TAU Castelló bauð Ægi velkominn á íslensku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2017 11:00 Ægir Þór Steinarsson. Vísir/Andri Marinó Íslenski landsliðsbakvörðurinn Ægir Þór Steinarsson er búinn að finna sér lið á næsta tímabili en hann mun spila áfram í spænsku b-deildinni í körfubolta. Ægir hefur samið við lið TAU Castelló en Ægir hjálpaði San Pablo Burgos að komast upp úr deildinni á nýloknu tímabili. Ægir var með 5,8 stig og 4,0 stoðsendingar að meðaltali í leik 2016-17. Ægir er 26 ára leikstjórnandi sem er uppalinn í Fjölni þar sem hann steig sín fyrstu spor í meistaraflokki þegar hann var bara sautján ára gamall. Ægir gekk frá sínum málum áður en hann flaug út með íslenska landsliðinu sem er að fara að taka þátt í æfingamóti í Rússlandi. Mörg íslensk lið voru á eftir Ægi í sumar en hann ákvað að halda áfram í atvinnumennsku á Spáni þar sem hann hefur spilað undanfarin tímabil. „Ægir er frábær leikmaður, leiðtogi inn á vellinum og getur stjórnað leikjum og flæðinu í þeim. Með hann innanborðs getum við spilað hraðan bolta en Ægir er sérstaklega hættulegur á opnum velli og öflugur einn á einn,“ sagði Antonio Ten, þjálfari TAU Castelló liðsins. TAU Castelló endaði í fimmtánda sæti í spænsku b-deildinni á síðustu leiktíð og var tólf sætum á eftir San Pablo Burgos liðinu í vetur. Það er því mikið verk fyrir höndum ætli liðið að berjast um sæti í spænsku úrvalsdeildinni á komandi tímabili. TAU Castelló verður þriðja liðið sem Ægir Þór spilar með í spænsku b-deildinni en vorið 2016 spilaði hann með Penas Huesca. Ægir lék einnig í tvö tímabil með Sundsvall Dragons. Þetta verður því fimmta tímabil hans í atvinnumennsku. TAU Castelló bauð Ægi velkominn á íslensku á Twitter-síðu félagsins eins og sjá má hér fyrir neðan.Velkominn Ægir Steinarsson! Damos la bienvenida a #TAUcastelló al base islandéshttps://t.co/oEPwJFvez3 NOTICIA: https://t.co/WzXHrB1SAPpic.twitter.com/nI3G87XsFb — TAU Castelló (@TAUcastello) August 9, 2017 EM 2017 í Finnlandi Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Fleiri fréttir „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Sjá meira
Íslenski landsliðsbakvörðurinn Ægir Þór Steinarsson er búinn að finna sér lið á næsta tímabili en hann mun spila áfram í spænsku b-deildinni í körfubolta. Ægir hefur samið við lið TAU Castelló en Ægir hjálpaði San Pablo Burgos að komast upp úr deildinni á nýloknu tímabili. Ægir var með 5,8 stig og 4,0 stoðsendingar að meðaltali í leik 2016-17. Ægir er 26 ára leikstjórnandi sem er uppalinn í Fjölni þar sem hann steig sín fyrstu spor í meistaraflokki þegar hann var bara sautján ára gamall. Ægir gekk frá sínum málum áður en hann flaug út með íslenska landsliðinu sem er að fara að taka þátt í æfingamóti í Rússlandi. Mörg íslensk lið voru á eftir Ægi í sumar en hann ákvað að halda áfram í atvinnumennsku á Spáni þar sem hann hefur spilað undanfarin tímabil. „Ægir er frábær leikmaður, leiðtogi inn á vellinum og getur stjórnað leikjum og flæðinu í þeim. Með hann innanborðs getum við spilað hraðan bolta en Ægir er sérstaklega hættulegur á opnum velli og öflugur einn á einn,“ sagði Antonio Ten, þjálfari TAU Castelló liðsins. TAU Castelló endaði í fimmtánda sæti í spænsku b-deildinni á síðustu leiktíð og var tólf sætum á eftir San Pablo Burgos liðinu í vetur. Það er því mikið verk fyrir höndum ætli liðið að berjast um sæti í spænsku úrvalsdeildinni á komandi tímabili. TAU Castelló verður þriðja liðið sem Ægir Þór spilar með í spænsku b-deildinni en vorið 2016 spilaði hann með Penas Huesca. Ægir lék einnig í tvö tímabil með Sundsvall Dragons. Þetta verður því fimmta tímabil hans í atvinnumennsku. TAU Castelló bauð Ægi velkominn á íslensku á Twitter-síðu félagsins eins og sjá má hér fyrir neðan.Velkominn Ægir Steinarsson! Damos la bienvenida a #TAUcastelló al base islandéshttps://t.co/oEPwJFvez3 NOTICIA: https://t.co/WzXHrB1SAPpic.twitter.com/nI3G87XsFb — TAU Castelló (@TAUcastello) August 9, 2017
EM 2017 í Finnlandi Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Fleiri fréttir „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti