Lífeyrissjóðir höfnuðu 11 milljarða tilboði Blackstone í hlut í Bláa lóninu Hörður Ægisson skrifar 2. ágúst 2017 06:00 Tekjur Bláa lónsins voru yfir 10 milljarðar í fyrra. Vísir/GVA Ekkert verður af sölu á 30 prósenta hlut HS Orku í Bláa lóninu en fulltrúar íslenskra lífeyrissjóða, sem eiga 33,4 prósent í HS Orku í gegnum samlagshlutafélagið Jarðvarma, ákváðu í lok síðustu viku að beita neitunarvaldi sínu og höfnuðu rúmlega 11 milljarða króna tilboði í hlutinn. HS Orka setti hlut sinn í Bláa lóninu í söluferli um miðjan maí og var það sjóður í stýringu Blackstone, eins stærsta fjárfestingarsjóðs heims, sem átti hæsta tilboðið, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Sá sem stýrir sjóðnum sem áformaði að kaupa hlutinn í Bláa lóninu er Chad Pike, einn af yfirmönnum Blackstone í Evrópu, en fyrirtæki í hans eigu rekur lúxushótelið Deplar Farm í Fljótunum í Skagafirði. Miðað við verðtilboð Blackstone er Bláa lónið metið á um 37 milljarða en til samanburðar er núverandi markaðsvirði Icelandair Group tæplega 70 milljarðar. Auk Jarðvarma er HS Orka í eigu Magma Energy, dótturfélags kanadíska orkufyrirtækisins Alterra, en það á 66,6 prósenta hlut. Mikillar óánægju gætir hjá stjórnendum Alterra með ákvörðun lífeyrissjóðanna um að hafna tilboði Blackstone, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Tilboð bandaríska fjárfestingarsjóðsins hafi enda verið nokkuð yfir væntingum stjórnar HS Orku þegar ákveðið var setja hlut félagsins í Bláa lóninu í söluferli. Stjórnarformaður HS Orku er Ross Beaty, forstjóri og stjórnarformaður Alterra. Þrátt fyrir að vera með minnihluta í HS Orku er kveðið á um það í hluthafasamkomulagi HS Orku að allar meiriháttar ákvarðanir fyrirtækisins, eins og um sölu á hlutnum í Bláa lóninu, þurfi samþykki stjórnar Jarðvarma. Stærstu hluthafar Jarðvarma, hvor um sig með tæplega 20 prósenta eignarhlut, eru Lífeyrissjóður verslunarmanna og Gildi lífeyrissjóður. Ráðgjafi lífeyrissjóðanna í ferlinu var verðbréfafyrirtækið Arctica Finance.Hagnaður Bláa lónsins fyrir fjármagnsliði og afskriftir (EBITDA) var um 3.500 milljónir króna í fyrra og þá námu tekjur fyrirtækisins yfir tíu milljörðum. Fréttin birtist í Fréttablaðinu. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Bjóða um tíu milljarða í 30 prósenta hlut HS Orku í Bláa lóninu Erlendir framtakssjóðir ásælast 30 prósenta hlut HS Orku. Fyrirliggjandi tilboð gefa til kynna að um 10 milljarðar muni fást fyrir hlutinn í Bláa lóninu. Sala gæti klárast innan fárra vikna. Íslenskir lífeyrissjóðir eiga þriðjunghlut í HS Orku. 12. júlí 2017 07:00 Baðstaðirnir þrír rukkuðu tíu milljarða Tekjur Jarðbaðanna við Mývatn námu 725 milljónum króna í fyrra og jukust þær um 33 prósent. Rúmlega 200 þúsund gestir borguðu þar af 581 milljón í aðgangseyri. 12. júlí 2017 07:00 Tekjur Bláa lónsins jukust um 43 prósent og fóru yfir tíu milljarða EBITDA-hagnaður Bláa lónsins var 28 milljónir evra í fyrra og hefur næstum þrefaldast á aðeins fimm árum. Tekjurnar fóru yfir tíu milljarða og fjöldi gesta í lónið var rúmlega 1.100 þúsund. 31. maí 2017 07:30 Mest lesið Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Ekkert verður af sölu á 30 prósenta hlut HS Orku í Bláa lóninu en fulltrúar íslenskra lífeyrissjóða, sem eiga 33,4 prósent í HS Orku í gegnum samlagshlutafélagið Jarðvarma, ákváðu í lok síðustu viku að beita neitunarvaldi sínu og höfnuðu rúmlega 11 milljarða króna tilboði í hlutinn. HS Orka setti hlut sinn í Bláa lóninu í söluferli um miðjan maí og var það sjóður í stýringu Blackstone, eins stærsta fjárfestingarsjóðs heims, sem átti hæsta tilboðið, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Sá sem stýrir sjóðnum sem áformaði að kaupa hlutinn í Bláa lóninu er Chad Pike, einn af yfirmönnum Blackstone í Evrópu, en fyrirtæki í hans eigu rekur lúxushótelið Deplar Farm í Fljótunum í Skagafirði. Miðað við verðtilboð Blackstone er Bláa lónið metið á um 37 milljarða en til samanburðar er núverandi markaðsvirði Icelandair Group tæplega 70 milljarðar. Auk Jarðvarma er HS Orka í eigu Magma Energy, dótturfélags kanadíska orkufyrirtækisins Alterra, en það á 66,6 prósenta hlut. Mikillar óánægju gætir hjá stjórnendum Alterra með ákvörðun lífeyrissjóðanna um að hafna tilboði Blackstone, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Tilboð bandaríska fjárfestingarsjóðsins hafi enda verið nokkuð yfir væntingum stjórnar HS Orku þegar ákveðið var setja hlut félagsins í Bláa lóninu í söluferli. Stjórnarformaður HS Orku er Ross Beaty, forstjóri og stjórnarformaður Alterra. Þrátt fyrir að vera með minnihluta í HS Orku er kveðið á um það í hluthafasamkomulagi HS Orku að allar meiriháttar ákvarðanir fyrirtækisins, eins og um sölu á hlutnum í Bláa lóninu, þurfi samþykki stjórnar Jarðvarma. Stærstu hluthafar Jarðvarma, hvor um sig með tæplega 20 prósenta eignarhlut, eru Lífeyrissjóður verslunarmanna og Gildi lífeyrissjóður. Ráðgjafi lífeyrissjóðanna í ferlinu var verðbréfafyrirtækið Arctica Finance.Hagnaður Bláa lónsins fyrir fjármagnsliði og afskriftir (EBITDA) var um 3.500 milljónir króna í fyrra og þá námu tekjur fyrirtækisins yfir tíu milljörðum. Fréttin birtist í Fréttablaðinu.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Bjóða um tíu milljarða í 30 prósenta hlut HS Orku í Bláa lóninu Erlendir framtakssjóðir ásælast 30 prósenta hlut HS Orku. Fyrirliggjandi tilboð gefa til kynna að um 10 milljarðar muni fást fyrir hlutinn í Bláa lóninu. Sala gæti klárast innan fárra vikna. Íslenskir lífeyrissjóðir eiga þriðjunghlut í HS Orku. 12. júlí 2017 07:00 Baðstaðirnir þrír rukkuðu tíu milljarða Tekjur Jarðbaðanna við Mývatn námu 725 milljónum króna í fyrra og jukust þær um 33 prósent. Rúmlega 200 þúsund gestir borguðu þar af 581 milljón í aðgangseyri. 12. júlí 2017 07:00 Tekjur Bláa lónsins jukust um 43 prósent og fóru yfir tíu milljarða EBITDA-hagnaður Bláa lónsins var 28 milljónir evra í fyrra og hefur næstum þrefaldast á aðeins fimm árum. Tekjurnar fóru yfir tíu milljarða og fjöldi gesta í lónið var rúmlega 1.100 þúsund. 31. maí 2017 07:30 Mest lesið Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Bjóða um tíu milljarða í 30 prósenta hlut HS Orku í Bláa lóninu Erlendir framtakssjóðir ásælast 30 prósenta hlut HS Orku. Fyrirliggjandi tilboð gefa til kynna að um 10 milljarðar muni fást fyrir hlutinn í Bláa lóninu. Sala gæti klárast innan fárra vikna. Íslenskir lífeyrissjóðir eiga þriðjunghlut í HS Orku. 12. júlí 2017 07:00
Baðstaðirnir þrír rukkuðu tíu milljarða Tekjur Jarðbaðanna við Mývatn námu 725 milljónum króna í fyrra og jukust þær um 33 prósent. Rúmlega 200 þúsund gestir borguðu þar af 581 milljón í aðgangseyri. 12. júlí 2017 07:00
Tekjur Bláa lónsins jukust um 43 prósent og fóru yfir tíu milljarða EBITDA-hagnaður Bláa lónsins var 28 milljónir evra í fyrra og hefur næstum þrefaldast á aðeins fimm árum. Tekjurnar fóru yfir tíu milljarða og fjöldi gesta í lónið var rúmlega 1.100 þúsund. 31. maí 2017 07:30