Iceland Travel og Gray Line sameinast Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. ágúst 2017 08:30 Gray Line sérhæfir sig í hverskyns fólksflutningum. Þessi mynd er tekin úr einni norðurljósaferð fyrirtækisins. Vísir/ernir Icelandair Group mun eignast 70% í sameinuðu félagi Iceland Travel ehf. og Allrahanda GL ehf. sem er leyfishafi hópferðafyrirtækisins Gray Line Worldwide á Íslandi. Í tilkynningu til Kauphallarinnar nú í morgun kemur fram að samkomulag hafi náðst um sameiningu Iceland Travel og Allrahanda. Icelandair muni eiga 70% sem fyrr segir og hin 30% verða í eigu stofnenda Allrahanda og Akurs fjárfesting slhf. Yfirstjórn og rekstur félaganna er sögð í tilkynningunni verða sameinuð en að þjónusta verið áfram veitt undir sömu vörumerkjum og áður. Sameiningin er gerð með fyrirvara um niðurstöður áreiðanleikakannana og samþykki eftirlitsaðila. Fram kemur í tilkynningunni að Velta Gray Line á árinu 2016 hafi numið 3,9 milljörðum króna og EBITDA hafi verið 0,2 milljarðar króna. Gert er ráð fyrir að heildarvelta sameinaðs félags á árinu 2017 verði tæplega 18 milljarðar króna. „Fyrirtækin hafa átt gott samstarf um árabil en hafa sérhæft sig með mismunandi hætti innan ferðaþjónustunnar“ segir í tilkynningunni.Góð tækifæri til markaðssetningar Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group og stjórnarformaður Iceland Travel segir í tilkynningunni að sameining félaganna sé afar jákvætt skref og styrki reksturinn til lengri tíma litið. „Bæði fyrirtæki eru í fremstu röð í íslenskri ferðaþjónustu og sameiningin gerir þeim kleift að veita viðskiptavinum enn betri þjónustu. Samkeppnin á markaðnum er mikil og Ísland og íslensk fyrirtæki eiga í harðri alþjóðlegri samkeppni. Það er því afar mikilvægt að rekstrareiningar séu hagkvæmar og að fyrirtækin leiti allra leiða til að straumlínulaga rekstur sinn. Sameinað félag nær sem heild yfir stærri hluta af virðiskeðjunni í ferðaþjónustu en félögin sem einingar gerðu áður. Því fylgja áhugaverð tækifæri til áframhaldandi þróunar, enda víða spennandi hlutir að gerast í íslenskri ferðaþjónustu,“ segir Björgólfur. Haft er eftir Þóri Garðarssyni, stjórnarformanni Gray Line að sameining félaganna gefi þeim góð tækifæri til að halda áfram að markaðssetja Ísland sem áfangastað og þróa þjónustu og afþreyingu fyrir ferðamenn, ekki síst á landsbyggðinni. „Það er mikil gerjun í íslenskri ferðaþjónustu og nauðsynlegt að fyrirtækin leggi áherslu á að uppfylla þær kröfur sem erlendir ferðamenn gera. Sameining fyrirtækjanna skapar sterkari stöðu til að uppfylla væntingar viðskiptavina og stuðla þannig að því að viðhalda góðu orðspori ferðaþjónustunnar,“ segir Þórir. Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Icelandair Group mun eignast 70% í sameinuðu félagi Iceland Travel ehf. og Allrahanda GL ehf. sem er leyfishafi hópferðafyrirtækisins Gray Line Worldwide á Íslandi. Í tilkynningu til Kauphallarinnar nú í morgun kemur fram að samkomulag hafi náðst um sameiningu Iceland Travel og Allrahanda. Icelandair muni eiga 70% sem fyrr segir og hin 30% verða í eigu stofnenda Allrahanda og Akurs fjárfesting slhf. Yfirstjórn og rekstur félaganna er sögð í tilkynningunni verða sameinuð en að þjónusta verið áfram veitt undir sömu vörumerkjum og áður. Sameiningin er gerð með fyrirvara um niðurstöður áreiðanleikakannana og samþykki eftirlitsaðila. Fram kemur í tilkynningunni að Velta Gray Line á árinu 2016 hafi numið 3,9 milljörðum króna og EBITDA hafi verið 0,2 milljarðar króna. Gert er ráð fyrir að heildarvelta sameinaðs félags á árinu 2017 verði tæplega 18 milljarðar króna. „Fyrirtækin hafa átt gott samstarf um árabil en hafa sérhæft sig með mismunandi hætti innan ferðaþjónustunnar“ segir í tilkynningunni.Góð tækifæri til markaðssetningar Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group og stjórnarformaður Iceland Travel segir í tilkynningunni að sameining félaganna sé afar jákvætt skref og styrki reksturinn til lengri tíma litið. „Bæði fyrirtæki eru í fremstu röð í íslenskri ferðaþjónustu og sameiningin gerir þeim kleift að veita viðskiptavinum enn betri þjónustu. Samkeppnin á markaðnum er mikil og Ísland og íslensk fyrirtæki eiga í harðri alþjóðlegri samkeppni. Það er því afar mikilvægt að rekstrareiningar séu hagkvæmar og að fyrirtækin leiti allra leiða til að straumlínulaga rekstur sinn. Sameinað félag nær sem heild yfir stærri hluta af virðiskeðjunni í ferðaþjónustu en félögin sem einingar gerðu áður. Því fylgja áhugaverð tækifæri til áframhaldandi þróunar, enda víða spennandi hlutir að gerast í íslenskri ferðaþjónustu,“ segir Björgólfur. Haft er eftir Þóri Garðarssyni, stjórnarformanni Gray Line að sameining félaganna gefi þeim góð tækifæri til að halda áfram að markaðssetja Ísland sem áfangastað og þróa þjónustu og afþreyingu fyrir ferðamenn, ekki síst á landsbyggðinni. „Það er mikil gerjun í íslenskri ferðaþjónustu og nauðsynlegt að fyrirtækin leggi áherslu á að uppfylla þær kröfur sem erlendir ferðamenn gera. Sameining fyrirtækjanna skapar sterkari stöðu til að uppfylla væntingar viðskiptavina og stuðla þannig að því að viðhalda góðu orðspori ferðaþjónustunnar,“ segir Þórir.
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira