Hefur sett Íslandsmet á fimm heimsmeistaramótum í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2017 07:00 Hrafnhildur Lúthersdóttir. Vísir/Stefán Sund Hún blómstrar oftast á stóra sviðinu og það er góður hæfileiki að hafa fyrir íþróttamann. Sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir náði enn einu sinni að bæta sig á heimsmeistaramóti um helgina og hélt því við hinni frábæru hefð að bæta sig þegar þær bestu í heimi koma saman. Hrafnhildur kom í mark í undanúrslitasundinu á 30,71 sekúndu og bætti þar með verðlaunasund frá því á EM í London 2016. Hrafnhildur synti á 30,83 sekúndum á EM fyrir rúmu ári sem skilaði henni silfurverðlaunum. Að þessu sinni var Hrafnhildur 23 hundraðshlutum frá því að komast inn í úrslitasundið.Rosalega gaman „Þetta var rosalega gaman. Ég vildi að minnsta kosti bæta mig af því að það er náttúrulega alltaf gaman að bæta sig og setja Íslandsmet og ekki sakar það að gera það á svona stóru og flottu móti og í sjónvarpinu,“ sagði Hrafnhildur kát með árangurinn. „Þetta var virkilega sterkt mót í ár og stærsta heimsmeistaramótið í sögunni. Þannig að vera tíunda best í heiminum í ár eftir rosalega gott ár í fyrra þá get ég ekki annað en verið sátt og ánægð með þennan árangur,“ sagði Hrafnhildur. Hún komst í úrslit á Ólympíuleikunum í fyrra. Alls hefur Hrafnhildur sett ellefu Íslandsmet á heimsmeistaramótum og þau hafa komið í fjórum greinum. Metið í 50 metra bringu var hennar fimmta í þeirri grein á HM en hún hefur þrisvar sinnum slegið metið í 200 metra baksundi.Vísir/GettyFyrsta HM var í Róm Fyrsta heimsmeistaramótið hennar var í Róm á Ítalíu fyrir átta árum síðan og þá var hún bara átján ára gömul. Hrafnhildur náði engu að síður og þrátt fyrir reynsluleysið að setja nýtt Íslandsmet í 200 metra bringusundi. Það skilaði henni upp í 37. sæti. Hrafnhildur setti síðan tvö Íslandsmet á næstu tveimur heimsmeistaramótum, í Sjanghæ í Kína 2011 og í Barcelona á Spáni 2013, en hún tvíbætti metið sitt í 50 metra bringusundi í Barcelona. Besta heimsmeistaramótið hennar var síðan í Kazan í Rússlandi fyrir tveimur árum. Hrafnhildur setti þá alls fimm Íslandsmet og komst inn á topp tíu í þremur greinum. Hún varð í 6. sæti í 100 metra bringusundi, í 7. sæti í 50 metra bringusundi og í 9. sæti í 200 metra bringusundi. Hrafnhildur hefur líka sett mörg Íslandsmet á Evrópumeistaramótinu og það hefur verið hægt að ganga að því vísu síðasta áratuginn að Hrafnhildur mætir í bætingaham þegar hún hittir þær bestu í sínum greinum.Vísir/GettyÍslandsmet á fimm heimsmeistaramótum í röðHM í Róm, Ítalíu 2009 30. júlí - Íslandsmet í 200 metra bringusundi (2:31.39 mínútur)HM í Sjanghæ, Kína 2011 24. júlí - Íslandsmet í 200 metra fjórsundi (2:18.20 mínútur) 25. júlí - Íslandsmet í 100 metra bringusundi (1:09.82 mínúta)HM í Barcelona, Spáni 2013 3. ágúst - Íslandsmet í 50 metra bringusundi (31,50 sekúndur) 3. ágúst - Íslandsmet í 50 metra bringusundi (31,37 sekúndur)HM í Kazan, Rússlandi 2015 3. ágúst - Íslandsmet í 100 metra bringusundi (1:06.87 mínúta) 6. ágúst - Íslandsmet í 200 metra bringusundi (2:23.54 mínútur) 6. ágúst - Íslandsmet í 200 metra bringusundi (2:23.06 mínútur) 8. ágúst - Íslandsmet í 50 metra bringusundi (30,90 sekúndur) 8. ágúst - Íslandsmet í 50 metra bringusundi (30,90 sekúndur, metjöfnun)HM í Búdapest, Ungverjalandi 2017 29. júlí - Íslandmet í 50 metra bringusundi (30.71 sekúndur) Sund Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Fótbolti Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Sund Hún blómstrar oftast á stóra sviðinu og það er góður hæfileiki að hafa fyrir íþróttamann. Sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir náði enn einu sinni að bæta sig á heimsmeistaramóti um helgina og hélt því við hinni frábæru hefð að bæta sig þegar þær bestu í heimi koma saman. Hrafnhildur kom í mark í undanúrslitasundinu á 30,71 sekúndu og bætti þar með verðlaunasund frá því á EM í London 2016. Hrafnhildur synti á 30,83 sekúndum á EM fyrir rúmu ári sem skilaði henni silfurverðlaunum. Að þessu sinni var Hrafnhildur 23 hundraðshlutum frá því að komast inn í úrslitasundið.Rosalega gaman „Þetta var rosalega gaman. Ég vildi að minnsta kosti bæta mig af því að það er náttúrulega alltaf gaman að bæta sig og setja Íslandsmet og ekki sakar það að gera það á svona stóru og flottu móti og í sjónvarpinu,“ sagði Hrafnhildur kát með árangurinn. „Þetta var virkilega sterkt mót í ár og stærsta heimsmeistaramótið í sögunni. Þannig að vera tíunda best í heiminum í ár eftir rosalega gott ár í fyrra þá get ég ekki annað en verið sátt og ánægð með þennan árangur,“ sagði Hrafnhildur. Hún komst í úrslit á Ólympíuleikunum í fyrra. Alls hefur Hrafnhildur sett ellefu Íslandsmet á heimsmeistaramótum og þau hafa komið í fjórum greinum. Metið í 50 metra bringu var hennar fimmta í þeirri grein á HM en hún hefur þrisvar sinnum slegið metið í 200 metra baksundi.Vísir/GettyFyrsta HM var í Róm Fyrsta heimsmeistaramótið hennar var í Róm á Ítalíu fyrir átta árum síðan og þá var hún bara átján ára gömul. Hrafnhildur náði engu að síður og þrátt fyrir reynsluleysið að setja nýtt Íslandsmet í 200 metra bringusundi. Það skilaði henni upp í 37. sæti. Hrafnhildur setti síðan tvö Íslandsmet á næstu tveimur heimsmeistaramótum, í Sjanghæ í Kína 2011 og í Barcelona á Spáni 2013, en hún tvíbætti metið sitt í 50 metra bringusundi í Barcelona. Besta heimsmeistaramótið hennar var síðan í Kazan í Rússlandi fyrir tveimur árum. Hrafnhildur setti þá alls fimm Íslandsmet og komst inn á topp tíu í þremur greinum. Hún varð í 6. sæti í 100 metra bringusundi, í 7. sæti í 50 metra bringusundi og í 9. sæti í 200 metra bringusundi. Hrafnhildur hefur líka sett mörg Íslandsmet á Evrópumeistaramótinu og það hefur verið hægt að ganga að því vísu síðasta áratuginn að Hrafnhildur mætir í bætingaham þegar hún hittir þær bestu í sínum greinum.Vísir/GettyÍslandsmet á fimm heimsmeistaramótum í röðHM í Róm, Ítalíu 2009 30. júlí - Íslandsmet í 200 metra bringusundi (2:31.39 mínútur)HM í Sjanghæ, Kína 2011 24. júlí - Íslandsmet í 200 metra fjórsundi (2:18.20 mínútur) 25. júlí - Íslandsmet í 100 metra bringusundi (1:09.82 mínúta)HM í Barcelona, Spáni 2013 3. ágúst - Íslandsmet í 50 metra bringusundi (31,50 sekúndur) 3. ágúst - Íslandsmet í 50 metra bringusundi (31,37 sekúndur)HM í Kazan, Rússlandi 2015 3. ágúst - Íslandsmet í 100 metra bringusundi (1:06.87 mínúta) 6. ágúst - Íslandsmet í 200 metra bringusundi (2:23.54 mínútur) 6. ágúst - Íslandsmet í 200 metra bringusundi (2:23.06 mínútur) 8. ágúst - Íslandsmet í 50 metra bringusundi (30,90 sekúndur) 8. ágúst - Íslandsmet í 50 metra bringusundi (30,90 sekúndur, metjöfnun)HM í Búdapest, Ungverjalandi 2017 29. júlí - Íslandmet í 50 metra bringusundi (30.71 sekúndur)
Sund Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Fótbolti Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira