Laugardagskvöldið heppnaðist einstaklega vel á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í gærkvöldi segja heimamenn að aldrei hafi eins margir verið í Herjólfsdal á laugardagskvöldinu.
Kvöldið náði hámarki þegar strákarnir í FM95BLÖ komu fram klukkan 23:00 í gærkvöldi og gerðu þeir allt vitlaust.
Sverri Þór Sverrisson, sem margir þekkja sem Sveppi, kom fram með strákunum en hann verð fertugur í gær. Dalurinn söng allur afmælissönginn fyrir Sveppa.
Páll Óskar Hjálmtýsson kom einnig fram í gær og var stemningin í Dalnum frábær eins og sjá má hér að neðan.
Lífið