Norður-Kórea heitir því að láta Bandaríkin svara fyrir refsiaðgerðir Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. ágúst 2017 15:23 Yfirvöld Norður-Kóreu hafa heitið því að láta „Bandaríkin borga“ fyrir að koma á refsiaðgerðum vegna kjarnorkuvopnatilrauna yfirvalda í Norður Kóreu. Þá staðfestir utanríkisráðherra Kína að yfirvöld þar í landi muni að öllu leyti standa við refsiaðgerðirnar. Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu, KCNA, segir refsiaðgerðirnar, sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti einróma á laugardag, vera „ofbeldisfullt brot á fullveldi þjóðarinnar.“ Þá hafnar Norður Kórea frekari viðræðum við þau ríki sem aðild eiga að refsiaðgerðunum, að því er segir í frétt BBC. Stjórnvöld Norður-Kóreu segja enn fremur, í þessu fyrsta opinbera svari sínu við aðgerðum öryggisráðsins, að þau muni halda áfram prófunum á kjarnorkuvopnum og að lát á þeim sé ekki til umræðu. Í yfirlýsingu ríkisfréttastofunnar sagði meðal annars að yfirvöld landsins myndu láta Bandaríkin „borga fyrir glæp sinn dýru verði [...] svo nemi þúsundum skipta,“ og vísuðu þar til aðildar Bandaríkjanna að refsiaðgerðunum.Utanríkisráðherrar Norður Kóreu og Kína, Ri Yong Ho og Wang Yi, hittust á ráðstefnu ríkja í Suður-Asíu, sem haldin var í Manila á FIlippseyjum um helgina.Vísir/AfpKínverjar standa við refsiaðgerðirnar Þá staðfesti utanríkisráðherra Kína, Wang Yi, á ráðstefnunni í Manila að Kínverjar ætli að öllu leyti að standa við refsiaðgerðirnar. Markmið refsiaðgerðanna er að letja útflutning Norður-Kóreu. Kína, eitt ríkjanna sem er með neitunarvald í öryggisráðinu og einn af helstu stuðningsmönnum yfirvalda í Norður-Kóreu, samþykkti meðal annars refsiaðgerðirnar. Haft hefur verið eftir Liu Jieyi, sendiherra Kína í Bandaríkjunum, að þetta væri merki þess að mikil samstaða ríkti um andstöðu gegn kjarnorkumálum á Kóreuskaganum. Útflutningur Norður-Kóreu á kolum, járni, málmgrýti og sjávarfangi hefur verið bannaður með refsiaðgerðunum. Einnig hefur öðrum löndum verið bannað að stofna til nýrra viðskiptasamninga við yfirvöld í landinu. Norður-Kórea Tengdar fréttir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkir refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu Í júlí voru til að mynda prófuð tvö langdrifin loftskeyti og lístu yfirvöld því yfir að nú væru þau komin með vopn í hendurnar sem myndi drífa alla leið til Bandaríkjanna. 5. ágúst 2017 20:20 Geta skotið langdrægum eldflaugum á næsta ári Talið er líklegt að annað tilraunaskot verði framkvæmt í Norður-Kóreu á næstu dögum. 25. júlí 2017 18:30 Norður Kórea talin framleiða meira af kjarnorkuefnum en áætlað var Hitamyndir teknar á tímabilinu september 2016 til lok júní 2017 af Yongbyon kjarnorkuverinu benda til þess að aukið hefur verið við framleiðslu á plútóníum og úraníum. 22. júlí 2017 22:27 Utanríkisráðherra Kína hvetur norður-kóresk yfirvöld til að taka ákvörðun öryggisráðsins alvarlega Utanríkisráðherra Kína, Wang Yi, hefur hvatt utanríkisráðherra Norður-Kóreu, Ri Yang, til að stöðva prófanir á kjarnorku og flugskeytum í höfuðborg landsins Pyongyang. 6. ágúst 2017 09:15 Kim Jong-Un segir gervöll Bandaríkin í færi Donald Trump sendi yfirvöldum í Kína tóninn á Twitter nú í kvöld. 29. júlí 2017 23:55 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Fleiri fréttir Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Sjá meira
Yfirvöld Norður-Kóreu hafa heitið því að láta „Bandaríkin borga“ fyrir að koma á refsiaðgerðum vegna kjarnorkuvopnatilrauna yfirvalda í Norður Kóreu. Þá staðfestir utanríkisráðherra Kína að yfirvöld þar í landi muni að öllu leyti standa við refsiaðgerðirnar. Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu, KCNA, segir refsiaðgerðirnar, sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti einróma á laugardag, vera „ofbeldisfullt brot á fullveldi þjóðarinnar.“ Þá hafnar Norður Kórea frekari viðræðum við þau ríki sem aðild eiga að refsiaðgerðunum, að því er segir í frétt BBC. Stjórnvöld Norður-Kóreu segja enn fremur, í þessu fyrsta opinbera svari sínu við aðgerðum öryggisráðsins, að þau muni halda áfram prófunum á kjarnorkuvopnum og að lát á þeim sé ekki til umræðu. Í yfirlýsingu ríkisfréttastofunnar sagði meðal annars að yfirvöld landsins myndu láta Bandaríkin „borga fyrir glæp sinn dýru verði [...] svo nemi þúsundum skipta,“ og vísuðu þar til aðildar Bandaríkjanna að refsiaðgerðunum.Utanríkisráðherrar Norður Kóreu og Kína, Ri Yong Ho og Wang Yi, hittust á ráðstefnu ríkja í Suður-Asíu, sem haldin var í Manila á FIlippseyjum um helgina.Vísir/AfpKínverjar standa við refsiaðgerðirnar Þá staðfesti utanríkisráðherra Kína, Wang Yi, á ráðstefnunni í Manila að Kínverjar ætli að öllu leyti að standa við refsiaðgerðirnar. Markmið refsiaðgerðanna er að letja útflutning Norður-Kóreu. Kína, eitt ríkjanna sem er með neitunarvald í öryggisráðinu og einn af helstu stuðningsmönnum yfirvalda í Norður-Kóreu, samþykkti meðal annars refsiaðgerðirnar. Haft hefur verið eftir Liu Jieyi, sendiherra Kína í Bandaríkjunum, að þetta væri merki þess að mikil samstaða ríkti um andstöðu gegn kjarnorkumálum á Kóreuskaganum. Útflutningur Norður-Kóreu á kolum, járni, málmgrýti og sjávarfangi hefur verið bannaður með refsiaðgerðunum. Einnig hefur öðrum löndum verið bannað að stofna til nýrra viðskiptasamninga við yfirvöld í landinu.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkir refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu Í júlí voru til að mynda prófuð tvö langdrifin loftskeyti og lístu yfirvöld því yfir að nú væru þau komin með vopn í hendurnar sem myndi drífa alla leið til Bandaríkjanna. 5. ágúst 2017 20:20 Geta skotið langdrægum eldflaugum á næsta ári Talið er líklegt að annað tilraunaskot verði framkvæmt í Norður-Kóreu á næstu dögum. 25. júlí 2017 18:30 Norður Kórea talin framleiða meira af kjarnorkuefnum en áætlað var Hitamyndir teknar á tímabilinu september 2016 til lok júní 2017 af Yongbyon kjarnorkuverinu benda til þess að aukið hefur verið við framleiðslu á plútóníum og úraníum. 22. júlí 2017 22:27 Utanríkisráðherra Kína hvetur norður-kóresk yfirvöld til að taka ákvörðun öryggisráðsins alvarlega Utanríkisráðherra Kína, Wang Yi, hefur hvatt utanríkisráðherra Norður-Kóreu, Ri Yang, til að stöðva prófanir á kjarnorku og flugskeytum í höfuðborg landsins Pyongyang. 6. ágúst 2017 09:15 Kim Jong-Un segir gervöll Bandaríkin í færi Donald Trump sendi yfirvöldum í Kína tóninn á Twitter nú í kvöld. 29. júlí 2017 23:55 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Fleiri fréttir Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Sjá meira
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkir refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu Í júlí voru til að mynda prófuð tvö langdrifin loftskeyti og lístu yfirvöld því yfir að nú væru þau komin með vopn í hendurnar sem myndi drífa alla leið til Bandaríkjanna. 5. ágúst 2017 20:20
Geta skotið langdrægum eldflaugum á næsta ári Talið er líklegt að annað tilraunaskot verði framkvæmt í Norður-Kóreu á næstu dögum. 25. júlí 2017 18:30
Norður Kórea talin framleiða meira af kjarnorkuefnum en áætlað var Hitamyndir teknar á tímabilinu september 2016 til lok júní 2017 af Yongbyon kjarnorkuverinu benda til þess að aukið hefur verið við framleiðslu á plútóníum og úraníum. 22. júlí 2017 22:27
Utanríkisráðherra Kína hvetur norður-kóresk yfirvöld til að taka ákvörðun öryggisráðsins alvarlega Utanríkisráðherra Kína, Wang Yi, hefur hvatt utanríkisráðherra Norður-Kóreu, Ri Yang, til að stöðva prófanir á kjarnorku og flugskeytum í höfuðborg landsins Pyongyang. 6. ágúst 2017 09:15
Kim Jong-Un segir gervöll Bandaríkin í færi Donald Trump sendi yfirvöldum í Kína tóninn á Twitter nú í kvöld. 29. júlí 2017 23:55