Hrafnhildur. Hún komst í úrslit á Ólympíuleikunum í fyrra. Alls hefur Hrafnhildur sett ellefu Íslandsmet á heimsmeistaramótum og þau hafa komið í fjórum greinum. Metið í 50 metra bringu var hennar fimmta í þeirri grein á HM en hún hefur þrisvar sinnum slegið metið í 200 metra baksundi.Vísir/GettyFyrsta HM var í Róm Fyrsta heimsmeistaramótið hennar var í Róm á Ítalíu fyrir átta árum síðan og þá var hún bara átján ára gömul. Hrafnhildur náði engu að síður og þrátt fyrir reynsluleysið að setja nýtt Íslandsmet í 200 metra bringusundi. Það skilaði henni upp í 37. sæti. Hrafnhildur setti síðan tvö Íslandsmet á næstu tveimur heimsmeistaramótum, í Sjanghæ í Kína 2011 og í Barcelona á Spáni 2013, en hún tvíbætti metið sitt í 50 metra bringusundi í Barcelona. Besta heimsmeistaramótið hennar var síðan í Kazan í Rússlandi fyrir tveimur árum. Hrafnhildur setti þá alls fimm Íslandsmet og komst inn á topp tíu í þremur greinum. Hún varð í 6. sæti í 100 metra bringusundi, í 7. sæti í 50 metra bringusundi og í 9. sæti í 200 metra bringusundi. Hrafnhildur hefur líka sett mörg Íslandsmet á Evrópumeistaramótinu og það hefur verið hægt að ganga að því vísu síðasta áratuginn að Hrafnhildur mætir í bætingaham þegar hún hittir þær bestu í sínum greinum.Vísir/GettyÍslandsmet á fimm heimsmeistaramótum í röðHM í Róm, Ítalíu 2009 30. júlí - Íslandsmet í 200 metra bringusundi (2:31.39 mínútur)HM í Sjanghæ, Kína 2011 24. júlí - Íslandsmet í 200 metra fjórsundi (2:18.20 mínútur) 25. júlí - Íslandsmet í 100 metra bringusundi (1:09.82 mínúta)HM í Barcelona, Spáni 2013 3. ágúst - Íslandsmet í 50 metra bringusundi (31,50 sekúndur) 3. ágúst - Íslandsmet í 50 metra bringusundi (31,37 sekúndur)HM í Kazan, Rússlandi 2015 3. ágúst - Íslandsmet í 100 metra bringusundi (1:06.87 mínúta) 6. ágúst - Íslandsmet í 200 metra bringusundi (2:23.54 mínútur) 6. ágúst - Íslandsmet í 200 metra bringusundi (2:23.06 mínútur) 8. ágúst - Íslandsmet í 50 metra bringusundi (30,90 sekúndur) 8. ágúst - Íslandsmet í 50 metra bringusundi (30,90 sekúndur, metjöfnun)HM í Búdapest, Ungverjalandi 2017 29. júlí - Íslandmet í 50 metra bringusundi (30.71 sekúndur) Sund Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira
Sund Hún blómstrar oftast á stóra sviðinu og það er góður hæfileiki að hafa fyrir íþróttamann. Sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir náði enn einu sinni að bæta sig á heimsmeistaramóti um helgina og hélt því við hinni frábæru hefð að bæta sig þegar þær bestu í heimi koma saman. Hrafnhildur kom í mark í undanúrslitasundinu á 30,71 sekúndu og bætti þar með verðlaunasund frá því á EM í London 2016. Hrafnhildur synti á 30,83 sekúndum á EM fyrir rúmu ári sem skilaði henni silfurverðlaunum. Að þessu sinni var Hrafnhildur 23 hundraðshlutum frá því að komast inn í úrslitasundið.Rosalega gaman „Þetta var rosalega gaman. Ég vildi að minnsta kosti bæta mig af því að það er náttúrulega alltaf gaman að bæta sig og setja Íslandsmet og ekki sakar það að gera það á svona stóru og flottu móti og í sjónvarpinu,“ sagði Hrafnhildur kát með árangurinn. „Þetta var virkilega sterkt mót í ár og stærsta heimsmeistaramótið í sögunni. Þannig að vera tíunda best í heiminum í ár eftir rosalega gott ár í fyrra þá get ég ekki annað en verið sátt og ánægð með þennan árangur,“ sagði Hrafnhildur. Hún komst í úrslit á Ólympíuleikunum í fyrra. Alls hefur Hrafnhildur sett ellefu Íslandsmet á heimsmeistaramótum og þau hafa komið í fjórum greinum. Metið í 50 metra bringu var hennar fimmta í þeirri grein á HM en hún hefur þrisvar sinnum slegið metið í 200 metra baksundi.Vísir/GettyFyrsta HM var í Róm Fyrsta heimsmeistaramótið hennar var í Róm á Ítalíu fyrir átta árum síðan og þá var hún bara átján ára gömul. Hrafnhildur náði engu að síður og þrátt fyrir reynsluleysið að setja nýtt Íslandsmet í 200 metra bringusundi. Það skilaði henni upp í 37. sæti. Hrafnhildur setti síðan tvö Íslandsmet á næstu tveimur heimsmeistaramótum, í Sjanghæ í Kína 2011 og í Barcelona á Spáni 2013, en hún tvíbætti metið sitt í 50 metra bringusundi í Barcelona. Besta heimsmeistaramótið hennar var síðan í Kazan í Rússlandi fyrir tveimur árum. Hrafnhildur setti þá alls fimm Íslandsmet og komst inn á topp tíu í þremur greinum. Hún varð í 6. sæti í 100 metra bringusundi, í 7. sæti í 50 metra bringusundi og í 9. sæti í 200 metra bringusundi. Hrafnhildur hefur líka sett mörg Íslandsmet á Evrópumeistaramótinu og það hefur verið hægt að ganga að því vísu síðasta áratuginn að Hrafnhildur mætir í bætingaham þegar hún hittir þær bestu í sínum greinum.Vísir/GettyÍslandsmet á fimm heimsmeistaramótum í röðHM í Róm, Ítalíu 2009 30. júlí - Íslandsmet í 200 metra bringusundi (2:31.39 mínútur)HM í Sjanghæ, Kína 2011 24. júlí - Íslandsmet í 200 metra fjórsundi (2:18.20 mínútur) 25. júlí - Íslandsmet í 100 metra bringusundi (1:09.82 mínúta)HM í Barcelona, Spáni 2013 3. ágúst - Íslandsmet í 50 metra bringusundi (31,50 sekúndur) 3. ágúst - Íslandsmet í 50 metra bringusundi (31,37 sekúndur)HM í Kazan, Rússlandi 2015 3. ágúst - Íslandsmet í 100 metra bringusundi (1:06.87 mínúta) 6. ágúst - Íslandsmet í 200 metra bringusundi (2:23.54 mínútur) 6. ágúst - Íslandsmet í 200 metra bringusundi (2:23.06 mínútur) 8. ágúst - Íslandsmet í 50 metra bringusundi (30,90 sekúndur) 8. ágúst - Íslandsmet í 50 metra bringusundi (30,90 sekúndur, metjöfnun)HM í Búdapest, Ungverjalandi 2017 29. júlí - Íslandmet í 50 metra bringusundi (30.71 sekúndur)
Sund Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira