Greiningardeild Arion telur gengi Marels eiga að vera hærra Kristinn Ingi Jónsson skrifar 3. ágúst 2017 06:00 Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, segir félagið stefna á tólf prósenta árlegan meðalvöxt tekna á næstu tíu árum. vísir/valli Greiningardeild Arion metur gengi bréfa í Marel á 401 krónu á hlut sem er tæpum átta prósentum hærra en gengið stóð í þegar markaðir lokuðu síðdegis í gær. Er verðmat deildarinnar á félaginu óbreytt í evrum talið frá síðasta verðmati í maí, en hefur hækkað um átta prósent í krónum talið vegna gengisveikingar krónunnar síðustu tvo mánuði. Deildin birti verðmat sitt í gær í kjölfar þess að Marel birti uppgjör fyrir annan fjórðung ársins. Sérfræðingar Arion banka benda á að sala Marels á ársfjórðunginum hafi verið undir sínum væntingum sem og áætlunum stjórnenda félagsins. Þrátt fyrir að pöntunum félagsins hafi fjölgað um átján prósent á milli ára hafi pantanir á öðrum fjórðungi verið um sjö prósentum færri en á fyrsta ársfjórðungi. Það hafi verið undir væntingum greiningardeildarinnar. Þó er bent á í verðmatinu að pantanastaðan sé sterk sem þýði að mögulega sé von á miklum söluvexti á næstu misserum. Auk þess muni kaup Marels á brasilíska framleiðandanum Sulmaq ein og sér auka sölu félagsins um 2,5 prósent á ári. Stjórnendur Marels gera ráð fyrir að meðalvöxtur tekna verði um tólf prósent á ári næstu tíu árin. Greiningardeild Arion banka spáir um níu prósenta vexti í ár og telur að vöxturinn geti verið umfram væntingar félagsins á næsta ári, þá fyrst og fremst vegna sterkrar pantanastöðu. Pantanabók félagsins stóð í 418,9 milljónum evra í lok annars ársfjórðungs og hefur hún aldrei verið sterkari. Er því spáð að bókin stækki í 449 milljónir evra í lok þessa árs. Greiningardeildin gerir jafnframt ráð fyrir því að Marel muni vaxa hraðar en markaðurinn, sem vex um fjögur til sex prósent á ári, allt til ársins 2021. Í útreikningum greiningardeildarinnar er ekki gert ráð fyrir að Marel stækki við sig með yfirtökum á öðrum félögum, en sérfræðingar Arion banka benda þó á að frekari yfirtökur séu líklegar, að minnsta kosti ef eitthvað má marka yfirlýsingar stjórnenda félagsins. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Greiningardeild Arion metur gengi bréfa í Marel á 401 krónu á hlut sem er tæpum átta prósentum hærra en gengið stóð í þegar markaðir lokuðu síðdegis í gær. Er verðmat deildarinnar á félaginu óbreytt í evrum talið frá síðasta verðmati í maí, en hefur hækkað um átta prósent í krónum talið vegna gengisveikingar krónunnar síðustu tvo mánuði. Deildin birti verðmat sitt í gær í kjölfar þess að Marel birti uppgjör fyrir annan fjórðung ársins. Sérfræðingar Arion banka benda á að sala Marels á ársfjórðunginum hafi verið undir sínum væntingum sem og áætlunum stjórnenda félagsins. Þrátt fyrir að pöntunum félagsins hafi fjölgað um átján prósent á milli ára hafi pantanir á öðrum fjórðungi verið um sjö prósentum færri en á fyrsta ársfjórðungi. Það hafi verið undir væntingum greiningardeildarinnar. Þó er bent á í verðmatinu að pantanastaðan sé sterk sem þýði að mögulega sé von á miklum söluvexti á næstu misserum. Auk þess muni kaup Marels á brasilíska framleiðandanum Sulmaq ein og sér auka sölu félagsins um 2,5 prósent á ári. Stjórnendur Marels gera ráð fyrir að meðalvöxtur tekna verði um tólf prósent á ári næstu tíu árin. Greiningardeild Arion banka spáir um níu prósenta vexti í ár og telur að vöxturinn geti verið umfram væntingar félagsins á næsta ári, þá fyrst og fremst vegna sterkrar pantanastöðu. Pantanabók félagsins stóð í 418,9 milljónum evra í lok annars ársfjórðungs og hefur hún aldrei verið sterkari. Er því spáð að bókin stækki í 449 milljónir evra í lok þessa árs. Greiningardeildin gerir jafnframt ráð fyrir því að Marel muni vaxa hraðar en markaðurinn, sem vex um fjögur til sex prósent á ári, allt til ársins 2021. Í útreikningum greiningardeildarinnar er ekki gert ráð fyrir að Marel stækki við sig með yfirtökum á öðrum félögum, en sérfræðingar Arion banka benda þó á að frekari yfirtökur séu líklegar, að minnsta kosti ef eitthvað má marka yfirlýsingar stjórnenda félagsins.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent