Hinrik prins vill ekki verða jarðsettur á sama stað og Margrét Þórhildur Atli Ísleifsson og Heimir Már Pétursson skrifa 3. ágúst 2017 14:09 Hinrik prins, eiginmaður Margrétar Þórhildar Danadrottningar, vill ekki verða jarðsettur á sama stað og drottningin þegar hann fellur frá. Frá þessu greindi skrifstofa dönsku konungshallarinnar í dag. Til þessa hefur verið gert ráð fyrir að þau hjónin myndu hvíla hlið við hlið í steinkistum í dómkirkjunni í Hróarskeldu þegar sá tími kemur. Myndhöggvarinn Bjørn Nørgaard hefur þegar höggvið út lok á steinkistur þeirra hjóna en nú lítur út fyrir að Margrét Þórhildur muni hvíla ein í dómkirkjunni í Hróarskeldu. Drottningin samþykk Í tilkynningu frá konungshöllinni kemur fram að prinsinn hafi greint drottningunni frá hugmyndum sínum fyrir nokkru og sé hún þeim samþykk. Ákvörðun prinsins breytir þó ekki áætlunum Margrétar Þórhildar um að verða jarðsett í dómkirkjunni í Hróarskeldu. „Það hefur komið fram í fjölmiðlum að Prinsinn óski þess að verða jarðsettur í Frakklandi. Það er ekki rétt. Hann óskar þess enn að verða jarðsettur í Danmörku,“ segir í tilkynningunni. Prinsinn ósáttur með stöðu sínaPrinsinn er ósáttur við að í opinberu lífi hefur honum aldrei verið stillt upp samhliða drottningunni og ekki hlotið titilinn „hans konunglega hátign“ og hefur því ákveðið að það skuli ná fram yfir gröf og dauða. Lene Balleby, upplýsingafulltrúi drottningar, segir í einkaviðtali við Berlingske að það sé ekkert leyndarmál að prinsinn hafi verið ósáttur við stöðu sína og þann titil sem hann ber innan konungsfjölskyldunnar í mörg ár. Óánægja hans hefur farið vaxandi á undanförnum árum. „Fyrir prinsinn er ákvörðun hans um að liggja ekki hinstu hvílu við hlið drottningar eðlilegt framhald þeirrar stöðu sem honum hefur verið úthlutað og að ekki hefur verið orðið við óskum hans um breytingu þar á. Prinsinn er einfaldlega þeirrar skoðunar að hann eigi ekki að vera við hlið drottningar í dauðanum þegar honum var meinað það í lífinu,” segir Balleby í viðtali við Berlingske. Með þessari ákvörðun er Hinrik að rjúfa aldagamla hefð um að konungshjón Danmerkur hvíli hlið við hlið. Stóra fýlanÁrið 2002 gaf Hinrik Berlingske sögufrægt viðtal þar sem hann lýsti óánægju sinni með að hann skyldi ekki fá konunglega tign en þegar viðtalið kom út var hann þegar farinn til vínekru sinnar í Frakklandi. Margrét Þórhildur, Friðrik krónprins og Jóakim prins eltu þá gamla maninn þangað til að sleikja úr honum fýluna og þessi atburður gjarnan kallaður “Stóra fýlan” í Danmörku. Síðan þá hefur prinsinn af og til ítrekað þessa óánægju án þess að fá konunglegan titil. Hinrik prins fæddist í Talence í Frakklandi árið 1934 og er hann því 83 ára gamall. Hann og Margrét Þórhildur drottning gengu í hjónaband árið 1967. Í frétt Stöðvar 2 sem fylgir fréttinni má meðal annars sjá bút úr viðtali Heimis Más Péturssonar við Margréti Þórhildi frá því í janúar. Þar spurði hann drottninguna út í hvernig hún sæi fyrir sér að hlutverk konungs breytist þegar krónprins Danmerkur tekur við af henni í framtíðinni. Kóngafólk Margrét Þórhildur II Danadrottning Danmörk Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Hinrik prins, eiginmaður Margrétar Þórhildar Danadrottningar, vill ekki verða jarðsettur á sama stað og drottningin þegar hann fellur frá. Frá þessu greindi skrifstofa dönsku konungshallarinnar í dag. Til þessa hefur verið gert ráð fyrir að þau hjónin myndu hvíla hlið við hlið í steinkistum í dómkirkjunni í Hróarskeldu þegar sá tími kemur. Myndhöggvarinn Bjørn Nørgaard hefur þegar höggvið út lok á steinkistur þeirra hjóna en nú lítur út fyrir að Margrét Þórhildur muni hvíla ein í dómkirkjunni í Hróarskeldu. Drottningin samþykk Í tilkynningu frá konungshöllinni kemur fram að prinsinn hafi greint drottningunni frá hugmyndum sínum fyrir nokkru og sé hún þeim samþykk. Ákvörðun prinsins breytir þó ekki áætlunum Margrétar Þórhildar um að verða jarðsett í dómkirkjunni í Hróarskeldu. „Það hefur komið fram í fjölmiðlum að Prinsinn óski þess að verða jarðsettur í Frakklandi. Það er ekki rétt. Hann óskar þess enn að verða jarðsettur í Danmörku,“ segir í tilkynningunni. Prinsinn ósáttur með stöðu sínaPrinsinn er ósáttur við að í opinberu lífi hefur honum aldrei verið stillt upp samhliða drottningunni og ekki hlotið titilinn „hans konunglega hátign“ og hefur því ákveðið að það skuli ná fram yfir gröf og dauða. Lene Balleby, upplýsingafulltrúi drottningar, segir í einkaviðtali við Berlingske að það sé ekkert leyndarmál að prinsinn hafi verið ósáttur við stöðu sína og þann titil sem hann ber innan konungsfjölskyldunnar í mörg ár. Óánægja hans hefur farið vaxandi á undanförnum árum. „Fyrir prinsinn er ákvörðun hans um að liggja ekki hinstu hvílu við hlið drottningar eðlilegt framhald þeirrar stöðu sem honum hefur verið úthlutað og að ekki hefur verið orðið við óskum hans um breytingu þar á. Prinsinn er einfaldlega þeirrar skoðunar að hann eigi ekki að vera við hlið drottningar í dauðanum þegar honum var meinað það í lífinu,” segir Balleby í viðtali við Berlingske. Með þessari ákvörðun er Hinrik að rjúfa aldagamla hefð um að konungshjón Danmerkur hvíli hlið við hlið. Stóra fýlanÁrið 2002 gaf Hinrik Berlingske sögufrægt viðtal þar sem hann lýsti óánægju sinni með að hann skyldi ekki fá konunglega tign en þegar viðtalið kom út var hann þegar farinn til vínekru sinnar í Frakklandi. Margrét Þórhildur, Friðrik krónprins og Jóakim prins eltu þá gamla maninn þangað til að sleikja úr honum fýluna og þessi atburður gjarnan kallaður “Stóra fýlan” í Danmörku. Síðan þá hefur prinsinn af og til ítrekað þessa óánægju án þess að fá konunglegan titil. Hinrik prins fæddist í Talence í Frakklandi árið 1934 og er hann því 83 ára gamall. Hann og Margrét Þórhildur drottning gengu í hjónaband árið 1967. Í frétt Stöðvar 2 sem fylgir fréttinni má meðal annars sjá bút úr viðtali Heimis Más Péturssonar við Margréti Þórhildi frá því í janúar. Þar spurði hann drottninguna út í hvernig hún sæi fyrir sér að hlutverk konungs breytist þegar krónprins Danmerkur tekur við af henni í framtíðinni.
Kóngafólk Margrét Þórhildur II Danadrottning Danmörk Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira