Ferðamenn leggja mikið á sig fyrir hjónavígslur á Íslandi Sæunn Gísladóttir skrifar 8. ágúst 2017 06:00 Pink Iceland er meðal fyrirtækja sem bjóða ferðamönnum að gifta sig á Íslandi. Mynd/Kristín María „Það er heilmikið vesen fyrir fólk að ætla að gifta sig hérna, það gerist ekki einn, tveir og þrír, það er mikil pappírsvinna í kringum það. Fólk leggur talsvert á sig til að fá giftingu hér á Íslandi,“ segir Egill Hallgrímsson, sóknarprestur í Skálholti. „Það hefur alltaf verið eitthvað um óskir erlendra aðila undanfarin ár að gifta sig og þetta hefur aukist með auknum ferðamannastraumi,“ segir Egill. Hann segir þetta þó ekki óviðráðanlegan fjölda hjá sér að minnsta kosti. Það vakti athygli í fréttunum fyrir helgi þegar brúðgumi frá Bandaríkjunum gifti sig á stuttermabolnum á Íslandi eftir að farangurinn hans týndist. Það par er eitt af mörgum sem hefur komið til Íslands gagngert í ár til að gifta sig. „Þetta eykst eiginlega ár frá ári, mögulega á þetta sömu uppsprettu og þessi aukni ferðamannastraumur,“ segir Steinar Harðarson hjá Siðmennt. „Það er mjög oft sem beðið er um að athafnir fari fram á einhverjum fallegum stöðum þar sem náttúran er í bakgrunni,“ segir Steinar. Steinar nefnir að meðal vinsælla staða séu svæðið við Gullfoss, Reynisfjara, Skógafoss og Jökulsárlón. „Þetta er mjög mikið á fallegum náttúrustöðum á Suðurlandi og jafnvel á Snæfellsnesi og í nágrenni Vatnajökuls,“ segir Steinar. Samkvæmt upplýsingum frá sýslumanninum á Suðurlandi fjölgar hjónavígslum erlendra aðila stöðugt. Framan af voru það mest Þjóðverjar og Bretar að giftast, en nú eru þjóðernin fleiri og mikið um að Bandaríkjamenn, Kanadamenn og Rússar giftist hér á landi. Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup Skálholtsumdæmis, finnur einnig fyrir aukningu. „Það er alveg hreinlega aukning, ég er fyrst og fremst á Þingvöllum og sé að það er þannig þar,“ segir Kristján. Kristján telur að bæði sé aukning í borgaralegum og kirkjuathöfnum. Hann segir að fólk einblíni á að gifta sig í fallegu umhverfi. „Fólk er ekki bara að leita að íslenskum litlum kirkjum, þótt sumum finnist þær krúttlegar, þetta snýst meira um tengsl við náttúruna. Athafnir eru í ýmsum kirkjum sem eru vinsælar en það er líka vegna þess að þær standa einhvers staðar á fallegu landi.“ Kristján telur að athafnir sem þessar geti haft jákvæð fjárhagsleg áhrif á kirkjur í litlum sóknum. „Ég tel víst að ef fólk skilur eftir fé til kirkna þá sé það auðvitað plús. Eins og í Þingvallakirkju, þá segi ég við fólkið að það skuli gjarnan gefa kirkjunni og það eru tekjur sem koma inn. Það hefur örugglega jákvæð áhrif.“ Egill segir einnig að eitthvað sé um það að erlendir aðilar sem gifti sig í kirkjum hér á landi gefi kirkjunni peninga eftir það. Það breyti þó ekki fjárhag kirkna enda gifti sig ekki allir í sömu kirkjunni.Vinsælir staðir fyrir hjónavígslur: Gullfoss Reynisfjara Skógafoss Seljalandsfoss Hjálparfoss Kleifarvatn Dyrhólaey Jökulsárlón Kirkjufell Þingvellir Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
„Það er heilmikið vesen fyrir fólk að ætla að gifta sig hérna, það gerist ekki einn, tveir og þrír, það er mikil pappírsvinna í kringum það. Fólk leggur talsvert á sig til að fá giftingu hér á Íslandi,“ segir Egill Hallgrímsson, sóknarprestur í Skálholti. „Það hefur alltaf verið eitthvað um óskir erlendra aðila undanfarin ár að gifta sig og þetta hefur aukist með auknum ferðamannastraumi,“ segir Egill. Hann segir þetta þó ekki óviðráðanlegan fjölda hjá sér að minnsta kosti. Það vakti athygli í fréttunum fyrir helgi þegar brúðgumi frá Bandaríkjunum gifti sig á stuttermabolnum á Íslandi eftir að farangurinn hans týndist. Það par er eitt af mörgum sem hefur komið til Íslands gagngert í ár til að gifta sig. „Þetta eykst eiginlega ár frá ári, mögulega á þetta sömu uppsprettu og þessi aukni ferðamannastraumur,“ segir Steinar Harðarson hjá Siðmennt. „Það er mjög oft sem beðið er um að athafnir fari fram á einhverjum fallegum stöðum þar sem náttúran er í bakgrunni,“ segir Steinar. Steinar nefnir að meðal vinsælla staða séu svæðið við Gullfoss, Reynisfjara, Skógafoss og Jökulsárlón. „Þetta er mjög mikið á fallegum náttúrustöðum á Suðurlandi og jafnvel á Snæfellsnesi og í nágrenni Vatnajökuls,“ segir Steinar. Samkvæmt upplýsingum frá sýslumanninum á Suðurlandi fjölgar hjónavígslum erlendra aðila stöðugt. Framan af voru það mest Þjóðverjar og Bretar að giftast, en nú eru þjóðernin fleiri og mikið um að Bandaríkjamenn, Kanadamenn og Rússar giftist hér á landi. Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup Skálholtsumdæmis, finnur einnig fyrir aukningu. „Það er alveg hreinlega aukning, ég er fyrst og fremst á Þingvöllum og sé að það er þannig þar,“ segir Kristján. Kristján telur að bæði sé aukning í borgaralegum og kirkjuathöfnum. Hann segir að fólk einblíni á að gifta sig í fallegu umhverfi. „Fólk er ekki bara að leita að íslenskum litlum kirkjum, þótt sumum finnist þær krúttlegar, þetta snýst meira um tengsl við náttúruna. Athafnir eru í ýmsum kirkjum sem eru vinsælar en það er líka vegna þess að þær standa einhvers staðar á fallegu landi.“ Kristján telur að athafnir sem þessar geti haft jákvæð fjárhagsleg áhrif á kirkjur í litlum sóknum. „Ég tel víst að ef fólk skilur eftir fé til kirkna þá sé það auðvitað plús. Eins og í Þingvallakirkju, þá segi ég við fólkið að það skuli gjarnan gefa kirkjunni og það eru tekjur sem koma inn. Það hefur örugglega jákvæð áhrif.“ Egill segir einnig að eitthvað sé um það að erlendir aðilar sem gifti sig í kirkjum hér á landi gefi kirkjunni peninga eftir það. Það breyti þó ekki fjárhag kirkna enda gifti sig ekki allir í sömu kirkjunni.Vinsælir staðir fyrir hjónavígslur: Gullfoss Reynisfjara Skógafoss Seljalandsfoss Hjálparfoss Kleifarvatn Dyrhólaey Jökulsárlón Kirkjufell Þingvellir
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira